Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR Frjáls íbúðalán 4,15% verðtryggðir vextir Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Engin sk ilyrði um önn ur bankav iðskipti 100%veðsetningarhlutfall SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Orkuflæ›i› í umhverfinu Það er til næg orka til enn frekariálvæðingar, var boðskapur helgar- fréttanna. Skrítið þetta með orkuna – hún leynist víða. Það býr orka í iðrum jarðar, á yfirborðinu, í háloftunum, heill hellingur í himingeimnum og svo eru manneskjur misjafnlega orku- miklar. Sumir orka ekki meir. Aðrir eru fullir orku og nýta hana til mis- góðra verka. Hugarorka getur líka verið sterk. Hún getur verið yfirnátt- úruleg og svo getur hún líka verið uppspretta mikilla mannlegra afreka sem leiða til framþróunar og bættrar framtíðar. Svo geta menn eytt allri sinni orku í gamlar meinlokur og unn- ið markvisst að einhæfni, einangrun og stöðnun. Á BRESKA ljósvakamiðlinum BBC má heyra ítarlega fréttaþætti um orkunýtingu og orkusparnað. Í London ku tjallinn breyta bílum yfir í própangasbíla til að draga úr mengun. Þar finna menn sára þörf fyrir hreina orku sem ekki veldur gróðurhúsaá- hrifum. Í Nýju-Delí á Indlandi glíma menn við lungnasjúkdóma í miðborg- inni vegna mengunar. Í Dakha í Bangladess setja ráðamenn lög um bílaeign. Í Sao Paulo í Brasilíu verja borgarar meiri fjármunum í bílaflota en menntun barna sinna. Vestur í San Fransiskó er áherslan á umhverfis- vænar almenningssamgöngur og þeir fá frítt sem ferðast um Gullna hliðið þrír eða fleiri í bíl. Ójöfn dreifing og nýting orkulinda í veröldinni er meg- inorsök ört vaxandi umhverfisvanda – græðgi og misskipting veraldarauðs er uppsprettan, segja sérfræðingar sem ræða málin hjá BBC. Þar er um- hverfisumræða að verða alvöru póli- tík í fjölmiðlum. EN NÓG er af íslenskri orku. Hér fer hún líka í ótæpilegt hugmyndaflug við sölu ríkiseigna og orkumiklir menn skipuleggja flókin bankahrossa- kaup. Orka menntamálayfirvalda fer um þessar mundir í að boða skóla- gjöld. Með því skal hefja hið eftir- sóknarverða ferli að framhaldsnám verði fyrir þá efnameiri. Lágstétt myndar heppilegt mótvægi í samfé- lagi misskiptingar. Fáfræði og fátækt þarf til að skapa slíka stétt. Það gerist meðal annars með skólagjöldum og fjöldaframleiðslu á láglaunastörfum. Mennt er máttur, sagði glaður maður á góðri stundu. Kannski er þessi mennt sú allra besta orkuveita sem veröldin geymir enn um sinn. ■ BAKÞANKAR KRISTÍNAR HELGU GUNNARSDÓTTUR Gulli Helga Laugardagsmorgna 9-13

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.