Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 2
EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn hækk- aði stýrivexti um hálft prósentustig í gær. Allar líkur eru því á því að vextir á skammtímalánum, yfir- drætti og kreditkortaskuldum hjá bönkunum hækki í kjölfarið. Seðlabankinn hefur nú hækkað vexti úr 5,3 prósentum í 9,5 síðan í maí í fyrra. Sem fyrr eru rökin fyrir hækkuninni þau að hætta sé á að verðbólga verði í hagkerfinu þegar yfirstandandi tímabili stórfram- kvæmda lýkur. Greiningardeild KB banka sagði í hálf fimm fréttum í gær að vaxta- hækkunin væri meiri en búist hefði verið við. Það þýðir að allar líkur eru á því að gengi krónunnar styrk- ist ennþá frekar á mánudaginn, en gengið hafði lækkað nokkuð skarpt í aðraganda vaxtaákvörðunarinnar þar sem búist var við minni hækk- un. Fram kom í máli Birgis Ísleifs Gunnarssonar seðlabankastjóra í gær að nú væri verðbólga engin ef litið væri framhjá hækkun á hús- næðisverði. Hins vegar væri sú hjöðnun á verðbólgu líklega tíma- bundin. „Sennilegt er að verðbólga aukist á ný þegar áhrif gengishækk- unar krónunnar frá desember síð- astliðnum og breytinga á meðferð vaxtakostnaðar í húsnæðislið vísi- tölu neysluverðs hafa fjarað út og dregur úr áhrifum óvenjumikillar verðsamkeppni á lágvöruverðs- markaði,“ sagði Birgir Ísleifur. - þk 2 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Enn hækka stýrivextir Seðlabankans: Gengi› líklega áfram sterkt Lík kornabarna finnast í frystikistu: Mó›ir játar a› hafa myrt börn sín VÍN, AP Mikill óhugnaður ríkir í Austurríki eftir að lögreglan í Graz skýrði frá því að hún hefði fundið lík fjögurra kornabarna. Móðir þeirra hefur játað að hafa banað þeim í örvæntingu sinni vegna fjárhagsstöðu. Fyrstu tvö líkin fundust á mánudaginn í frystikistu í hús- inu þar sem konan býr en ná- granni hennar ætlaði að ná sér í rjómaís. Lögregla var þegar kölluð á vettvang og fann tvö lík til viðbótar, eitt í málningarfötu sem fyllt hafði verið með steypu og grafin í jörð og annað sem grafið var undir rusli í skúr í garðinum. Móðir barnanna hefur þegar játað að hafa ráðið þeim bana fljótlega eftir fæðingu þeirra. Hún ber því við að hafa fyllst ör- væntingu vegna bágrar fjár- hagsstöðu en jafnframt óttaðist hún að sambýlismaður sinn mundi yfirgefa sig vegna barn- anna. Grunur leikur á að fyrsta drápið hafi átt sér stað fyrir þremur árum. Konan starfar sem endur- skoðandi en nágrannar hennar lýsa henni sem dugnaðarforki sem hélt heimili þeirra ávallt fallegu. Skötuhjúin hafa þegar verið sett í gæsluvarðhald á meðan rannsókn málsins fer fram. Austurríska þjóðin er slegin miklum óhug vegna málsins en morð og ofbeldisglæpir eru fremur fátíð í landinu. ■ Skuldir fátækra ríkja ver›i stroka›ar út Gordon Brown, fjármálará›herra Bretlands, hefur kynnt áform ríkisstjórnar- innar um a› gefa fátækustu ríkjum heims upp skuldir sínar. Bretar skora á ríkisstjórnir annarra au›ugra ríkja a› gera slíkt hi› sama. FÁTÆKT Breska ríkisstjórnin ætlar að berjast fyrir því að striki verði slegið yfir stóran hluta skulda þróunarlandanna og mannúðar- aðstoð við þau verði snaraukin. Bandaríkjamenn eru hins vegar í mörgum atriðum andvígir þess- um áformum. Gordon Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, kynnti áætlanir sínar um það sem hann kallar „Marshall-aðstoð okkar tíma“ á fundi í Edinborg á fimmtudags- kvöldið. Samkvæmt tillögunum verða fátækustu ríkjum heims, sem flest eru í Afríku sunnan Sa- hara, gefnar upp skuldir sínar hjá stofnunum á borð við Alþjóða- bankann, Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn og Afríska þróunarbank- ann. Verði þetta ekki gert þurfa þróunarlöndin að greiða um þús- und milljarða króna í afborganir á lánum næsta áratuginn. „Nú er hvorki tími fyrir hálf- kák né ótta um of háleit markmið. Nú er tækifæri fyrir okkur til að snúa gæfuhjóli heillar heimsálfu henni í vill og gerbreyta lífi millj- óna manna,“ sagði Brown á fund- inum. Brown hefur lengi verið áhugamaður um að draga úr skuldabyrði þróunarlandanna og því hafa Bretar einsett sér að gera málefnið að sínu höfuðmark- miði meðan á formennsku þeirra í hópi átta helstu iðnríkja heims stendur. Fundur þeirra hefst í Gleneagles í Skotlandi 6. júlí næstkomandi og tímann þangað til ætla Bretar að nota til að sann- færa aðrar þjóðir um nauðsyn áætlana sinna. Fyrir utan afléttingu skulda hyggst Brown beita sér fyrir auknum framlögum til mannúðar- og þróunaraðstoðar og að við- skiptahindrunum verði rutt úr vegi svo að fátækari þjóðir eigi hægara um vik að selja vörur sín- ar á heimsmarkaði. Bróðurpartur þeirra fjármuna sem löndin fengju vegna þessara ráðstafana yrði sérstaklega eyrnamerktur menntamálum. Bretar hyggjast ganga sjálfir á undan með góðu fordæmi og greiða tíu prósent skulda 22 fá- tækustu ríkja heims við alþjóða- stofnanirnar. Kanadamenn og Hollendingar ætla að gera slíkt hið sama. Bandaríkjamenn hafa hins vegar lýst því yfir að margir liðir áætlunar Browns séu þvert á hagsmuni þeirra og fjárlaga- stefnu. sveinng@frettabladid.is Kvóti til Hornafjarðar: Skinney kaupir Helgu SJÁVARÚTVEGUR Fyrirtækið Skinney Þinganes á Hornafirði hefur fest kaup á fiskveiðiskipinu Helgu RE 49 af útgerðinni Ingimundi hf. í Reykjavík. Aðalsteinn Ingólfsson framkvæmdastjóri segir að skipið verði afhent um miðjan ágúst og gert út frá Hornafirði. Með skipinu fylgja aflaheim- ildir sem nema fjórtán til fimmt- án hundruð þorskígildistonnum, einkum í þorski, ýsu og ufsa. Kaupverð skipsins fæst ekki gefið upp en miðað við gangverð á afla- heimildum gæti Skinney Þinganes hafa greitt 1,6 milljarða króna fyrir kvótann. ■ PÓLSKA SKÚTAN Sé grannt skoðað má sjá talsverðar skemmdir á hlið skútunnar sem liggur í Vestmannaeyjahöfn. Skúta hætt komin við Eyjar: Árekstur vi› stórhval SJÓSLYS Áhöfn pólskrar skútu komst við illan leik í höfnina í Vestmanna- eyjum í fyrrakvöld eftir að hafa lent í árekstri á hafi úti. Vildi fólkið meina að skútan hefði lent í árekstri við hval en hlið skútunnar er löskuð og tók hún á sig vatn alla leiðina til Vestmannaeyja. Ólafur M. Kristinsson hafnar- stjóri segist aldrei hafa heyrt um árekstur stórhvelis og báta og vel geti verið að um rekavið hafi verið að ræða. Hins vegar sé ljóst að skemmdirnar á skútu útlending- anna séu það miklar að einhver tími muni líða áður en fólkið geti haldið för sinni áfram til Kanada eins og til stóð. -aöe AF SLYSSTAÐ Bíllinn fór nokkrar veltur utan vegar. Alvarlegt umferðarslys: Tveir miki› slasa›ir LÖGREGLUMÁL Tveir slösuðust alvarlega í alvarlegu umferðar- slysi á Austurvegi í fyrrinótt. Ökumaður missti stjórn á bíl sín- um, keyrði á ljósastaur og valt nokkrar veltur utan vegar. Ökumaður og þrír farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir sem fram í sátu alvarlega. Far- þegarnir sem sátu í aftursætum sluppu með minniháttar meiðsl. Þrír sjúkrabílar frá Grindavík og Keflavík voru kallaðir út auk lögreglu og slökkviliðs Grindavík- ur. Farþegarnir og ökumaður voru öll flutt á slysadeild Landspítal- ans í Fossvogi. Farþeganum sem sat í framsæti er nú haldið sofandi í öndunarvél. - mh „Fyrst hann vildi þetta, var hún reiðubúin. Hún átti þó þá afsökun að hún elskaði hann...“ Ráðskona óskast í sveit má hafa með sér barn metsölu-ástarsagan eftir snjólaugu bragadóttur frá skáldalæk er komin aftur! Sími: 554 7700 KILJA LÖGREGLUFRÉTTIR SÝRLAND FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P AÐGERÐA ER ÞÖRF Fátækustu ríki heims verða að greiða um þúsund milljarða ís- lenskra króna í afborganir af lánum næsta áratuginn. Litlar líkur eru á að þau nái að vinna sig úr fátæktinni verði ekki létt undir með þeim á einhvern hátt. GORDON BROWN Hann kallar áform ríkis- stjórnar sinnar „Marshall-aðstoð vorra tíma.“ SCUD-ELDFLAUGAR VEKJA UGG Sýrlendingar hafa að undanförnu gert tilraunir með meðaldrægar Scud-eldflaugar. Þetta hefur vakið ótta meðal Ísraelsmanna um að þessir óvinveittu nágrann- ar þeirra geti gert efnavopnaárás á ísraelskar borgir en talið er að Sýrlendingar búi yfir slíkum vopnum. TEKNIR MEÐ FÍKNIEFNI Lögregl- an í Vestmannaeyjum tók fjóra menn með lítilræði af hassi í heimahúsi í fyrrinótt. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð en var síðan sleppt að lokinni skýrslu- töku. SPURNING DAGSINS Hafsteinn, ætlar›u a› bjó›a Daví› í Monopoly í Perlunni? „Nei. Ég er mjög sár að Alfreð hafi skilað spilinu því hann hefði hugsanlega getað fengið útrás fyrir þörf sína til þess að taka áhættu með annarra manna fé.“ Hafsteinn Þór Hauksson er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem gaf Alfreð Þorsteinssyni Monopoly til að mótmæla eyðslu Orkuveitunnar. Al- freð endursendi spilið og stakk upp á ungir sjálfstæð- ismenn biðu Davíð Oddssyni að spila við sig Monopoly í Perlunni, sem Davíð lét reisa, því hún hefði reynst borginni þungur baggi. LEITAÐ AÐ VÍSBENDINGUM Austur- ríska þjóðin er afar slegin vegna þessa skelfilega máls. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Feb ’03 Maí ‘04 Jún ‘04 Júl ‘04 Okt ‘04 Nóv ‘04 Des ‘04 Feb ‘05 Apr ‘05 Jún ‘05 STÝRIVEXTIR SEÐLABANKANS FRÁ ÁRINU 2003 5,3% 9,5% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J Ó H AN N I N G I Ólöglegt vinnuafl: Yfir fjörutíu ábendingar ATVINNUMÁL Átak Alþýðusambands Íslands gegn félagslegum undirboð- um og ólöglegri atvinnustarfsemi gengur vel, en það hefur nú staðið yfir í rúman mánuð. Á því tímabili hafa borist um 40 ábendingar um hugsanlega ólöglega atvinnustarfsemi og koma þær víða að. Að sögn Halldórs Grönvold, að- stoðarframkvæmdastjóra sam- bandsins, eru flestar ábendingarnar vegna fólks í bygginga- og veitinga- geiranum suðvestanlands en einnig talsvert um ábendingar vegna verk- taka sunnanlands. -aöe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.