Fréttablaðið - 22.05.2005, Page 18
Margir hafa heyrt sögur af séra
Baldri sem bera vitni um orð-
heppinn mann en jafnframt nokk-
uð kynlegan kvist. Færri þekkja
sögupersónuna sjálfa.
Árið 1956 var hann vígður til
prests og sama ár tók hann við
brauðinu í Vatnsfirði í Ísafjarðar-
djúpi, þar sem hann er enn búsett-
ur. Þar var hann af mörgum litinn
hornauga í fyrstu enda umtalaður
kommúnisti en flestir voru íhalds-
menn í Djúpinu. Fljótlega varð
hann þó dáður af flestum og þegar
hann lét af störfum bæði sem
kennari í Reykjanesi og svo sem
prestur í Vatnsfirði sáu flestir að
enginn gæti fyllt skarð þessa ein-
staka manns.
Hann viðurkennir að honum
þyki gaman að koma fólki í opna
skjöldu en er gáttaður á því að
menn hafi endalaust gaman af
þessum sögum.
„Menn éta einhverjar sögur
upp hver eftir öðrum,“ segir hann.
Sumt af þessu er nú bara skrýtlur
en það er fótur fyrir sumum sög-
unum og þá kannski hönd fyrir
hinum. En ef því fylgir einhver
voðaleg virðing að vera þjóð-
sagnapersóna þá hef ég örugglega
ekki unnið fyrir henni.“
Sagan af svíninu
Margir hafa heyrt söguna af svín-
inu og því lék blaðamanni forvitni
á að vita hvort hún væri sönn. „Já,
hún er það góði,“ segir séra Bald-
ur. „En þar sem ég hef ekki sagt
þessa sögu nema nokkur hundruð
sinnum fer nú bara vel á því að ég
segi þér hana núna. Þannig var að
ég var að keyra í Ísafirðinum,
ekki kaupstaðnum heldur firðin-
um; þeir höfðu nú ekki fyrir því
þessir dönsku kaupmannsdjöflar
að skíra kaupstaðinn eftir firðin-
um sem hann er í en það er nú
önnur saga. Nú, nú, það var glaða-
sólskin og afskaplega heitt þarna í
fjarðarbotninum og ég keyri afar
hægt þar sem ég komst ekki fram
úr bíl sem var fyrir framan mig.
Svo finn ég þessa hræðilegu ná-
lykt svo ég stoppa og sé rotnandi
svín sem liggur þarna í vegar-
kantinum. Ég hringi náttúrlega á
lögregluna og segi henni að fjar-
lægja þetta því lyktin sé svo
hræðileg að það ætli alveg að
drepa mann og svo eru margir
ferðamenn sem eiga þarna leið
um. Lögreglumaðurinn þekkti
greinilega röddina því hann segir
sposkur að prestinum ætti nú að
vera hæg heimatökin að jarðsetja
bara svínið. Ég segi honum að það
sé ekkert mál en hins vegar hafi
prestarnir það fyrir venju að láta
aðstandendur vita fyrst. Og
þannig var nú það, góði.“
Veldur fjaðrafoki á meðal presta
Til er sú saga að séra Baldur hafi
ollið verulegu fjaðrafoki á presta-
stefnu sem haldin var þegar
hneykslismál Ólafs Skúlasonar,
þáverandi biskups, var í algleym-
ingi. Átti hann þá að hafa kveðið
sér hljóðs og sagt að nú færi al-
deilis vel á því að prestarnir
syngju saman lagið Ólafur reið
með björgum fram. Séra Baldur
harðneitar þessu. „Láttu ekki
nokkurn mann heyra þetta,“ segir
hann. En hann gengst þó við því
að hafa leyst upp eina prestasam-
komu með tilsvari sem hneykslaði
marga.
„Við vorum á einhverjum fundi
eða prestastefnu, ég man það bara
ekki, og það var þarna einhver
maður frá hljóðvarpinu að spyrja
okkur hvaða embættisverk okkur
þætti nú skemmtilegust. Svona
bara eins og krakka á leikskóla.
Og hann spyr þann fyrsta og
honum þótti skemmtilegast að
ferma. Svo spyr hann þann næsta
og honum þótti skemmtilegast að
skíra og svona hélt þessi vitleysa
áfram. Ég held ég hafi verið sá
fimmti í röðinni og þetta var kom-
ið út í tómt rugl svo þegar hann
spyr mig: „Já, en þú séra Baldur
minn, hvað finnst þér skemmti-
legast?“ Þá svaraði ég því bara til
að mér þætti langskemmtilegast
að jarða framsóknarmenn. Og þar
með var fundurinn leystur upp.
Seinna var hringt í mig og mér
þakkað fyrir að binda enda á
þessa endemis vitleysu.“
Séra Baldur var þekktur fyrir
kjarngóðar en stuttar ræður og
hefur það gefið tilefni til einnar
sögunar enn. Sagt er að hann hafi
drifið messuna af í einum hvelli
en farið svo bak við kirkju þar
sem sóknarbörnin komu að hon-
um reykjandi. Þegar þau spurðu
hann hvað þetta ætti að þýða á
Baldur að hafa sagt: „Já, maður
verður að þjóna djöflinum líka.“
„Þetta er nú bara skrýtla,“
segir séra Baldur um þessa sögu.
Steingrímur J. Sigfússon bestur
Séra Baldur gerðist ungur komm-
únisti og sér enga ástæðu til að
breyta því þó það þyki ekki fín lat-
ína í dag. „Ég spila aldrei eftir því
sem hentar best heldur aðeins
eftir sannfæringu minn hverju
sinni. Enda þarf ég ekkert að ótt-
ast, ég er viss um það að þegar ég
verð laus við þetta hold, sem er
mér sífellt til trafala, taki Lykla-
Pétur nokkuð sæll á móti mér.
Hann er heldur ekkert að grúska í
því hvað menn kjósa enda er hann
ekki í framboði.
Þú verður líka að átta þig á því
að mín kynslóð mótast af því að
hingað kemur erlendur her í því
yfirskyni að hann sé að vernda
okkur. En ég skal nú segja þér
það, góði minn, að ég vann sem
næturvörður á hóteli í henni
Reykjavík í nokkur sumur og þá
sá ég nú þessa verndara og þeir
voru ekki gæfulegri. Nei, þeir
voru það ekki!“ Að svo mæltu
horfir hann brúnaþungur á blaða-
mann.
Þótt Baldur hafi ákveðnar
skoðanir í pólitíkinni á hann vini
úr öllum flokkum. Hann hefur þó
haft það orð á sér að koma sér-
staklega vel fram við þá sem
minna mega sín. En hann kann
líka að klingja við kónga, til
dæmis tók hann vel á móti Guðna
Ágústssyni og Kristni H. Gunn-
arssyni þegar þá bar að garði í
Vatnsfirði fyrir nokkrum árum.
Annars er séra Baldur lítt hrifinn
af pólitíkinni í dag.
„Það er helst frændi minn hann
Steingrímur J. Sigfússon sem
stendur sig eins og hann á kyn til.
Annars líst mér afskaplega illa á
þetta allt saman. Það er eins og
enginn geti gert neitt nema að það
fari fyrir nefnd og svo í skoðun og
þá er haldinn leynifundur og
svona heldur þessi vitleysa
áfram. Hugsaðu þér ef sjómenn
hefðu haft þetta verklag; þeir
hefðu þá aldrei komið með
nokkurn fisk að landi.“
Gleðilegt ef ég hef verið ein-
hverjum til gagns og gamans
Á veggjum inni í stofu hanga
þakklætisvottar frá fyrrum sókn-
arbörnum Baldurs, sem greini-
lega báru hlýjan hug til prestsins.
Þessi ljúfi vitnisburður um
starfsævi hans yljar Baldri nú
þegar haustar að í lífi hans. En
það er annað sem hann er ekki
jafn sáttur við.
„Hér er byggðin orðin frekar
eyðileg, satt best að segja. Hér
var öðruvísi umhorfs þegar ég
kom hingað nýsleginn guðfræð-
ingur. En ég er nú ágætur til heils-
unnar ennþá. Það er helst að sjón-
in sé að svíkja mig en það skiptir
engu máli, þá þarf ég ekki að
horfa upp á þessa vitfirringa.
Nú, og ef ég hef orðið einhverj-
um til gagns og gamans þá er það
afskaplega gleðilegt í sjálfu sér.
Ég er nú bara þannig að ég tek
sjálfan mér ekki of hátíðlega en
ég hef tekið eftir því að sumir
halda að þeir séu afskaplega
merkilegir og öðrum meiri. Það
reynist iðulega vera hinn mesti
misskilningur.“ ■
18 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
Lykla-Pétur tekur á móti mér
Séra Baldur Vilhelmsson í Vatnsfir›i er fljó›sagna-
persóna í lifanda lífi. Jón Sigur›ur Eyjólfsson tók hús
á honum og spur›i hann út í stjórnmálasko›anir
hans og sögurnar af honum sem fyrir löngu eru
or›nar a› fljó›sögum.
Tveir fyrir einn til
Prag
9. júní frá kr. 19.990
kr. 19.990 í viku
Flugsæti með sköttum til Prag,
2 fyrir 1 tilboð, út 9. júní, heim
16. júní. Netverð á mann.
Gisting frá kr. 3.400
Netverð á mann í tvíbýli á Hotel
Quality, pr. nótt með morgunmat.
Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel.
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á
síðustu sætunum til Prag þann 9. júní.
Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins
fyrir 1. Nú getur þú kynnst þessari
fegurstu borg Evrópu á einstökum
kjörum. Þú getur valið um úrval góðra
hótel í hjarta Prag og að sjálfsögðu
nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra
okkar í Prag allan tímann.
Síðustu sætin
SÉRA BALDUR
VILHELMSSON
Nafn: Baldur Vilhelmsson.
Fæddur: 22. júlí 1929 á Hofsósi.
Fjölskylda: Kvæntist Ólafíu Sal-
varsdóttur árið 1957. Þau eiga
saman dæturnar Hallfríði og
Ragnheiði og synina Þorvald,
Stefán og Guðbrand.
Menntun: Guðfræðingur.
Starf: Var prestur í Vatnsfirði og
kennari í Reykjanesskóla í Ísa-
fjarðardjúpi en er nú kominn á
eftirlaun.
Áhugamál: Hlustar á Íslendinga-
sögur og Ódysseifskviður af spól-
um. Hefur mikinn áhuga á forn-
leifafræði.
SÉRA BALDUR VILHELMSSON Fyrrum prófastur í Vatnsfirði stendur stoltur inni í stofu sinni, enda er veggurinn í baksýn fullur af þakk-
lætisvottum frá fyrrum sóknarbörnum Baldurs sem greinilega þótti vænt um prestinn sinn. Þannig hefur málum þó ekki alltaf verið hátt-
að því mörgum varð um og ó þegar umtalaður kommúnisti fluttist í Djúpið, sem var nær fullsetið af íhaldsmönnum.
FEÐGARNIR GUÐBRANDUR OG SÉRA BALDUR Séra Baldur segir Guðbrand son sinn
vera stoð sína og styttu. Þeir vinna að ýmsum málum í Vatnsfirði og ætla jafnvel að láta
til sín taka í ferðamannamálum á svæðinu. Þeir voru að huga að gamalli skektu þegar
blaðamann bar að garði.
SLAKAÐ Á Í HÚSBÓNDASTÓLNUM „Maður verður víst að þjóna djöflinum líka,“ á séra
Baldur að hafa sagt þegar sóknarbörnin komu að honum reykjandi bak við kirkju. Hann
segir þetta vera skrýtlu en ekki sanna sögu.
Enda þarf ég ekkert
að óttast, ég er viss
um það að þegar ég verð
laus við þetta hold, sem er
mér sífellt til trafala, taki
Lykla-Pétur nokkuð sæll á
móti mér. Hann er heldur
ekkert að grúska í því hvað
menn kjósa enda er hann
ekki í framboði.
,,