Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvað heitir forseti Indlands sem erhér í opinberri heimsókn? 2Hver vann prestkosninguna í Vopna-firði? 3Hvar var valin besta stuttmyndin áReykjavík Shorts & Docs í ár? SVÖRIN ERU Á BLS. 30 VEISTU SVARIÐ? 8 31. mai 2005 ÞRIÐJUDAGUR Íslandsbanki styrkir Reykjavíkur Maraþon: Bjarni forstjóri stefnir á 21 kílómetra SAMNINGUR Íslandsbanki verður að- alstyrktaraðili Reykjavíkur Mara- þons næstu þrjú ár og mun það nefnast Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþon. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, og Knútur Óskarsson, formaður Reykjavíkur Maraþons, undirrituðu samning þess efnis í gær. Markmið hans er að efla áhuga almennings á hlaupinu og stuðla að aukinni hreyfingu og hreysti. Hlaupinu verða gerð skil á heima- síðu bankans og þar verður hægt að skrá sig til þátttöku, setja sér mark- mið og fá æfingaáætlun. Bjarni Ármannsson hleypur reglulega og hefur lengst hlaupið hálft maraþon. Hann hyggur á þátt- töku í Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþoni í sumar en vill sem minnst segja um hve langt hann muni hlaupa. „Það verður að koma í ljós. Maður má ekki hlaupa fram úr sjálfum sér, markmiðin verða að vera raunhæf,“ segir Bjarni. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir að hann stefni á að hlaupa hálfmaraþon, sem er 21 kíló- metrar. - bþs Umhverfisráðherra afhendir Grænfánann: Allir skólar á Hvanneyri grænir UMHVERFISMÁL Mikil vakning er í umhverfismálum á Hvanneyri Í síðustu viku afhenti Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra krökkunum á leikskólanum Andabæ á Hvanneyri Grænfána fyrir umhverfisvernd í skólanum en skólinn hefur tekið þátt í verk- efninu frá því í fyrrahaust. Grunnskólinn á Hvanneyri, Andakílsskóli, hefur hinsvegar haft Grænfánann frá árinu 2002. Nú er svo komið að Landbúnað- arháskóli Íslands, en höfuðstöðv- ar hans eru á Hvanneyri, vill ekki vera neinn eftirbátur í umhverfis- málum sveitarinnar og hefur því sóst eftir því að taka þátt í verk- efninu. Að sögn Ásdísar Helgu Bjarnadóttur, lektors og verkefn- isstjóra umhverfisnefndar há- skólans, gengur verkefnið vel en hins vegar hafa samtökin ekki veitt háskóla fánann áður og er nú unnið að því að laga verkefnið einnig að háskólum. Landbúnað- arháskólinn stefnir svo að því að verða fyrsti háskólinn til að fá fánann en samkeppnin er hörð þar sem háskólar í Rússlandi og á Ítalíu hafa það einnig á stefnu- skrám sínum. - jse Eldur kviknaði í íbúð að Mánagötu í Reykjavík: Kona og ungbarn bjargast úr eldsvo›a ELDSVOÐI „Það var fyrir mestu að enginn slasaðist og tjónasérfræð- ingar eru bjartsýnir um að bjarga megi töluverðu af innanstokks- munum,“ segir Stefán Pálsson, safnvörður og dómari í Gettu bet- ur, en kona hans og barn björguð- ust þegar kviknaði í íbúð þeirra að Mánagötu um eftirmiðsdagsbil í gær. Stefán var ekki sjálfur heima þegar eldurinn kom upp en segir konu sína hafa gripið barnið í snarhasti þegar eldsins varð vart og hlaupið út. „Þá hringdi hún á Neyðarlínuna og slökkvilið var komið innan skamms. Því gekk greiðlega að slökkva eldinn en hann var mestur í eldhúsinu og þar urðu töluverðar skemmdir, sérstaklega vegna sóts, enda íbúð- in lítil. Ég þarf líklega að rífa eld- húsinnréttinguna og setja upp nýja en sérfræðingar segja mér að mörgum öðrum innanstokks- munum verði hægt að bjarga þrátt fyrir reykskemmdir.“ - aöe Lögfræðingur hunds heldur baráttunni áfram: Mál Taraks kært til úrskur›arnefndar DÝRAHALD Lögfræðingur hunds- ins Taraks, Jón Egilsson, ætlar að kæra niðurstöðu Umhverfis- ráðs í máli hans til úrskurðar- nefndar um hollustuhætti og mengunarvarnir. Umhverfisráð vísaði endurupptöku málsins frá á fundi sínum í gær, en lögmað- urinn hafði farið fram á að mál- ið yrði tekið þar upp öðru sinni. Mál Taraks hefur gert víð- reist í borgarkerfinu. Það fór upphaflega fyrir Umhverfis- og heilbrigðisnefnd, sem úrskurð- aði að hundurinn skyldi aflífað- ur. Ástæðan var sú að í ágúst á síðasta ári hafði hann glefsað í stúlkubarn og faðir barnsins kært til lögreglu. Úrskurðinum var áfrýjað til umhverfisráðs. Auk lögfræðiaðstoðar fór hund- urinn í víðtækt skapgerðarmat og heilsufarsskoðun hjá sér- fræðingum. Umhverfisráð úr- skurðaði að hundurinn, sem er roskinn Collie-hundur, skyldi fá að lifa en yrði gerður útlægur úr Reykjavík, þar sem eigendur hans búa. Lögmaður hundsins reyndi að leita sátta í málinu, meðal annars með endurupp- töku þess hjá Umhverfisráði. Því var hafnað í gær, sem fyrr sagði. „Þessi niðurstaða er fárán- leg,“ sagði lögmaðurinn. „Ef menn myndu líta á málið af sanngirni, þá ætti hundurinn, sem á ekki nema 2-3 ár ólifuð, að fá að vera hjá fjölskyldu sinni, sem býr við bestu aðstæður. Það er mannvonska og skilnings- leysi að ætla að rífa hann í burtu.“ - jss STJÓRN FÉLAGS KVENNA Í ATVINNU- REKSTRI Nýr formaður félagsins er Margrét Kristmannsdóttir. Hildur Petersen, Sofia Johnson, María Maríudóttir, Aðalheiður Karlsdóttir, Katrín Pétursdóttir og Svava Johansen skipa auk hennar stjórnina. Félag kvenna í atvinnurekstri: Nóg a› reka fyrirtæki ATVINNULÍF Konur sem reka fyrir- tæki fá nú aðgang að Félagi kvenna í atvinnurekstri en áður þurftu konur bæði að eiga og reka fyrirtæki til að fá að vera í félag- inu. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og voru þá samþykktar breytingar á lögum félagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að það hafi sætt gagnrýni fyrir að setja aðild að félaginu svo þröngar skorður, en breytingarnar gera fleiri konum í áhrifastöðum kleift að gerast félagar. Félagskonur eru um 380 talsins en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi verulega eftir breyt- ingarnar. -ht ÞAGGAÐ NIÐUR Í MARCO Í HÉRAÐS- DÓMI Fær ekki að ljóstra upp um leyndarmál Baldvins- fjölskyldunnar STARFI NÁM S A M H L I Ð A MARKINU NÁÐ Bjarni Ármannsson, for- stjóri Íslandsbanka, og Knútur Óskarsson, formaður Reykjavíkur Maraþons, fagna samningnum á hlaupum. LEIÐRÉTTING Missagt var í blaðinu í gær að lög- reglan í Vík í Mýrdal hefði þurft að hafa talsverð afskipti af gestum á mótorkrossmóti í bænum. Mótið var haldið á Kirkjubæjarklaustri og segir lögreglan að ólætin hafi ekki verið bundin við gesti móts- ins, heldur og aðra sem leið áttu um Klaustur um nýliðna helgi. GREITT ÚR GRÆNFÁNANUM Sigríður Anna greiðir hér úr Grænfánanum með krökkunum í Andabæ á Hvanneyri. ENN TEKIST Á UM TARAK Lögmaður Taraks kveðst ætla að kæra niðurstöðu Umhverf- isráðs til úrskurðarnefndar. Enn er því ekki útséð um hvort Tarak og Snædís eigandi hans verða að skilja. FRÁ SLYSSTAÐNUM Greiðlega gekk að slökkva eldinn, sem var aðallega í eldhúsi íbúðar- innar, en reykskemmdir voru töluverðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.