Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 58

Fréttablaðið - 22.05.2005, Síða 58
26 22. maí 2005 SUNNUDAGUR SUNNUDAGSVIÐTALIÐ > SIGURJÓN SIGHVATSSON „Þetta er með dýrustu heimild- armyndum sem gerðar hafa verið og er kostnaðurinn um þrjár millj- ónir evra sem samsvarar um 200 milljónum íslenskra króna,“ sagði Sigurjón þegar Fréttablaðið ræddi við hann í vikunni þar sem hann var staddur á hinni árlegu kvikmyndahátíð í Cannes. Sjálfur er Sigurjón frá Akranesi og þótt hann fylgist ekki með fótbolta „dagsdaglega“, eins og hann sjálf- ur komst að orði, er Sigurjóni vegna uppruna síns nánast skylt að fylgjast með fótbolta. „Menn komast ekki upp með annað á Akranesi,“ segir hann. Einn leikur skipti öllu máli Sigurjón vissi vel deili á Zi- dane áður en hugmynd um gerð einskonar ævisögu hans var laum- að að honum. „Hugmyndin að þessari mynd kviknaði fyrir tveimur árum og eru það tveir franskir myndlistarmenn sem leikstýra myndinni. Við hittum Zi- dane, bárum undir hann hug- myndina og honum leist vel á. Þetta er óvenjuleg mynd að mörgu leyti því hún er í svoköll- uðu „Real-time“ formi. Meðal- lengd bíómyndar er 90 mínútur, rétt eins og einn fótboltaleikur, og okkur fannst tilvalið að tvinna þetta saman,“ segir Sigurjón þeg- ar hann útskýrir hugsunina sem liggur á bakvið myndina sem þannig er í raun aðeins einn leikur með Real Madrid. „Áhugi minn á fótbolta er ekki síður tengdur þessum listræna þætti sem í honum felst. Í mínum augum er Zidane ekki bara fót- boltamaður, hann er listamaður. Og það er þess vegna sem þetta er svo áhugavert og í raun það sem hugmyndin snýst um – að sýna Zi- dane í listrænu ljósi,“ segir Sigur- jón og bendir á að það sé fjarri því að 90 mínútna löng myndin sé að- eins hefðbundinn fótboltaleikur þar sem öll augu beinast að einum manni. „Í gegnum myndina er fólk um allan heim heimsótt þar sem það er að horfa á leikinn, hvort sem það er heima, á bar eða hvar sem er. En alltaf er leikurinn í bak- grunni og þegar lítið er um að vera í honum mun Zidane tala ofan í myndskeiðið um æsku sína, feril sinn og drauma.“ Mikil áhætta Tökum á myndinni, eða leikn- um, er lokið. Fyrirfram var vitað að myndin stæði og félli með þess- um eina leik svo að vanda þurfti valið. Sigurjón segir að samningavið- ræður við alla hluteigandi hafi verið strembnar og öll trygginga- mál hafi til að mynda þurft að vera alveg á tæru þar sem fótbolti geti verið algjörlega óútreiknan- legur, eins og Sigurjón bendir á. „Hvað ef Zidane hefði til dæm- is meiðst eftir 10 mínútna leik, eða einfaldlega verið tekinn út af í hálfleik?“ spyr Sigurjón til að út- skýra mál sitt. En allar áhyggjur áttu eftir að reynast óþarfar því ekki er hægt að segja annað en að Sigurjón og félagar hafi dottið í lukkupottinn. „Við tókum hann upp í leik Real Madrid og Villarreal sem fram fór þann 23. apríl sl. Real vann leikinn og Zidane var mjög áberandi. Fyrst lagði hann upp mark fyrir Ronaldo og á lokamín- útunum fékk hann rauða spjaldið. Það er ekki oft sem hann fær rautt spjald þannig að þetta hefði í raun ekki getað orðið betra. Sannkallaður draumaleikur,“ segir Sigurjón. Búið var að tryggja rándýru framleiðsluna í bak og fyrir ef hlutirnir færu á annan veg en von- ast var eftir. „Við höfðum trygg- ingu fyrir því ef hann myndi meiðast á fyrstu 70 mínútunum. En fyrir rauðu spjaldi höfðum við enga tryggingu. Það var bara áhætta sem við tókum. Sem betur fer kom það á síðustu mínútunni,“ segir Sigurjón glottandi. Notast var við 20 myndavélar í leiknum sem allar beindust að Zidane á einn eða annan hátt og fylgdust nákvæmlega með hverri hreyfingu hans. Möguleikarnir eru þannig hámarkaðir eins og Sigurjón bendir á. „Við sjáum allt niður í fínustu svipbrigði á honum í hverju atviki.“ Þungavigtarmenn Eins og áður segir eru það eng- ir aukvisar í bransanum sem Sig- urjón fékk til að starfa með sér við vinnslu myndarinnar. Allt eru það þungavigtarmenn í Hollywood sem hafa starfað að stærstu kvikmyndum síðari ára, til að mynda „Saving Private Ryan“, „Toy Story“, „Jurassic Park“ og „Terminator“, og eiga hljóðmenn myndarinnar til dæm- is hátt á þriðja tug óskarsverð- launa á hillu sinni. „Og þar sem þetta er svo óvenjulegt og spennandi verkefni þá voru allir reiðubúnir að taka þátt í þessu fyrir mun lægri greiðslu en þeir eru vanir.“ Áætlunin er að frumsýna myndina á kvikmyndahátíðinni í Cannes á næsta ári, en það var í þeirri borg sem Zidane hóf einmitt að spila fótbolta. Hann- hefur auk þess áætlað að leggja skóna á hilluna að loknu næsta tímabili. Myndin mun því koma til með að rekja feril þessa eins fremsta knattspyrnumanns allra tíma á nánast sama tíma og hon- um lýkur. Í framhaldinu er fyrir- hugað að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum úti um allan heim og segir Sigurjón að dreifing hennar gangi vel. „Hún mun svo sannarlega vera sýnd á Íslandi þar sem fótboltaáhugi er mikill,“ segir Skagamaðurinn Sigurjón Sighvatsson að lokum. vignir@frettabladid.is LISTAMAÐUR EKKI SÍÐUR EN FÓTBOLTAMAÐUR Margfaldir óskarsver›launahafar í myndatöku, hljó›- vinnslu og listrænni stjórnun vinna nú me› Sigurjóni Sighvatssyni, athafnamanninum og kvikmyndafram- lei›andanum gó›kunna, a› n‡stárlegri heimildar- mynd um knattspyrnumanninn Zinedine Zidane. Myndin er ein sú d‡rasta sinnar tegundar í sögunni. SIGURJÓN SIGHVATSSON Hefur hingað til haldið sig að mestu við framleiðslu á leiknum Hollywood-myndum en er að feta nýjar brautir með heimildarmynd um Zidane. FARÐU Í STURTU, VINURINN Zidane hlaut rauða spjaldið á síðustu andartökum leiksins gegn Villarreal. Sigurjón segir það hafa verið æðislega við- bót við myndina og algjöran bónus við það sem lagt var upp með í upptökum. Og þar sem þetta er svo óvenjulegt og spennandi verkefni þá voru allir reiðubúnir að taka þátt í þessu fyrir mun lægri greiðslu en þeir eru vanir. ,, KÖRFUBOLTI „Áður en einvígið hófst var ég ekki viss um hvort hann hefði átt skilið að vera valinn verðmætasti leikmaður deildar- innar en nú er ég viss. Hann er bú- inn að vera ótrúlegur í þessum leikjum gegn okkur,“ sagði bak- vörður Dallas, Jerry Stackhouse, eftir að hafa horft upp á Steve Nash, leikstjórnanda Phoenix og nýkjörinn verðmætasta leikmann deildarinnar, nánast einan síns liðs slá út lið Dallas í úrslita- keppninni í NBA. Nash átti sann- kallaðan stórleik í fyrrinótt í sjötta leiknum gegn Dallas og tryggði liði sínu meðal annars framlenginu með þriggja stiga körfu í blálok venjulegs leiktíma. Undir forystu Nash og Shawn Marion var Phoenix sterkari aðil- inn í framlengingunni og fór að lokum með sigur af hólmi, 130- 126, og vann þar með einvígið 4-2. Nash vantaði aðeins eitt frá- kast upp á þrefalda tvennu en hann skoraði 39 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók níu fráköst. Marion var ekki síðri og skoraði 39 stig ásamt því að taka 16 frá- köst, þar sem 11 af stigum hans komu í framlengingunni. Þar með er ljóst að það verða Phoenix og San Antonio sem leiða saman hesta sína í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á meðan Miami og Detroit eigast við í und- anúrslitum Austurdeildarinnar. „Ég á varla orð yfir frammi- stöðu Nash gegn okkur,“ sagði gáttaður Avery Johnson, þjálfari Dallas, eftir leikinn en í síðustu fjórum leikjum einvígisins skor- aði Nash 37 stig að meðaltali, gaf 11,5 stoðsendingar og tók sjö frá- köst. „Hann hefur aldrei spilað betri körfubolta á sínum ferli og getur auðveldlega farið alla leið með þetta lið,“ bætti Johnson við. „Þetta voru frábærir leikir tveggja frábærra liða og ég er mjög feginn að hafa farið með sig- ur af hólmi,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Phoenix, eftir leikinn. „Góðu fréttirnar eru þær að við erum komnir áfram en vondu fréttirnar eru þær að San Antonio bíður eftir okkur með útglenntan kjaftinn. Það einvígi á eftir að verða rosalegt.“ - vig MIKLIR FÉLAGAR Steve Nash hjá Pheonix og Dirk Nowitzki hjá Dallas féllust í faðma eftir leikinn í fyrrinótt enda voru þeir liðsfélagar í nokkur ár hjá Dallas áður en Nash skipti um félag fyrir tímabilið í ár. Átta liða úrslitunum lokið í NBA-deildinni: Nash betri en enginn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.