Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 14
Niðurstaðan kemur ekki áóvart en er ákaflegaánægjuleg,“ segir Sigurð-
ur Oddsson, þjóðgarðsvörður og
framkvæmdastjóri Þjóðgarðsins
á Þingvöllum, þegar honum eru
færðar niðurstöður skoðanakönn-
unar Fréttablaðsins þar sem 800
Íslendingar af báðum kynjum
voru spurðir álits um fallegasta
stað landsins. Könnunin var fram-
kvæmd 8. maí síðastliðinn og var
svarhlutfall 86,62 prósent. Niður-
staðan kom varla á óvart. Þing-
vellir þóttu fegurstir í hjörtum
flestra.
„Sjálfum finnst mér Þingvellir
feiknarlega fallegir og magnaðir,“
heldur Sigurður áfram. „Náttúra
Þingvalla er stórbrotin og einstök
á heimsvísu, og ekki síst saga
þingsins. Þingvellir eru á
heimsminjaskrá Sameinuðu þjóð-
anna vegna þess að þeir eru taldir
einstakir í veröldinni hvað þetta
tvennt snertir.“
Söguleg rómantík
Sigurður segir Þingvelli hjart-
fólgna íslensku þjóðinni þar sem
allir stærri viðburðir Íslandssög-
unnar tengist þeim töfrastað.
„Allir vegir liggja til Þingvalla
þeirra erinda, en Ísland er í raun
allt magnað og sjálfum finnst mér
Skaftafell og Þórsmörk undur-
fagrar náttúruperlur. Hins vegar
eru Þingvellir sérstakir því þar
má sjá landrekskenninguna með
augljósum hætti, sem hvergi á
jörðinni má sjá jafn greinilega.“
Alls fara 600 þúsund manns ár-
lega um Þingvelli. Þar af stoppar
um helmingur í þjóðgarðinum til
útivistar og ánægjustunda. Sig-
urður segir umferð vaxandi, en
könnun hefur leitt í ljós að 68 pró-
sent útlendinga heimsækja Þing-
velli í Íslandsheimsóknum sínum.
„Fræðslumiðstöðin er opin all-
ar helgar árið um kring og opnar
alla daga 1. apríl. Þá strax verðum
við vör við mikla traffík sem helst
langt fram á haust. Skipulögð dag-
skrá er um helgar og á fimmtu-
dögum yfir sumarið, fimmtudags-
göngur í fylgd aðkomumanns á
sviði lista eða fræðimennsku, og
svo gönguferðir inn að eyðibýlum
og upp á Arnarfell á laugardögum
og þinghelgigöngur á sunnu-
dögum eftir messu. Messað er alla
sunnudaga og sívinsælt að gifta
sig á Þingvöllum, af bæði Íslend-
ingum og útlendingum, í kirkj-
unni sem og í Guðs grænni náttúr-
unni.“
Þrátt fyrir vaxandi áhuga al-
mennings á Þingvöllum stendur
ekki til að rukka aðgangseyri,
segir Sigurður og minnir á dag-
skrá sumarsins á Þingvöllum sem
kemur út um næstu mánaðamót
og mun liggja í útibúum Lands-
bankans og á netinu.
Náttúruperlan Akureyri
Alls voru 154 staðir nefndir til
sögunnar þegar þjóðin var beðin
um að nefna sinn fegursta stað.
Kom berlega í ljós að hverjum
finnst sinn fugl fagur, þótt hann
sé bæði lítill og magur. Þannig
fékk litli, ljóti andarungi Reykja-
víkurborgar, Fellahverfið í Breið-
holti, tilnefningar innan um virðu-
legustu náttúruperlur lýðveldis-
ins.
Í öðru sæti var Þórsmörk og
því þriðja höfuðstaður hins bjarta
norðurs: Akureyri. Ragnar Hólm,
sem starfar við kynningarmál
fyrir Akureyrarbæ, segir fagurt
álit landsmanna á Akureyri ekki
koma á óvart því bærinn hljóti að
teljast með fegurstu stöðum
landsins.
„En mikið óskaplega er gaman
að vita til þessa. Það má líka segja
að bærinn Akureyri sé nátt-
úruperla í sjálfu sér, því óvíða er
jafn mikill gróður í íslensku bæj-
arfélagi. Í blóma sumarsins er
bærinn eins og skógi vaxinn.
Hingað koma hundruð þúsunda
ferðamanna á ári hverju og eitt-
hvað eru þeir nú að sækja hingað.
Fjallasýnin er stórfengleg, bær-
inn afgirtur af Vaðlaheiði, Hlíðar-
fjalli og Kaldbaki, en ég held að
Íslendingum finnist fegurðin fel-
ast í bæjarstæðinu sjálfu, brekk-
unum, gróðrinum, gömlu og
virðulegu húsunum, fallegum
miðbænum og sögunni. Allt þetta
spilar saman á aðlaðandi hátt,“
segir Ragnar og bætir við að
ómuna veðursæld sé fyrir norðan.
„Ferðamannastraumurinn
eykst jafnt og þétt og farið er að
lengjast í ferðamannatímabilinu.
Við sjáum ferðamenn fyrr á vorin
og höfum þá lengur á haustin.
Akureyri er vitaskuld að hluta til
ferðamannabær og því erum við
hamingjusamir með niðurstöð-
una.“
14 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
Fagra Ísland
Hva›a sta›ur á Íslandi er fallegastur? Sitt s‡nist
hverjum og margir sta›ir kalla›ir til. Í n‡legri
sko›anakönnun Fréttabla›sins um fegursta sta›
l‡›veldisins stó› fló einn sta›ur upp úr:
fijó›ardjásni› fiingvellir.
fiórdís Lilja Gunnarsdóttir tók ni›urstö›urnar sam-
an og heyr›i í Sigur›i Oddssyni, fljó›gar›sver›i á
fiingvöllum, og Ragnari Hólm, kynningarfulltrúa
Akureyrarbæjar sem vermdi flri›ja sæti› í hjörtum
landans.
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Höfum vegna
gífurlegrar
eftirspurnar,
bætt við sætum
til Alicante í júní.
Bókaðu strax
á meðan sæti eru laus
Flugáætlun í júní
1. júní UPPSELT
2. júní NÝTT-laus sæti
8. júní UPPSELT
15. júní UPPSELT
16. júní NÝTT-laus sæti
22. júní UPPSELT
29. júní UPPSELT
30. júní NÝTT-laus sæti
Akranes
Askja
Bíldudalur
Bolungarvík
Dettifoss
Dynjandi
Esjan
Eyjafjöllin
Fellahverfið í
Breiðholti
Flateyri
Fljótshlíðin
Gullfoss
Grímsnesið
Hafnarfjörður
Hreppir Rang-
árvallasýslu
Hvalfjörður
Ísafjörður
Jökulsárlón
Kaldársel
Kárahnjúkar
Kópavogur
Langisandur
Melrakkaslétta
Patreksfjörður
Reynisdrangar
Seltjarnarnes
Skagaströnd
Svalbarðseyri
Vatnajökull
Öræfasveit
Fleiri fagrir staðir
sem Íslendingum eru hjartfólgnir
MÝVATN Vermir fimmta sætið sem fegursti staður Íslands og er fagurt árið um kring.
AKUREYRI Veðursæld, saga, fjallasýn, menning og gróska dregur gesti í Eyjafjörð.
VESTMANNAEYJAR Í níunda sæti eru Vestmannaeyjar, ævintýralega fagrar.
SNÆFELLSJÖKULL Dulmögnuð fegurðin undir Jökli lætur engan ósnortinn.ÁSBYRGI Hófafar Sleipnis er einstakt.