Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 46
30 31. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR . Lárétt: 1hæla,5asa,6ka,7ma,8ber, 9húna,10al,12inn,13rós,15ag, 16inni,18 æður. Lóðrétt: 1hamfarir, 2æsa,3la,4farang- ur, 6kenna,8búi,11 lón,14snæ,17ið Morðið í Hamraborg Síðustu orð Sæunnar: „Láttu mig vera!” Ace, fyrrverandi gítarleikari hljómsveitarinnar Skunk Anansie, mun stjórna upptökum á nýrri plötu frá íslensku rokksveitinni Dikta. Síðasta plata Dikta, Andartak, kom út fyrir tveimur árum og vakti töluverða athygli fyrir kröft- ugt rokk. Sveitin spilaði á síðustu Iceland Airwaves-hátíðinni eins og Ace og upphófst samstarf við hann í kjölfarið. „Hann heyrði okkur ekki spila því hann var að plötu- snúðast á Gauknum á sama tíma,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, forsprakki Dikta. „Við sendum honum efni og hann var virkilega áhugasamur og langaði mikið til að vinna með okkur. Við gátum ekki sagt nei.“ Ace, sem nýverið stofnaði hljómsveitina Inner Mantra, hefur gert nokkuð af því að taka upp plötur upp á síðkastið, m.a. fyrir King Prawn og Widescreen, á milli þess sem hann hefur ferðast um heiminn sem plötusnúður. Heiðar játar að hafa verið mikill aðdáandi Skunk Anansie í gegnum tíðina. „Við höfum allir hlustað töluvert mikið á bandið. Ég fór á báða tón- leikana þeirra hérna og þeir fyrri voru fyrstu stóru tónleikarnir sem ég fór á. Ég hef verið að rifja þetta gamla efni upp og þetta er ótrú- lega skemmtileg músík.“ Upptökur á annarri plötu Dikta hefjast um miðjan júní og er hún væntanleg í búðir í haust. ■ DIKTA Hljómsveitin Dikta fær góða hjálp við upptökur á sinni annarri plötu. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 A.P.J. Abdul Kalam. Stefán Már Gunnlaugsson. Slavek the Shit. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands, gerir það ekki endasleppt þessa dagana. Um helgina var aðalfundur Skák- sambandsins þar sem hún var end- urkjörin. „Ég hef setið nokkra fundi en þessi var með þeim skemmtilegri,“ segir hún og var að sjálfsögðu ánægð með endur- kjörið. „Það voru góðar og gagn- legar umræður sem þarna fóru fram og við finnum fyrir miklum meðbyr,“ segir hún og bætir við að tekist hafi að ná flestum þeim markmiðum sem sett hafi verið fyrir árið. „Fjöldi þátttakenda tvö- faldaðist á Íslandsmóti barna og stelpum fjölgaði,“ segir Guðfríður en hún telur engu að síður að enn sé margt eftir ógert. „Skákin er ekki kominn á sama stall og fót- bolti,“ segir hún og greinilegt að hún og sambandið ætla að láta mikið til sín taka á næstu misser- um. Það er þó ekki bara Skáksam- bandið sem á hug hennar allan því hún er á leiðinni til St. Pétursborg- ar í sumar til þess að vera við- stödd brúðkaup góðvinar síns og kóngsins í skákinni, Gary Kasparov. „Við kynntumst á Ólympíuskákmóti árið 2002 og höfum haldið góðu sambandi síðan,“ segir Guðfríður Lilja en vill þó gera sem minnst úr öllu þessu. „Athöfnin verður ekki stór heldur fer fram í viðurvist nán- ustu ættingja og vina,“ segir hún en brúðina þekkir hún einnig vel. Guðfríður hefur mikið álit á vini sínum, sem hún segir vera besta skákmann sögunnar, að öðrum ólöstuðum. „Það er hálf- sorglegt að hann skuli vera hættur að tefla því það er ótvírætt hvað hann hefur gert fyrir skákina,“ segir hún en Kasparov hefur ákveðið að beita sér alfarið í bar- áttunni gegn því sem hann segir vera einræðisstjórn Pútins. „Auð- vitað hefði maður viljað sjá hann lengur að en hann hefur jú verið á toppnum í tuttugu ár og það er ein- faldlega annað sem á hug hans um þessar mundir,“ segir hún og þykir ólíklegt að „Íslendingurinn“ Bobby Fischer og Kasparov eigi eftir að tefla. „Ég leyfi mér að efast um að Fischer þori í Kasparov í hefðbundinni skák.“ freyrgigja@frettabladid.is GUÐFRÍÐUR LILJA Finnst sorglegt að góðvinur hennar Kasparov skuli vera hættur taflmennsku en skilur þó vel baráttu hans. ...fær Grímur Hákonarson fyrir stuttmyndina Slavek the Shit, sem var valin besta stuttmyndin á Short & Docs hátíðinni. HRÓSIÐ Lárétt: 1 hrósa, 5 flýti, 6 íþróttafélag, 7 skóli, 8 nakin, 9 þjóðflokkur fyrr á tímum, 10 verkfæri, 12 stefna, 13 blóm, 15 silfurtákn, 16 ekki úti, 18 fugl. Lóðrétt: 1 náttúruspjöll, 2 hleypa upp, 3 tónn, 4 föggur, 6 fræða, 8 af hollensk- um ættum, 11 uppistaða, 14 snjó, 17 hreyfing. LAUSN Gítarleikari Skunk a›sto›ar Dikta Dótið? The WheelSurf. Sem er? The WheelSurf er aðeins fyrir þá sem þora að taka áhættu, fyrir þá sem vilja koma adrenalíninu af stað. Þetta er eitt stórkost- legasta hjól sem fundið hefur verið upp enda var mikið lagt upp úr hönnun þess. WheelSurf er keyrt áfram af bensínknúinni vél. Hvernig virkar það? Hjólið er byggt upp á tveimur römmum, innri og ytri. Innri ramminn inniheldur þrjá hringi sem tengdir eru við ytri hringinn. Ytri ramminn er sá sem snertir jörðina og er þakinn gúmmíi. Sá sem stýrir hjólinu situr í innri hringnum en þar er einnig að finna vélina, bremsuna, mekanismann og bensíntankinn. Þegar rúllað er um á hjólinu er eins og yfirborðið breytist í vatn, það líður áfram á þægilegan hátt enda ögrar hjólið þyngdarlögmálinu. Lýsing? Vélin í WheelSurf er tveggja strokka 56 kúbika. Mót- orinn vegur aðeins um 4,5 kíló og gengur fyrir blýlausu bensíni. Bensíntankurinn tekur um tvo lítra. Hjólið er 8,2 sekúndur að ná 40 kílómetra hraða og það þarf um fimm metra til að stöðva hjólið þegar það hefur náð fullum hraða. Ummál hjólsins er um 1,70 metri. Hvar fæst það? Ekki er langt síðan byrjað var að selja WheelSurf-hjólið í Evrópu en það nýtur gríðarlegra vin- sælda í Norður- og Suður-Ameríku. Allar upplýsingar um hjólið má finna á heimasíðunni wheelsurf.nl. Verð? Hjólið er svolítið dýrt en það kostar 4.500 evrur, eða um 360.000 íslenskar krónur. Fólk má þó ekki setja verðið fyrir sig enda er um einstakan grip að ræða sem kemur manni hvert á land sem er. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR: Á LEIÐINNI TIL RÚSSLANDS Skákdrottning í brúðkaupi Kasparovs 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 DÓTAKASSINN » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á ÞRIÐJUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.