Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 18
Hafragrautur Morgunmaturinn er mikilvægasta máltíð dagsins þar sem líkaminn nær sér í orku fyrir daginn. Hafragrautur er tilvalinn morg- unmatur þar sem hann hækkar blóðsykurinn hægt, svo að orkan endist langt fram á dag, auk þess sem hann er trefja- og járnríkur. [ ] YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA SUMARYOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is NÝTT Í HEILSUHÚSINU! • Spatone hentar afar vel eldra fólki. • Spatone er kjörið fyrir þá sem eru að jafna sig eftir veikindi. • Spatone er laust við öll aukaefni. • Spatone veldur ekki óþægilegum aukaverkunum. Spatone, algerlega náttúrulegt fljótandi járn. Spatone er litlum skammtapokum og nægir einn á dag til að fullnægja járnþörf kvenna og stúlkna. Konur turfa járn Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 11–17 Heilsuvörur og matstofa Við mælum beinþéttni Pantaðu tíma í Lágmúla í síma 533 2308 Smáratorgi í síma 564 5600 Sykurlaus jógúrt! Hreina lífræna jógúrtin frá Biobú er framleidd án sykurs. A›eins er nota›ur lífrænn hrásykur í ö›rum jógúrt tegundum frá Biobú. Biobú ehf. • Stangarhyl 3a • Sími: 587 4500 • Netfang: biobu@biobu.is • www.biobu.is w w w .b io bu .is v ar k os in n be st i í sl en sk i b æ nd av ef ur in n vinnur gegn fílapenslum og bólum. Bindur bakteríur og húðflögur og dregur þær til sín. Silicol Skin Þannig getur þú haldið húð þinni mjúkri og hreinni og komið í veg fyrir bólur. Fæst í apótekum. Hermannaveikin afbrigði af lungnabólgu Eldra fólki er mun hættara við hermannaveiki en því yngra, einkum ef undirliggjandi sjúk- dómar eru fyrir hendi. Hermannaveiki hefur verið í fréttum að undanförnu eftir að Íslendingur veiktist alvar- lega af henni er hann var ný- kominn heim frá Róm. En hvað er hermannaveiki og hvernig smitast hún? Hermannaveiki er ein tegund lungnabólgu. Nafngiftin er til- komin vegna þess að hún greind- ist fyrst árið 1976 eftir að hátt í tvö hundruð fyrrverandi hermenn veiktust á ráðstefnu í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Veikin smitast hins vegar ekki milli manna held- ur berst hún með úða frá meng- uðu vatni. Það er bakterían Legionella sem veldur hermannaveikinni. Hún fyrirfinnst víða í náttúrulegu umhverfi en verður fyrst hættu- leg þegar hún nær að fjölga sér. Kjörhitastig bakteríunnar er um 30-40˚C en hún getur fjölgað sér við lægra hitastig. Gróðrarstíur hennar geta verið í loft- og vatns- kælikerfum sem notuð eru í stór- um verslunarmiðstöðvum, iðnað- arhúsnæði og á hótelum og gefa frá sér úða. Meðgöngutími hermannaveiki frá smiti og þar til einkenna verð- ur vart, er yfirleitt 2-10 dagar. Fyrstu einkenni hennar eru slapp- leiki, höfuðverkur og bein- og vöðvaverkir. Síðan fylgir hrollur og hár hiti, þurr hósti og önnur einkenni frá öndunarvegi. Stund- um líka niðurgangur. Ungt fólk getur fengið bakterí- una án þess að veikjast en líka eru dæmi um bráð einkenni hjá ungu fólki. Beinverkir, hiti og höfuð- verkur kemur þá fram og gengur yfir á nokkrum dögum án með- ferðar. Hinsvegar er hermannaveikin hættuleg eldra fólki sem hefur skert ónæmiskerfi, til dæmis vegna annarra lungnasjúkdóma, nýrnabilunar, reykinga eða áfengissýki. Hermannaveiki er meðhöndluð með sýklalyfjum og í mörgum til- fellum er þörf á sjúkrahúslegu. Andlátstíðni sjúklinga með veik- ina er milli 5 og 30 af hundraði. Það sem af er árinu hafa fimm einstaklingar greinst með her- mannaveiki á Íslandi að því er fram kemur á vef landlæknis. Þó er enginn faraldur að ganga yfir hér á landi. ■ SÖLVI GEFUR GÓÐ RÁÐ Liðleiki Fjölmörg okkar stunda einhvers konar líkamsrækt. Það sem ég held samt að flest okkar klikki á er að það er nauð- synlegt að stunda þjálfun sem okkur finnst sjálfum skemmtileg. Einnig verð- ur þjálfunin að vera fjölbreytt og svo megum við ekki gleyma að byrja á okkar hraða, sem þýðir fyrir okkur flest að við byrjum RÓLEGA! Það getur einnig virkað mjög vel að byrja að stunda þjálfun í góðum félagsskap. Af þremur líkamlegum þáttum þjálfun- ar, styrkleika-, úthalds/fitubrennslu- og liðleikaþjálfunar, verður liðleikaþjálfun- in oftast út undan. Liðleikaþjálfun – teygjur Það sem skiptir líklega mestu máli varðandi liðleikaþjálfun, sem og alla aðra þjálfun, er að okkur líði vel með- an hún er stunduð og valdi vellíðan – líka á milli æfinga! Ávinningur liðleikaþjálfunar er meðal annars að: 1. Fá fram slökun í vöðva 2. Draga úr vöðvakrampa 3. Lengja vöðva og koma í veg fyrir styttingar 4. Hindra samgróning í vöðvum 5. Halda vöðvajafnvægi Talið er að 80% allra bakvandamála séu tilkomin vegna ójafnvægis í vöðv- um, vöðvafestingum og þess háttar. Þetta er ein af ástæðum þess að svo margir hljóta bata af því að teygja, hvort sem það er í líkamsræktarstöð- inni, í jóga eða á einhvern annan hátt. Hvernig er best að teygja? Svar mitt er eitthvað á þessa leið: Að fara í einhverja stöðu þar sem teygir á vöðvunum, ekki bara liðamótunum, þar sem þú teygir á en EKKI meira en svo að vöðvinn geti slakað á undan teygjunni! Öndun Góður mælikvarði er að þú getir and- að djúpt frá og að þér meðan á teygj- unni stendur. Eins og Billi (Brynjúlfur Jónatansson) jógakennari og vinur minn kenndi mér að útskýra fyrir fólki, að hugsa sér að þegar maður andar að sér þá sé það eins og að hella vatni í könnu, þar sem vatnið kemur fyrst neðst í könnuna og fyllir hana síðan rólega neðan frá. Almennt er ráðlagt að stunda teygjur með því að gera 8-10 teygjuæfingar, dreift jafnt á allan líkamann. Þá er ágætt að halda hverri teygju í lágmark 15-30 sekúndur (ég ráðlegg fólki að nota frekar tilfinningu fyrir teygjunni og áhrifum hennar á líkamann en klukk- una) Þetta hollráð, og önnur, er að finna á vefsvæði Heilsuráðgjafar, www.heils- uradgjof.is. Sölvi Fannar Viðarsson Er framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar. Hann hefur starfað við einka- þjálfun og heilsuráðgjöf um árabil.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.