Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 10
31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR Starfsmenn sveitarfélaga og launanefndin semja: Tuttugu prósenta hækkun KJARAMÁL Kjölur og önnur félög starfsmanna sveitarfélaga í Starfsgreinasambandinu og Sam- flotinu svonefnda skrifuðu undir nýjan kjarasamning við launa- nefnd sveitarfélaga síðastliðið sunnudagskvöld. Þrjú til fjögur þúsund starfsmenn sveitarfélaga víðs vegar um land eiga aðild að samningnum. Anna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar, segir að samn- ingurinn gildi frá 1. apríl til 30. nóvember 2008 og feli í sér liðlega 20 prósenta launahækkun á samn- ingstímanum. Ný launaflokkaröð- un tekur gildi 1. júní 2006 sem kemur sumum hópum til góða en öðrum ekki. Samningurinn gerir meðal annars ráð fyrir þriggja prósenta hækkun launa 1. janúar ár hvert út samningstímann. Félög bæjarstarfsmanna í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akra- nesi slitu samningaviðræðum á laugardag vegna ágreinings um starfsmat og áhrif þess á kaup og kjör. Félögin þrjú töldu tilboð nefndarinnar óviðunandi og kröfðust sérstakrar bókunar í kjarasamningi fyrir þá sem starfsmat nær ekki til. - jh Eldflaugama›urinn s‡ndi Ólafi Alpana Samstarf í tækni- og lyfjaflróun er efst á baugi í opinberri heimsókn Indlands- forseta, en hann kynnti sér einnig vi›vörunarkerfi Íslendinga vegna jar›- skjálfta og annarra náttúruhamfara. BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti, og ríkisstjórn Íslands tóku formlega á móti dr. A.P.J. Abdul Kalam Indlandsforseta á Bessastöðum klukkan 10.15 í gær- morgun. Eftir móttökuna ræddu þeir saman í rúman hálftíma áður en þeir ræddu við íslenska og ind- verska blaðamenn. Á fundinum ræddu forsetarnir samstarf land- anna og þá einkum í tækni- og lyfja- þróun. Dr. Abdul Kalam er geimverk- fræðingur að mennt og er einn virt- asti vísindamaður Indverja, oft kall- aður Eldflaugamaðurinn. Í störfum sínum sem forseti hefur hann eink- um einbeitt sér að því að Indland verði orðið þróað iðnríki árið 2020, en staða Indlandsforseta í stjórn- kerfinu er sambærileg og staða for- seta Íslands. Ólafur Ragnar sagði frá því á blaðamannafundinum að dr. Abdul Kalam hefði skellt tölvu upp á borðið og sýnt vikugamlar myndir sem nýjasti gervihnöttur Indverja hafi tekið af Ölpunum, og líkti Ólafur Ragnar þeirri sýningu við gönguferð í gegnum Alpana. Eftir blaðamannafundinn fóru forsetarnir ásamt fylgdarliði sínu á Nordica Hotel á viðskiptaráðstefnu sem efnt var til af íslensk-indverska verslunarráðinu, sem stofnað var í byrjun mánaðarins. Um 100 gestir voru á ráðstefnunni. Að henni lok- inni heimsótti dr. Abdul Kalam höfuðstöðvar Actavis í Hafnarfirði og lagði þar hornstein að nýrri byggingu. Því næst var haldið upp í Há- skóla Íslands þar sem Páll Skúlason, rektor Háskólans, og Magnús Jóns- son veðurstofustjóri tóku á móti honum. Veðurstofan var með sér- staka dagskrá um viðvörunarkerfi vegna jarðskjálfta og annara nátt- úruhamfara, en einnig heimsóttu forsetarnir Norrænu eldfjallastöð- ina og hittu stúdenta í Öskju. Að lok- um heimsótti Indlandsforseti Stjórnstöð almannavarna í Skógar- hlíð. Um kvöldið buðu íslensku for- setahjónin síðan til kvöldverðar í Listasafni Íslands. Í dag mun dr. Abdul Kalam meðal annars snæða hádegisverð með Halldóri Ásgrímssyni forsætis- ráðherra á Þingvöllum og heim- sækja Nesjavelli og kynna sér starf- semina þar. Heimsókninni lýkur á morgun. grs@frettabladid.is ÍSAFJARÐAR 5.199 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.299kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 1. - 7. júní EGILSSTAÐA 5.999 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Reykjavíkur og kr. GRÍMSEYJAR 3.499 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 4.499 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð! Milli Akureyrar og kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 85 59 0 5/ 20 05 Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.940 kr. aðra leiðina. flugfelag.is FYLGST MEÐ VIÐBRÖGÐUM Í SKÓGARHLÍÐ Ólafur Ragnar Grímsson og dr. A.P.J. Abdul Kalam heimsóttu Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð í gær. Á blaðamannafundi sem haldinn var á Bessastöðum fyrr um daginn varð þeim tíðrætt um annars vegar elsta og hins vegar fjölmennasta lýðveldi heims. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ARNA JAKOBÍNA BJÖRNSDÓTTIR Formaður Kjalar. BAGDAD, AP Allt að þrjátíu manns týndu lífi í sjálfsmorðssprengju- árás í bænum Hillah í Írak í gær. Á meðan handtóku bandarískar her- sveitir háttsettan stjórnmálamann úr hópi súnnía í misgripum. Sprengjutilræðið í Hillah í gær- morgun var vandlega skipulagt en þá smeygðu tveir menn með sprengjur innanklæða sér í hóp 500 lögreglumanna sem mótmæltu nið- urskurði í þeirra röðum. Til að valda sem mestum skaða kveiktu þeir á vítisvélum sínum með einnar mínútu millibili og þegar yfir lauk lágu allt að þrjátíu manns í valnum. „Ég sá allt í einu risastóran eld- hnött og líkamsleifar fljúgandi um allt. Í kjölfarið tóku lögreglumenn að skjóta upp í loftið í örvæntingu sinni,“ sagði Jiwad Kadhim Hamid, sjónarvottur að harmleiknum. Íraskar og bandarískar öryggis- sveitir héldu í gær áfram aðgerðum sínum gegn uppreisnarmönnum. Bandarískir hermenn handtóku í misgripum Mahsen Abdul-Hamid, leiðtoga stærsta stjórnmálaflokks súnnía og fyrrverandi forseta íraska ráðgjafarráðsins sem sett var á fót í kjölfar innrásarinnar 2003. Honum var sleppt skömmu síðar. Flokkur hans hafði áður varað við því að í skjóli aðgerðanna yrðu saklausir borgarar áreittir. ■ Enn er ráðist að lögreglumönnum í Írak: Tugir falla í tvöfaldri sjálfsmor›sárás M YN D /AP SÁR EN Á LÍFI Lögreglumaður frá Hillah lætur gera að sárum sínum á sjúkrahúsi í bænum í gær. Allt að þrjátíu manns dóu í árásinni og á annað hundrað særðist.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.