Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 54
Þegar maður kemur til Cannes í
fyrsta skipti á miðja kvikmynda-
hátíð er óhjákvæmilegt að tapa átt-
um í augnablik. Þetta er eins og að
stíga inn í aðra vídd þar sem allt
snýst um kvikmyndir, tíminn er
takmarkaður og allir eru eitthvað
sérstakt eða þykjast í það minnsta
vera eitthvað og það besta við
þetta allt er að það komast allir
upp með að upphefja sig og vera
eitthvað annað og meira en þeir
eru, af því að þetta er Cannes.
Eftir að hafa skoðað okkur um í
Palais de Festival, sem er aðalmið-
stöð hátíðarinnar, lá beinast við að
demba sér út í mannþröngina fyrir
framan höllina og sjá hvert
straumurinn leiddi mann. Við sett-
umst á kaffihús og rýndum í sýn-
ingarskrá dagsins og féllust hend-
ur yfir úrvalinu sem var ótrúlegt;
listrænar myndir í keppninni,
áhugaverðar myndir nýrra kvik-
myndargerðarmanna og alls konar
drasl sem gæti lofað góðu. Það
varð okkur til happs að hitta
hressa Breta sem tóku sér frí frá
kvikmyndakaupum til að fylgjast
með leik West Ham og Ipswich á
þægilegum breskum pöbb. Heimil-
isleg stemninginn fékk mann til
þess að gleyma um stundarsakir
geðveikinni fyrir utan og að ráði
Bretans var ákveðið að láta
bíósnobbið lönd og leið og skoða
myndina Dirty Love með Jenny
McCarthy og Carmen Electra.
Annar Bretinn var þegar búinn að
kaupa sýningarréttinn, án þess að
sjá myndina, fullviss um að þessar
íturvöxnu leikkonur myndu
trekkja að í Bretlandi. Þær munu
sjálfsagt líka slá í gegn á Íslandi
enda leynir myndin á sér og sýnir
nýjar og óvæntar hliðar á stelpum
sem hingað til hafa risið hæst á síð-
um Playboy.
Eftir bíó lá beinast við að elta
Bretana á Grand Hotel þar sem
gegndarlaus partý eru haldin alla
hátíðardagana. Áfengið er selt á
uppsprengdu verði sem gerir prís-
ana í Reykjavík ásættanlega en
það keppast þó allir við að kaupa í
glas handa náunganum enda sigla
allir undir því flaggi að þeir séu
stórkaupendur, framleiðendur,
leikstjórar eða handritshöfundar
og þetta er staðurinn til að byggja
upp sambönd. Minnstu kallarnir á
staðnum voru tvímælalaust ís-
lenskur blaðamennirnir.
Stjörnustríð á sunnudegi
Sunnudagurinn 15. maí var dagur
Georges Lucas og Stjörnustríðsins
hans og það var ekki ónýtt fyrir
gamla Star Wars-aðdáendur að
vera í Cannes þegar ósköpin
gengu yfir. Það var ævintýralega
brjáluð stemning í kringum blaða-
mannafund sem haldinn var um
hádegisbilið í Palais de Festival.
Þar mætti Lucas ásamt Hayden
Christiansen, Natalie Portman,
Samuel L. Jackson og fleiri aðal-
leikurum myndarinnar en það var
óneitanlega skondið að þessir stór-
leikarar stóðu allir í skugga
Lucasar og fundurinn og flestar
spurningar blaðamanna hverfðust
um þennan höfuðpáfa Stjörnu-
stríðanna. Að fundinum loknum
trylltust blaðamenn og kvik-
myndatökumenn í æsingnum við
að reyna að ná augnabliks skyndi-
myndum af stjörnunum á útleið.
Það hlaut hver heilvita maður að
sjá að þetta væri vonlaust en það
var auðvitað enginn þarna með
fullu viti. Nöfn leikaranna voru
öskruð hástöfum í von um að þeir
litu til myndavélanna en allt kom
fyrir ekki. Stjörnustríðshetjurnar
létu eins og þær heyrðu ekki neitt
og héldu sínu striki. Við Íslending-
arnir gátum ekki stillt okkur um
að hlaupa með heimspressunni
niður hliðarstiga til þess að freista
þess að ná myndum af fólkinu.
Þetta var vonlaust en það var samt
frábær upplifun að taka sprettinn
með trylltum fjölmiðlalýðnum.
Íslenskt partí á ströndinni
Það var öllu rólegri stemningin á
bláa dreglinum við sýningarhöll-
ina síðdegis þegar Dagur Kári Pét-
ursson frumsýndi mynd sína
Voksne mennesker. Það slógu þó
mörg íslensk hjörtun hratt, þar
sem þarna var óneitanlega um
stóra stund á ferli eins efnilegasta
kvikmyndaleikstjóra landsins að
ræða. Viðtökurnar sem Dagur
Kári og myndin fengu í höllinni
voru frábærar; endalaust upp-
klapp og í anddyrinu hópaðist fólk
að leikstjóranum og dönsku leikur-
unum til þess að óska til hamingju
og snapa eiginhandaráritanir.
Íslenskir framleiðendur
Voksne mennesker, þeir Þórir
Snær Sigurjónsson og Skúli Fr.
Malmquist buðu til glæsilegs eft-
irsýningarpartís á ströndinni þar
sem allt flóði í guðaveigum og
borð svignuðu undan gómsætum
kræsingum. Reyndir matgæðing-
ar úr bíóbransanum stóðu á blístri
að máltíðinni lokinni og höfðu orð
á að þetta væri með betri hlað-
borðum sem þeir hefðu komist í.
Rauði dregillinn
Það er óhætt að fullyrða það að það
hefur enginn komið til Cannes fyrr
en hann hefur farið í spariföt og
mætt á galafrumsýningu á rauða
teppinu fyrir framan höllina. Við
þekktum mann í Cannes sem
þekkti mann sem þekkti mann og
hann varð okkur úti um miða á
galafrumsýningu myndar ítalska
leikstjórans Marco Tullio Giord-
ana. Það leit á tímabili út fyrir að
ég yrði af þessari stærstu stund
lífs míns sem blaðamaður og bíó-
nörd þar sem ég villtist í Cannes og
fann ekki íbúðina þar sem
smókingurinn minn beið mín í gul-
um Bónuspoka. Á elleftu stundu
rambaði ég á húsið og dreif mig
kófsveittur í sparigallann. Hafði
engan tíma til að finna ermahnappa
og slaufan varð eftir á Íslandi.
Spretturinn var svo tekinn með
fráhneppt hálsmál og flaksandi
ermar í átt að höllinni og léttirinn
var ólýsanlegur þegar ég sá að það
var enn verið að hleypa inn. Næsta
áfall kom í röðinni þegar dyravörð-
urinn benti á hálsinn á mér og gaf
til kynna á ruddalegri frönsku að
ég færi ekki feti lengra nema með
hálstau. Ég yppti vonlaus öxlum og
sagði að slaufan væri „dans Is-
landia“. Hann kippti mér úr röðinni
og kastaði á bás þar sem hugguleg
stúlka seldi slaufur á 15 evrur. Þeir
hugsa fyrir öllu, blessaðir Frakk-
arnir. Stúlkan átti þó enga skipti-
mynt og á undan mér voru brjálað-
ur Ítali og vandræðalegur Japani
sem vildu ekki bjarga sér inn á
myndina án þess að fá 5 evrur til
baka. Íslendingurinn ruddist því
fram fyrir og greiddi, með bros á
vör, 20 evrur fyrir hálstauið. Síðan
tók við stórfenglegur gangur í flóð-
ljósum eftir rauða dreglinum innan
um glæsilega frumsýningargesti,
síðan var það vopnaleitin við inn-
ganginn og myndin fór fyrir ofan
garð og neðan þar sem ég sat í
myrkvuðum salnum, sem er svo
stór að Háskólabíó er eins og
vinnuskúr í samanburðinum, og
reyndi að melta þessa stórkostlegu
lífsreynslu.
Evrópa mætir heimsúrvalinu
Fyrsta helgi kvikmyndahátíðar-
innar er sú brjálaðasta og þessir
tveir dagar, laugardagurinn og
sunnudagurinn, liðu hratt og voru
ótrúlega viðburðaríkir. Mánudag-
urinn var öllu rólegri. Fólki var
þegar byrjað að fækka enda kaup-
endur margir hverjir búnir að
ljúka störfum og farnir að tínast
heimleiðis. Það var hins vegar
komið að Íslands(ó)vininum Lars
von Trier að sýna sína nýjustu
mynd Manderlay en á meðan fólk
hópaðist á gala-frumsýninguna
var fastheldinn hópur Cannes-
gesta að reima á sig takkaskóna og
búa sig undir fótboltaleik í tengsl-
um við kvikmyndamarkaðina í
Cannes, Mílanó og Los Angeles
takast á, lið Evrópu og heimsúrval
og eru leikmennirnir flestir úr
hópi kaupenda og seljenda á mark-
aðnum. Nokkrir Íslendingar hafa
tekið þátt í leikjunum í gegnum
árin, Einar Logi hefur tekið þátt í
þessum leikjum með heimsúrval-
inu síðan 1994 en var með miklar
áhyggjur af því að hann þyrfti að
spila allar 90 mínúturnar sem
hann taldi sig ekki eiga nokkra
inneign fyrir. Formið ekki það
sama og fyrir 10 árum en óttinn
reyndist ástæðulaus, sama gilti
um flesta aðra leikmenn og skipt
var ótt og títt til að menn gætu
jafnað sig. Leiknum lauk með sigri
heimsúrvalsins 6-4 og segir
markatalan nokkuð um form leik-
manna og leikskipulag sem var
afar frjálslegt. ■
22 22. maí 2005 SUNNUDAGUR
fia› eru allir stórlaxar í Cannes
Allir sem vettlingi geta valdi› í bíóbransanum hrúg-
ast til flessarar litlu borgar sem breytist á augabrag›i
í marka›storg heimsfræg›arinnar flar sem stórstjörn-
ur spóka sig á förnum vegi og allir sem ganga me›
stóra drauma brosa framan í heiminn. fiórarinn fiór-
arinsson og Einar Logi Vignisson voru í mi›ju
mannhafinu en gleymdu flví fló aldrei a› fleir eru
bara ósköp venjulegir Íslendingar.
VOKSNE MENNESKER Framleiðandinn Skúli Fr. Malmquist í eftirpartíi á Miramar-ströndinni. Dagur Kári skírði eina sögupersónu
myndarinnar eftir honum.
RÖLT UPP RAUÐA TEPPIÐ Þórarinn með rándýru slaufuna og í lánssmóking á leið upp
tröppur frægasta bíós í heimi.