Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 22.05.2005, Qupperneq 62
30 22. maí 2005 SUNNUDAGUR Áður fyrr státuðu Íslendingar af flestum metum miðað við höfðatölu. Vð gengum stolt um og hreyktum okk- ur af Jóni Páli, Hófí og Lindu, hreinu vatni, handboltalands- liðinu og víkinga- blóðinu. Þá var gaman að vera til. Þá var Ísland best í heimi. En varla lengur. Að minnsta kosti ekki miðað við frammistöðu okk- ar á alþjóðavettvangi á síðustu mánuðum. Íslenska landsliðið í handbolta má muna sinn fífill fegri eftir háðulega útreið á heimsmeistara- mótinu í Túnis í byrjun árs. Þá komumst við ekki upp úr riðla- keppninni. Í vikunni bárust fréttir af því að íslenska karlalandsliðið í knatt- spyrnu væri í 97. sæti á lista Al- þjóðaknattspyrnusambandsins og hefur sennilega aldrei verið neð- ar. Fyrir ofan okkur á listanum eru þjóðir sem hafa aldrei getað neitt í knattspyrnu og eiga fáa sem enga atvinnumenn, þjóðir á borð við Panama, Gíneu og Búrkína Fasó. Á sama tíma bárust fréttir af því að besti þjálfari landsins hefði svikið eitt sögufrægasta knatt- spyrnulið þess til að taka við forn- frægu liði á Englandi. Liðið reyndist síðan það sjötta lélegasta þar í landi. Á fimmtudag var botninum náð þegar við komumst ekki áfram úr forkeppni Júróvisjón. Þvílík skömm. Þvílík hneisa. Sem betur fer státum við þó enn af nokkrum metum. Íslend- ingar eru skuldsettasta fólk í heimi og vöruverð hér á landi er það hæsta sem þekkist. Við erum í toppbaráttunni í bílaeign og far- síma- og internetnotkun og börnin okkar eru alin upp af sjónvarpi og rítalíni sem þau skola niður með gosdrykkjum. Þetta eru dæmi um met sem við gleymum stundum en verða seint slegin af öðrum þjóð- um. Þetta eru met sem gera okkur að bestu þjóð í heimi. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON HEFUR ÁHYGGJUR AF ÞJÓÐINNI. Metalaust Ísland M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N -Stærsti fjölmiðillinn Fréttablaðið skorar og skorar! 0 5 10 15 20 25 30 35 40 39% 26% Íslendingar 18-49 ára Tölurnar tala sínu máli. Áhugamenn um íþróttir eru kröfuharður hópur. Íþróttafréttmenn Fréttablaðsins sinna þessum hópi vel eins og tölurnar sanna. Á meðal 18-49 ára Íslendinga lesa 52% fleiri íþróttasíður Fréttablaðsins. samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup maí 2005 ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Ég hangi á múrvegg.... Maður í kjólföt- um kemur inn... Vondur maður sem heldur á míkrafón á ógeðslegan hátt... Kraftaverki líkast bætast fleiri í hópinn, klæddir eins og fífl. Þeir byrja að spila.... Og þeir spila.. og þeir spila... og þeir spila! Þeir hætta aldrei! Aldrei!! *blika djúp og skær* *Bláu augun þín...* Svo þetta er þín hug- mynd af helvíti. Verra gerist það ekki! Tjahh... Í minni útgáfu er ég líka bundinn fastur við vegg, smurður í eggjalíkjör og klæddur eins og Karl Breta- prins og.... TAKK!!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.