Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 57

Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 57
SUNNUDAGUR 22. maí 2005 25 ÓDÝRT en gott Við bjóðum 18 55 / T A K T ÍK n r. 4 1 B Stærð: D: 100 cm B: 290 cm H: 250 cm Tekur 9 bretti Brettahillur kr. 25.647,- Næsta bil kr. 19.920,- HÖFÐABAKKI 9 112 REYKJAVÍK SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335 www.straumur.is fiór›ur ney›ist til a› hætta Markma›urinn fiór›ur fiór›arson hefur ney›st til a› leggja skóna á hilluna vegna veikinda. fiór›ur fljáist af flogaveiki og á ekki annarra kosta völ en a› hætta. Mjög miki› áfall, segir fljálfari ÍA. FÓTBOLTI „Ég er niðurbrotinn maður,“ sagði Þórður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Þetta er alveg hrikalegt. Ég skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við ÍA ekki alls fyrir löngu og taldi mig eiga 3-4 góð ár eftir í boltanum. Það er afskap- lega erfitt að kyngja þessu,“ sagði Þórður, sem er 33 ára gamall og hefur leikið með ÍA lengst af sín- um ferli en jafnframt leikið með KA og Val eitt tímabil ásamt því að vera um tíma í atvinnu- mennsku hjá Norköpping í Sví- þjóð. Þórður segir það hafa verið í lokaleik síðasta tímabils gegn ÍBV að veikin hafi látið á sér kræla. „Ég hef fengið einstaka köst síðustu tvö ár en eftir þann leik var ég mjög slæmur í hausnum og líkamanum. Ég var að drepast í marga daga á eftir og eftir að hafa gengist undir margar rannsóknir kom í ljós að ég var með einhvers konar afbrigði af flogaveiki,“ segir Þórður, sem æfði og lék lítið með Skagamönnum á undirbún- ingstímabilinu. Hann stóð þó á milli stanganna í leiknum gegn Þrótti í 1. umferðinni á þriðjudag og stóð sig mjög vel. „Þetta háir mér ekki í leikjum en kemur eftir á. Ég er ennþá að drepast í líkamanum eftir þann leik,“ segir Þórður. Það var síðan rétt fyrir helgi sem Þórður og læknar hans komust að þeirri niðurstöðu að réttast væri að hætta. „Mér er ráðlagt að hætta því ef ég held áfram er ég að ögra líkamanum. Og hver veit hvað það getur leitt af sér? Það er að minnsta kosti ekki mikið vit í að fórna heilsunni fyrir þá áhættu,“ segir Þórður. Ólafur Þórðarson segir brott- hvarf Þórðar vera mjög mikið áfall fyrir lið ÍA. „Við vissum af veikindunum og að til þessa gæti komið en auðvitað vonuðumst við til þess að svo yrði ekki. Hann skilur eftir sig stórt skarð,“ segir Ólafur en bætir við að það komi maður í manns stað. „Við eigum góðan markmann í Páli Gísla (Jónssyni),“ segir Ólafur en hann kom frá Breiðabliki fyrir tímabil- ið. Þórður mun þó ekki alveg segja skilið við liðið því allar líkur eru á því að Þórður muni taka að sér markmannsþjálfun liðsins. Þá hefur Bjarki Guðmundsson, fyrr- verandi markmaður Keflavíkur og KR, verið að æfa með Skaga- mönnum undanfarnar vikur og er mun hann að öllum líkindum semja við liðið á allra næstu dög- um. vignir@frettabladid.is ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON Hefur varið mark ÍA af stakri prýði síðustu ár og taldi sig eiga 3-4 góð ár eftir í boltanum. LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild kvenna: BREIÐABLIK–KEFLAVÍK 3–2 1–0 Edda Garðarsdóttir (37.), 1–1 Ólöf Helga Pálsdóttir (38.), 1–2 Donna Cheyne (41.), 2–2 Sandra Karlsdóttir (73.), 3–2 Gréta M. Samúelsdóttir (88.). VALUR–STJARNAN 7–0 1–0 Rakel Logadóttir (19.), 2–0 Dóra María Lárusdóttir, víti (27.), 3–0 Dóra María Lárusdóttir (55.), 4–0 Margrét Lára Viðarsdóttir (63.), 5–0 Nína Ósk Kristinsdóttir (70.), 6–0 Nína Ósk Kristinsdóttir (75.), 7–0 Rut Bjarnadóttir (87.). FH–ÍBV 1–0 1–0 Sif Atladóttir (70.). ÍA–KR 1–7 0–1 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (8.), 0–2 Ásgerður Ingibergsdóttir (27.), 0–3 Ásgerður Ingibergsdóttir (53.), 0–4 Catherine Winsted (61.), 0–5 Hrefna Jóhannsdóttir (65.), 1–5 Thelma Ýr Gylfadóttir (71.), 1–6 Ásgerður Ingibergsdóttir (83.), 1–7 Hrefna Jóhannsdóttir (85.). STAÐAN: KR 2 2 0 0 10–2 6 BREIÐABLIK 2 2 0 0 7–3 6 ÍBV 2 1 0 1 12–3 3 VALUR 2 1 0 1 8–4 3 KEFLAVÍK 2 1 0 1 4–3 3 FH 2 1 0 1 1–2 3 STJARNAN 2 0 0 2 1–10 0 ÍA 2 0 0 2 3–19 0 Spænski handboltinn: A. LEON–PORTL. SAN ANTONIO 36–25 CIUDAD REAL–TEUCRO 36–25 Ef Portland San Antonio hefði tapað eða gert jafntefli hefðu Ólafur Stefánsson og félagar orðið spænskir meistarar. Því miður fyrir okkar mann gerðist það ekki og endaði Ciudad í öðru sæti deildarinnar með 55 stig á meðan Portland hlaut alls 56 stig. Ólafur skoraði 2 mörk í leiknum. Adeamar Leon og Barcelona urðu í 3. og 4. sæti, bæði með 50 stig. Vináttulandsleikur í körfu: ÍSLAND–ENGLAND 78–59 Stig Íslands: Birna Valgarðsdóttir 20 (10 ís- lensk stig í röð í 3ja leikhluta), Helena Sverr- isdóttir 19 (4 stoðs., hitti úr öllum 10 vítun- um), Helga Þorvaldsdóttir 8 (50. landsleikur- inn), María Ben Erlingsdóttir 6 (11 mín.), Bryndís Guðmundsdóttir 5 (4 fráköst á 10 mín.), Stella Rún Kristjánsdóttir 5 (8 mín.), Signý Hermannsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 3 (7 fráköst, 4 stoðs., 3 varin), Hildur Sigurðardóttir 2 (5 stoðs.), Rannveig Randversdóttir 2. HANDBOLTI Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann stóran sigur á því færeyska í gær, 39-18, en leikið var ytra. Eftir fyrri hálf- leikinn var staðan 17-11, íslenska liðinu í vil, en í þeim síðari settu íslensku strákarnir í fluggírinn og völtuðu yfir heimamenn. Marka- hæstur í íslenska liðinu, sem ein- göngu er skipað leikmönnum sem leika á Íslandi, var Baldvin Þor- steinsson úr Val með tíu mörk. Andri Stefan og Vignir Svavars- son úr Haukum komu næstir en Andri skoraði sex mörk og Vignir fjögur. Þá stóðu markmenn liðsins sig afar vel og varði Birkir Ívar Guðmundsson úr Haukum 13 skot í fyrri hálfleik en Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður ÍBV, alls 14 skot í þeim síðari. Liðin eigast við að nýju í dag og er þá leikið í Þórshöfn. Landsliðið í handbolta: Stórsigur á Færeyjum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.