Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 53
SUNNUDAGUR 22. maí 2005 20
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Stjörnustríðin eru ekki bara ævintýramyndir
Í fljótu bragði virðast Stjörnustríðsmyndirnar vera ævintýri um baráttu góðs og ills. Ólafur H. Torfason segir George Lucas hins
vegar hafa skrifað þær í ákveðnum tilgangi. Að fá ungt fólk til þess að velta fyrir sér spurningunni: Er til guð eða ekki?
Costa del Sol
M
all
or
ca
Sóla
rlottó
Sí
ðust
u sæti
n í sólina í júní og júlí.
• Þú velur áfangastað og ferðadag
og tekur þátt í lottóinu
um hvar þú gistir.
• Viku fyrir brottför staðfestum
við gististaðinn.
Sama sólin, sama fríið
en á verði fyrir þig.
*Innifalið er flug, gisting í 7 nætur,
flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð.
Enginn barnaafsláttur.
Spilaðu með!
Krít
6. 27. júní, 4. og 21. júlí
Mallorca
25. maí, 15. júní, 6. 13. júlí
og 17. ágúst
Costa del Sol
2. 9. 16. 23. 30. júní
7. og 21. júlí
Portúgal
20. 27. júní, 4. 11.18. júlí
og 22. ágúst
MANNÆTUFISKUR Velviljuð og hirðu-
söm móðir slasaðist við þrif á fiskabúri
sonarins.
Kona þrífur
píranafiskabúr
Rússnesk kona slasaðist illa á
fingrum þegar hún reyndi að
þrífa fiskabúr sonar síns, án þess
að vita að í því syntu mannætu-
fiskar.
Konan, sem er frá Saransk,
sagði læknum að hún hefði staðið
í þeirri trú að drengurinn væri
með gullfiska í búrinu og vildi
gleðja hann með að gera það skín-
andi hreint. Um leið og hún dýfði
höndunum ofan í vatnið réðust
píranafiskar á hendur hennar,
bitu sig fasta við fingurna og byrj-
uðu að éta af græðgi. Átti konan í
mestu vandræðum með að losa sig
við fiskana, en eftir slagsmál og
barning við gler búrsins náði hún
blóðugum höndunum upp úr vatn-
inu og hringdi á sjúkrabíl sem ók
henni á næsta spítala.
Konan missti allt hold af tveim-
ur fingrum og segja læknar kon-
una heppna að hafa ekki misst
báðar hendur í árásinni, en hún
þurfti að gangast undir flókna að-
gerð til að bjarga fingrunum. ■
„Þeir sem eru að fara á Stjörnu-
stríðsmyndina verða að gera sér
grein fyrir því að þeir eru að
fara á trúarsamkomu hjá trúar-
söfnuði,“ segir Ólafur H. Torfa-
son, kvikmyndarýnir og rithöf-
undur. „Stjörnustríðsbálkurinn
er uppfullur af goðsögnum,“
segir hann. „George Lucas gat
ekki hugsað sér neitt verra en
að ungt fólk væri hætt að hugsa
um hvort guð væri til eða ekki,“
bætir Ólafur við og vísar í viðtal
við Lucas þar sem hann segist
meðal annars hafa sett Máttinn í
myndirnar til að vekja upp
ákveðna gerð af andlegheitum í
ungu fólki: Trú á Guð fremur en
trú í samræmi við eitthvert sér-
stakt trúarbragðakerfi.
Ólafur segir enn fremur að í
Bandaríkjunum skipti miklu
máli hvar leikstjórinn standi
bæði hvað varði trúmál og
pólitík, ólíkt því sem gerist hér
heima. „Kvikmyndir í Banda-
ríkjunum spila heilmikið inn á
þjóðfélagsumræðuna og fjalla
um samfélagið,“ segir hann og
bendir á að Ridley Scott, sem
gerði krossfaramyndina King-
dom of Heaven, sé guðleysingi.
„Það hlýtur að setja mynd í ann-
að samhengi þegar guðleysingi
fjallar um átök trúarbragða.“
Ólafur segir Lucas vera undir
miklum áhrifum frá hugmynd-
um Bandaríkjamannsins
Josephs Campbell sem byggði
kenningar sínar á sálfræði Carl
Gustav Jung. „Stjörnustríðið er
í raun unnið innan ramma Jungs
og Campeblls,“ segir Ólafur en
Campbell taldi meðal annars að
allar miklar goðsögur þyrfti að
endursegja með hverri kynslóð.
„Hann fagnaði því að Lucas
væri að gera þetta með Stjörnu-
stríðsmyndunum á tungumáli
okkar tíma, kvikmyndaform-
inu,“ segir hann. „Campbell
taldi enn fremur að til væri
máttur sem enginn veit hver er
en hver tími hefur sína eigin út-
gáfu af guðdómnum,“ bætir
Ólafur við og bendir á að Lucas
hafi þróað gangverkið í Stjörnu-
stríðsmyndunum upp úr þessum
hugmyndum Campbells enda
hafi hann sjálfur verið stjórnar-
formaður Campbell-stofnunar-
innar. „Lucas hefur aldrei þrætt
fyrir þessa hluti heldur talað um
þá á opinskáan hátt,“ segir hann
en bætir við að Lucas hafi engu
að síður aldrei viljað bendla sig
við ein trúarbrögð en viður-
kennt að hann vilji vekja athygli
unga fólksins á mikilvægi trúar-
bragðanna. „Það sem er kannski
ótrúlegast er að boðberar nýrr-
ar siðferðisskoðunar eru kvik-
myndirnar,“ segir hann en allt
þar til eftir seinni heimsstyrj-
öldina voru kvikmyndirnar
sagðar vera afþreyingarefni
fyrir „almúgann“.
Ótal vísanir eru í Stjörnu-
stríðsmyndunum og má þar
nefna Luke Skywalker sem
nefndur er í höfuðið á höfundin-
um sjálfum og hefur oft verið
skilgreindur sem messíasar-
gervingur. Sterkasta goðsagan
er þó örugglega um föður hans,
Anakin Skywalker, sem gengur
hinu illa á hönd. „Við þekkjum
þessa goðsögu meðal annars úr
Bíblíunni í sögunum um hina
föllnu engla en frægastur þeirra
er Lúsifer sem ofmetnaðist og
þráði meiri völd, líkt og Anakin.
Lucas er með sögunni um Anak-
in kannski að segja að allar
verur geti verið breyskar og
gert mistök, sama hversu góðar
þær eru. Anakin er kannski hinn
fallni engill sem sér síðan að
sér,“ segir Ólafur.
freyrgigja@frettabladid.is
OBI-WAN OG ANAKIN Anakin, líkt og Lúsifer, gengur hinu illa á hönd vegna þrár sinnar
eftir meiri völdum.
ÓLAFUR H. TORFASON Þeir sem eru að
fara á Stjörnustríðsmyndina verða gera sér
grein fyrir því að þeir eru að fara á trúar-
samkomu.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI