Fréttablaðið - 22.05.2005, Side 8

Fréttablaðið - 22.05.2005, Side 8
Frjáls verslun Morgunblaðið hefur þá sérstöðu á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði að það telur sig hafa skýra og sjálfu sér samkvæma stefnu í öllum helstu þjóðfélagsmálum. En ekki er blaðið alltaf sjálfu sér sam- kvæmt. Í gær birtist til dæmis athyglis- verður leiðari um ávinninginn af ýms- um ódýrum varningi sem hægt er að kaupa austur í Kína og dæmi nefnd um ódýr en vönduð föt. Eru þeir sem tala fyrir innflutningskvót- um á kínverskar vörur harðlega gagnrýndir. „Það eru ekki að- eins framleiðendur og launþegar í Kína sem græða á frjálsum viðskiptum með vefnaðarvöru. Neytendur á Vesturlönd- um græða, því að þeir fá ódýrari vöru.“ Arðrán Í leiðara blaðsins 31. desember sl. kvað við annan tón. Í tilefni af því að íslensk flugeldaverksmiðja gat ekki keppt við ódýra flugelda frá Kína skrif- aði ritstjórinn: „Hvers vegna er útilokað að keppa við Kínverja í verði? Ástæðan er sú, að launakostnaður í Kína er ekki nema brot af því, sem tíðkast hér á Ís- landi og annars staðar á Vesturlöndum. ... Hvað felst í því, að ódýr- ara sé að framleiða nánast hvað sem er í Kína? Í því felst arðrán okkar Vesturlandabúa á kín- versku alþýðufólki. Nú fyrir jólin var frá því skýrt hvers vegna sum leikföng eru ódýr. Það er vegna þess, að þau eru framleidd í barnaverksmiðjum í Kína. Börn vinna í leikfangaverksmiðjum sjö daga vikunnar. Vinnudagurinn er langur og þau fá aldrei frí. Þess vegna eru leikföng frá Kína ódýr“. Neysluæði Og ritstjórinn spyr: „Viljum við að vel- megun okkar byggist á fátækt og þján- ingum annars fólks? Einhverjir munu svara þessum spurningum á þann veg, að það sé betra fyrir þetta fátæka fólk að hafa einhverja vinnu og einhver laun en enga vinnu og engin laun. En er það svar, sem við getum sætt okkur við?... Þetta er kannski umhugsunarefni fyrir þjóð, sem er gersamlega að tapa sér í neyzluæði. Eða er henni kannski alveg sama?“ Þögnin er í útrýmingarhættu. Stórkostlegt undanhald hennar hefur verið skipulagt af alls konar mönnum sem telja brýnna að trufla eyrun en að gefa þeim frið. Eins og þögnin er nú yndisleg. Kyrrðinni hefur víðast hvar verið úthýst á kaffihúsum og mat- vörubúðum. Hún hefur fyrir margt löngu verið gerð brottræk úr dekkjaverkstæðum og hár- greiðslustofum. Hún yfirfyllir allt í tískuvöruverslunum. Það er eins og ekki sé lengur hægt að bjóða upp á nokkra þjónustu án þess að ískrandi hávaði fylgi með í kaup- bæti. Rétt eins og langmenntaðir markaðsfræðingar séu búnir að sanna það í eitt skipti fyrir öll að enginn kaupi nokkurn skapaðan hlut nema hann sé dofinn í hlustunum og hreint alveg yfirbugaður af þungum og ágengum takti sem tifar í hátölurunum allt í kring . Þögnin er á góðri leið með að verða að takmark- aðri auðlind á við þorsk og olíu. Hún á sér ekki lengur öruggan griðastað. Jafnvel ekki á Íslandi sem er að mestu leyti óbyggt; hávað- inn er alltaf að breiða úr sér – og nema ný lönd. Gekk upp á Esjuna um daginn í hópi nokkurra fjallamanna. Sem er ekki í frásögur færandi fyrir aðr- ar sakir en þær að maður- inn sem fór á undan mér upp slóðann – allsendis hressilegur sláni á fertugs- aldri – hafði vafið ein- hverju hljómtæki um höfuð sér. Út á milli þess og eyrna hans smaug gassalegt þungarokk og hvolfdist yfir okkur sporgöngumennina. Aftar í röðinni heyrðist af mæli manna að líklega væri þetta Megadeth sem maðurinn væri að hlusta á. Eða eitthvað þaðan af verra vonskurokk. Nema hvað ... einhvern veginn fannst mér Esjan ekki heimavöllur dauðarokksins þetta síðdegi þegar sólin gyllti hlíðar gamla borgarfjallsins. Ég bankaði því í aðra öxlina á manninum og spurði hvort hann væri ekki til í að lækka svolítið í viðtækinu; það læki svo mikill hávaði út um eyru hans. Hann hváði með hvellu öskri; hvað ég væri að meina. Svo lækkaði hann svolítið í tækinu en þó ekki meira en svo að ómurinn af Megadeth hélt áfram alla leið upp á topp. Og það á Esjunni. Nokkrum dögum seinna var ég staddur úti í Flórída, nánar til tekið í molli sem nefnt er eftir sjálfu fylkinu – og svipaðist um eftir töffaralegum bol á táningspilt úr mínum genum. Fatabúðin fannst að lokum, en með þeim ósköpum að þar var ekki hægt að hugsa fyrir hávaða; gríðarlegt rokkið gekk yfir í þungum bylgjum og afgreiðslumaðurinn virtist í ein- hvers konar móki aftan við kassa- borðið og tók undir í viðlaginu eins og hann væri staddur í steypibaði heima hjá sér. Mér fannst þetta absúrd. Loksins þegar ég hafði náð athygli mannsins og gat komið út úr mér heillegri setningu um stærðir og efnisval, renndi maður- inn augunum eftir andliti mínu og sagði; say again. Mér tókst að öskra því út úr mér hvort hann ætti þessa boli í annarri stærð. Allt í kring nötraði rokkið. Og viðbrögð mannsins voru ekki gáfulegri; what? Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti að skrifa ósk mína niður á blað en lét mig loks hafa það að færa annan lófa minn að eyra mannsins og bergmálaði upp í eyrnagöngin á honum ósk mína með nægilegum styrk og stunum. Keypti svo einn bol. Gekk út, ger- samlega ringlaður. Viku seinna lét ég klippa á mér kollinn heima á Íslandi. Í sjálfu sér saklaust. Og þarna sat ég í stólnum og dillandi diskóið djöfl- aðist í öllum hornum. Laglegur og limafagur hárgeiðslumaðurinn dansaði í takti í kringum mig á meðan hausinn á mér sökk ofan í bolinn. Þvílíkt lagaval. Þvílíkur styrkur á stunum söngvarans. Smám saman hafði ég mig í það að biðja manninn um að lækka í þessum ósköpum – og til vara ... að skipta um lag. Hann bretti upp á andlitið; hva ... hvort ég fílaði ekki grúvið. Og eftir að svar mitt reyndist vera nei fékk ég á tilfinn- inguna að áhugi hans á hári mínu færi þverrandi. Líklega hafði hann aldrei klippt nokkurn mann í þögninni einni saman. Kannski er þögnin orðin svo sjaldgæft fyrirbrigði í vestrænu samfélagi að mönnum bregði við hana. Mér líst til dæmis ekki lengur á blikuna þegar ég kem heim til mín og allt er hljótt; þar er vanalega kveikt á þremur sjónvörp- um, tveimur tölvum, nokkrum græjum og gít- armagnara á efri hæðinni. Ef til vill er það svo að þögnin feli í sér óttann, varnarleysið, vonleysið. Jafnvel að þögnin sé til marks um að eitthvað al- varlegt sé að; uppfylling- una vanti, sjálfa lífsfylling- una .... Það má líka vel vera að ég sé orðinn krumpaður karl af aldri og ónotum. Fimmtugsaldurinn sé far- inn að segja alvarlega til sín. Svona ... já, nákvæm- lega svona sé gangur lífs- ins – og galsinn allur að baki. En líklega má minna vera. Fyrir allmörgum árum voru stofnuð samtök gegn hávaða á höfuðborgar- svæðinu. Eðli málsins sam- kvæmt hafa þau samtök ekki far- ið um með hávaða og látum. Og smám saman urðu þau þögninni að bráð, skilst mér. Svona samtök eiga auðvitað að ganga í endur- nýjun lífdaganna – og efna til hljóðra mótmæla, til dæmis á Ing- ólfstorgi, Ráðhústorgi, Silfurtorgi – og hvað þau nú heita öll þessi yfirgefnu og mannlausu torg á Ísalandinu. Það er nefnilega ekki nóg að banna reykingar á opinber- um samkomustöðum þegar allur hávaðinn situr eftir ... alls staðar, hvarvetna, jafnvel þar sem síst skyldi, svo sem í ungbarnaversl- unum þar sem litlu börnin manns vakna með harmkvælum í vagni sínum af því útvarpið er svo hátt stillt hjá tyggjandi afgreiðslu- stúlkunni. Ég veit ekki hvort er óhollara; óbeinn reykur eða þráðbeinn há- vaði. ■ I ngibjörg Sólrún Gísladóttir er ótvíræður foringi Samfylk-ingarinnar eftir glæsilegan sigur í formannskjöri flokksinsí gær. Það er sigur að verðleikum. Úrslitin komu ekki á óvart en voru afdráttarlausari en margir áttu von á eftir öfluga varnarbaráttu Össurar Skarphéðinssonar. Formannskjör Ingibjargar Sólrúnar markar ákveðin tíma- mót í jafnréttisbaráttu kvenna. Hún er að vísu ekki fyrsta konan sem verður formaður í stjórnmálaflokki. Margrét Frí- mannsdóttir var á sínum tíma formaður Alþýðubandalagsins og Jóhanna Sigurðardóttir formaður Þjóðvaka. En ólíku er saman að jafna, því Samfylkingin er langtum öflugri flokkur og með mun breiðari skírskotun til kjósenda en Alþýðubandalagið og Þjóðvaki höfðu. Ingibjörg Sólrún er því í rauninni fyrsta konan sem kemst í þungavigtarflokk íslenskra stjórnmálaforingja. Bein kosning formanns með þeim hætti sem Samfylkingin framkvæmdi er nýmæli í íslenskum stjórnmálum. Þessi aðferð er óneitanlega lýðræðislegri en kosning sem bundin er við þann tak- markaða hóp sem sækir landsfundi flokkanna. Hlýtur það að verða umhugsunarefni fyrir aðra flokka hvort þeir eigi ekki einnig að taka upp þetta skipulag. Einkennilegt er samt að um átta þúsund manns af tuttugu þúsund sem skráð hafa sig í Samfylking- una skuli ekki hafa notfært sér rétt til þátttöku í formannskjör- inu. Sú spurning vaknar til hvers fólk skráir sig í stjórnmálaflokk ef það lætur sér standa á sama um stefnu hans og forystu. Samfylkingin er næststærsti stjórnmálaflokkur landsins og hefur verið mjög nálægt Sjálfstæðisflokknum í fylgi í nokkrum skoðanakönnunum á undanförnum mánuðum. Þessi staða skap- ar flokknum mikil tækifæri en þrengir um leið ákveðna sam- starfsmöguleika í stjórnmálum. Tækifærin felast í þeim mögu- leika að Samfylkingin verði forystuflokkur íslenskra stjórn- mála og Ingibjörg Sólrún leiði nýja ríkisstjórn eftir þingkosn- ingar 2007. Vandinn er sá að um leið og Samfylkingin er orðin jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn dregur mjög úr líkum þess að þessir tveir flokkar geti starfað saman í ríkisstjórn, en það er að margra áliti frjórri kostur en samstarf Samfylkingar við Framsóknarflokk og Vinstri græna. Sigur Ingibjargar Sólrúnar í formannskjörinu beinir nú kast- ljósinu að henni sem aldrei fyrr. Hún er fyrsta konan sem á raunhæfa möguleika á því að verða forsætisráðherra. En það eru tvö ár til næstu kosninga og margt getur breyst á þeim tíma. Samfylkingin mun að líkindum sækja í sig veðrið nú á næstu mánuðum en síðan er það úthaldið sem öllu skiptir. Segja má að Samfylkingin hafi sjálf átt sök á óförum sínum í síðustu þingkosningum. Óskýr stefna í veigamiklum málum og ógæti- leg ummæli Ingibjörg Sólrúnar í kosningabaráttunni, sérstak- lega í ræðunni frægu í Borgarnesi, sköðuðu flokkinn. Af þessu tvennu verður hún að læra. Hún þarf að tala skýrt en gætilega. Og það verður að útskýra betur en fram að þessu hefur verið gert hvað Samfylkingin raunverulega stendur fyrir og hverju hún vill breyta í íslensku þjóðfélagi. ■ 22. maí 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Ótvíræ›ur foringi Samfylkingarinnar FRÁ DEGI TIL DAGS Sigur Ingibjargar Sólrúnar í formannskjörinu beinir nú kastljósinu a› henni sem aldrei fyrr. Hún er fyrsta konan sem á raunhæfa möguleika á flví a› ver›a for- sætisrá›herra. Stökktu til Rimini 2. júní frá kr. 29.990 Verð kr. 29.990 í viku / kr. 39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 2. júní. Verð kr. 39.990 í viku / kr. 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 2. júní. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini þann 2. júní. Njóttu fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu við frábæran aðbúnað. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Háva›avæ›ingin gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Kannski er flögnin or›in svo sjaldgæft fyrirbrig›i í vestrænu sam- félagi a› mönnum breg›i vi› hana. Ef til vill er fla› svo a› flögnin feli í sér óttann, varnar- leysi›, vonleysi›. Jafnvel a› flögnin sé til marks um a› eitt- hva› alvarlegt sé a›; uppfylling- una vanti, sjálfa lífsfyllinguna... ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI KN IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.