Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 56

Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 56
22. maí 2005 SUNNUDAGUR > Við finnum til með ... Þórði Þórðarsyni, markverði ÍA, sem þarf að hætta knattspyrnuiðkun vegna veikinda. Hann er annar leikmaðurinn á tveimur árum sem neyðist til að hætta vegna veikinda en Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, fyrrum leikmaður Fram, þurfti að hætta í upphafi móts í fyrra. Heyrst hefur ... ... að Guðjón Þórðarson ætli að temja sér sömu siði hjá Notts County þegar undir- búningstímabilið í Englandi hefst eftir eftir rúman mánuð og hann gerði hjá Keflvíkingum. Þá var hann með svo- kallaða langa laugardaga en þar sem atvinnumennska er við lýði hjá Notts County er hægt að gera meiri kröfur. Því verður um langa helgi að ræða ... 60 SEKÚNDUR Mark Webber er... þolinmóður. Formúla 1 er... hröð. Kaffi eða te? Hvorugt. Er glasið hálffullt eða hálftómt? Hálffullt. Ísland er... öðruvísi. Átrúnaðargoð? Lance Armstrong. Ferrari eða Renault? Renault. Að keyra á 300 kílómetra hraða er... mjög ánægjulegt. Að keppa er... spennandi. Alonso eða Schumacher? Prost. Möguleikar þínir í ár eru... nokkuð góðir. Bílar eða konur? Konur. Besta knattspyrulið í heimi? Chel- sea. Nýju reglurnar í formúlunni eru... skrítnar. Michael Schumacher er... fínn náungi. MEÐ MARK WEBBER sport@frettabladid.is 24 > Við hrósum ... .... þeim íslensku landsliðum sem voru í eldlínunni í gær en öll unnu þau stóra sigra. Stærstur allra var þó sigur kvennalandsliðsins í körfubolta sem vann lið Englands á afar sannfærandi hátt. John Obi Mikel segist hafa verið neyddur til Man. Utd.: Beittur flr‡stingi e›a ein- faldlega svona illa gefinn? FÓTBOLTI Nígeríski táningurinn John Obi Mikel, sem gekk frá félags- skiptum frá Lyn til Manchester United fyrir nokkrum vikum en hefur æ síðan haldið því fram að hann hafi verið neyddur til að skrifa undir samning við félagið, kom vægast sagt furðulega út úr viðtali við fréttamann BBC, Michael Crick, fyrir skemmstu. Mikel er sem stendur miðdepill mikillar deilu á milli Man. Utd. og Chelsea um hver eigi rétt á leikmanninum, en hann er talinn einhver sá efnilegasti í heimi. Mikel hefur sagt frá því að hann hafi samið við Manchester-liðið. gegn vilja sínum og að hann hafi ávallt viljað heldur ganga til liðs við Jose Mourinho og félaga hjá Chelsea. Mikel hefur ekki enn náð að rökstyðja í hverju þrýstingur forráðamanna Man. Utd. fólst og vilja margir meina að það sé hreinlega eitthvað að geðheilsu Mikels. Ef eitthvað er að marka viðtalið á BBC bendir að minnsta kosti margt til þess. Hér á eftir fer þýðing á viðtalinu og dæmi nú hver fyrir sig. VIÐTALIÐ Á BBC: BBC: „Viltu spila fyrir Man. Utd.?“ JOM: „Nei.“ BBC: „Þú vilt það ekki?“ JOM: „Nei.“ BBC: „Af hverju ekki?“ JOM: (hlær) „Af því ég vil það ekki.“ BBC: „En þú skrifaðir undir samning við félagið.“ JOM: „Já.“ BBC: „Af hverju gerðirðu það?“ JOM: „Ég veit það ekki. Það gerðist eitthvað.“ BBC: „Hvað var það?“ JOM: „Nei, nei, nei. Ég vil ekki spila fyrir þá.“ BBC: „Viltu spila fyrir Chelsea?“ JOM: „Já.“ BBC: „Þú vilt það?“ JOM: „Já.“ BBC: „Af hverju viltu spila fyrir Chelsea?“ JOM: „Því ég elska Chelsea.“ BBC: „Þú elskar Chelsea?“ JOM: „Já. Og ég verð ánægður þegar ég kem til þeirra.“ BBC: „Einmitt. Og hefurðu rætt við Chelsea um þetta?“ JOM: „Já, þeir vita.“ BBC: „Gætirðu gefið mér vísbendingu um af hverju þér snérist hugur?“ JOM: „Nei, ég vildi aldrei spila fyrir Man. Utd.“ BBC: „Þú vilt það aldrei?“ JOM: „Einmitt.“ BBC: „Af hverju skrifaðirðu þá undir við þá?“ JOM: „Ég var neyddur til þess.“ BBC: „Hvað neyddi þig til þess að skrifa undir?“ JOM: Hvað neyddi mig.“ BBC: „Já?“ JOM: „Fólk.“ JOHN OBI MIKEL Virðist ekkert vita hvað hann vill. FH kom grí›arlega á óvart í gær me› flví a› sigra li› ÍBV, 1–0, í annarri umfer› Landsbankadeildar kvenna. Í Kópavoginum mör›u Blikar sigur á n‡li›um Keflavíkur en önnur úrslit voru eftir bókinni. Óvænt tap Eyjastúlkna FÓTBOLTI FH-stúlkur komu gríðarlega á óvart með sigrinum í gær enda hefur lið ÍBV á feikiöflugum mannskap að skipa á meðan lið FH er að mestu skipað ungum og óreyndum stúlkum sem uppaldar eru hjá félaginu. Einnig voru hlutskipti liðanna í fyrstu umferðinni af ólíkum toga – þá beið FH í lægri hlut fyrir Keflavík, 2–0, á meðan ÍBV vann stórsigur á ÍA, 12–2. „Þetta er auðvitað frábært afrek og sýnir að við getum staðið í þeim bestu,“ sagði Sigurður Víðisson, þjálfari FH, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Það var Sif Atladóttir sem skoraði markið á 70. mínútu fyrir FH og eftir markið náðu þær að halda út harða atlögu gestanna sem tjölduðu öllu til að jafna metin. „Við erum búnar að lenda illa í liði ÍBV síðustu ár og ætluðum okkur að gera betur í dag. Það tókst og þetta er óneitanlega góð tilbreyting,“ bætti Sigurður við. Í Kópavoginum veittu nýliðar Keflavíkur heimastúlkum í Breiðablik harða keppni en þurftu á endanum að lúta í lægra haldi eftir að hafa komist yfir í lok fyrri hálfleiks. „Svona er bara fótboltinn, þetta er það skemmtilega við hann og reyndar það leiðinlega líka. Við gleymdum okkar tvisvar og feng- um á okkur tvö mörk, vorum undir nær allan leikinn en skoruðum fal- leg mörk og náðum sigri,“ sagði Úlfar Hinriksson, þjáfari Blika, eftir leikinn. „Gegn Val skoruðum við líka fín mörk en það sýndi sig í dag að það er margt sem við þurfum að laga í okkar leik og við þurfum bara að skoða það. Við eigum að geta gert mikið betur og við vilj- um gera það.“ Í fyrstu umferðinni unnu Blika- stúlkur öruggan sigur á Val en áttu í mesta basli með mótherja sína á Kópavogsvellinum í gær. Keflavíkurstúlkur börðust vel í leiknum en náðu ekki að halda og má þar að mestu kenna um reynsluleysi. Það var tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leik- tíma sem Gréta M. Samúelsdóttir tryggði Breiðablik sigurinn með fallegu langskoti sem hafnaði í stönginni og inn. Valsstúlkur unnu mjög öruggan sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir og Dóra María Lárusdóttir skoruðu tvö mörk hvor. Þá gerðu KR-stúlkur góða ferð upp á Skipaskaga þar sem þær sigruðu ÍA með sjö mörkum gegn einu. STÓRSIGUR Dóra María Lárusdóttir sést hér fagna öðru marka sinna gegn Stjörnunni í gær ásamt Írisi Andrésdóttur, fyrirliða Valsstúlkna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.