Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 6
6 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Hátt gengi krónunnar hefur víðtæk áhrif: Fer›amönnum fækkar FERÐAÞJÓNUSTA Ferðamönnum sem komu hingað til lands fyrstu 5 mánuði ársins fækkaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi frá Samtökum ferða- þjónustunnar. „Menn benda á hátt gengi krón- unnar sem eina af helstu ástæðun- um fyrir fækkuninni því það kem- ur okkur gríðarlega illa eins og öðrum gjaldeyrisskapandi at- vinnuvegum,“ segir Erna Hauks- dóttir framkvæmdastjóri Sam- taka ferðaþjónustunnar. Önnur ástæða sem Erna nefnir er afnám sérstaks fjárframlags sem ríkið veitti til eflingar ferða- þjónustunnar. Framlagið var aðal- lega notað til landkynningar er- lendis. Þetta framlag nam 170 milljónum árið 2004. „Eftir 11. september 2001 var byrjað að veita meira fé til land- kynningar en áður. Þetta sérstaka framlag var tekið í burtu á þessu ári. Við vöruðum við þessu og sögðum að verja þyrfti ferðaþjón- ustuna meðan gengi krónunnar væri svona hátt,“ segir Erna. - ifv NEYTENDUR „Það kom okkur í opna skjöldu hversu algengt þetta er og við hyggjumst skoða þetta nánar enda alvarlegt mál,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá Alþýðu- sambandi Íslands, en í nýlegri verðkönnun samtakanna kom í ljós að mikið ósamræmi er í verði milli keðjuverslana. Verst reyndist Krónan standa sig hvað þetta varðaði en þar voru 18 verslanir af 20 ekki með sama verð. Ósamræmi var í 15 tilvikum hjá verslunum Kaskó og 14 sinnum hjá Bónus. Um mismun var að ræða í öllum keðjuverslunum hér- lendis. Henný segir að munurinn hafi verið frá nokkrum krónum og upp úr en afar erfitt getur verið fyrir neytendur að glöggva sig á því hvað rétt verð skuli vera þegar svo stendur á. „Það er augljóslega at- hugavert þegar neytendur eru ekki að greiða sama verð fyrir sömu vöru í verslunum sem gefa sig út fyrir að sama verð gildi í öll- um verslunum. Í þessari könnun varð reyndar ekki vart við að neyt- endur úti á landi greiddu sérstak- lega hærra verð en höfuðborgar- búar eins og kannski hefði mátt búast við. En niðurstaðan er þannig að við ætlum að skoða þetta ósamræmi nánar. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir regluna þá að sé vara verðlögð í auglýsingu án fyrirvara eigi það verð að gilda um allar verslanir hverrar keðju fyrir sig. Honum kemur hins vegar verulega á óvart hversu algengt er að munur sé milli verslana eins og könnun ASÍ gefur til kynna. „Ég hélt sjálfur að þessi mál væru í góðu lagi. Í gegn- um tíðina hafa komið upp fjölmörg slík dæmi en verslanir hafa verið að bæta sig hvað þetta varðar auk þess sem tæknin gerir verðlagn- ingu auðveldari en áður. Þetta sýn- ir hins vegar að betur má ef duga skal og í mörgum tilfellum er um mannleg mistök að ræða. Það er hins vegar skýrt að auglýsi versl- unarkeðja verð á tegundum sem svo reynast mismunandi verðlagð- ar milli verslana er um lögbrot að ræða samkvæmt ströngustu skil- greiningu.“ albert@frettabladid.is Óhugnanlegt morð: Eldri hjónum rá›inn bani SVÍÞJÓÐ Roskin hjón fundust látin á heimili sínu í Härnön, skammt norður af Sundsvall í Svíþjóð, í fyrradag. Allt bendir til að þeim hafi verið banað. Það var dóttir hjónanna, sem voru um sjötugt, sem fann þau en hún var farin að undrast að hafa ekki heyrt frá þeim í nokkra daga. Lögreglan í Härnön fer nú með rannsókn málsins en að sögn Dag- ens Nyheter hefur hún engar vís- bendingar um hverjir hafi verið að verki. Ekkert morðvopn hefur heldur fundist. Helst er þó talið að innbrotsþjófar hafi framið ódæð- ið. ■ Lettneska þingið: Sta›festu stjórnarskrá RÍGA, AP Lettneska þingið hefur stað- fest stjórnarskrársáttmála Evrópu- sambandsins með afgerandi hætti. 71 prósent þingmannanna greiddi henni atkvæði sitt í fyrradag en aðeins fimm pró- sent sátu hjá. „Þetta var táknrænt skref,“ sagði Janis Lagzdins, for- maður í Lýð- flokknum. „Þetta sýnir að Lettland og önnur ný að- ildarríki styðja nýja og samein- aða Evrópu. Eftir atkvæðagreiðsluna lagði Aigars Kalvatis, forsætisráðherra Lettlands, áherslu á mikilvægi stjórnarskrárinnar. Hann rakti úr- slit kosninganna í Frakklandi og Hollandi til óskýrrar framtíðar- sýnar leiðtoga ESB, frekar en að innihald stjórnarskrárinnar væri orsökin. ■ Tryggingastofnun: Yfir 20.000 tryggingakort HEILBRIGÐISMÁL Rúmlega tuttugu þúsund evrópsk sjúkratrygg- ingakort voru gefin út í maí, fyrsta mánuðinn eftir að útgáfa kortanna hófst. Eins og tölurnar bera með sér hafa viðtökur Íslendinga við evrópska sjúkratryggingakort- inu verið mjög góðar og áber- andi hversu margir nýta sér þá leið að sækja rafrænt um kortið á heimasíðu Tryggingastofnun- ar. Vefumsóknir ná til um 83% af útsendum kortum. Sjúkratryggingakortin hafa í flestum tilvikum borist viðtak- endum 2-3 dögum eftir að sótt hefur verið um. - jss Taktu þátt... í kjöri um áhorfendaverðlaun ársins á visir.is og þú gætir farið frítt í leikhús - 20 miðar og 2 árskort í boði! Verðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu 16. júní B as eC am p Pr od uc tio ns Í samvinnu við: Vinna Íslendingar Ungverja í forkeppni HM í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Fær RJF-hópurinn Aron Pálma Ágústsson lausan úr fangelsi í Texas? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 76,1% 23,9% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN Lögreglan í Kópavogi: Níu ákær›ir LÖGREGLUMÁL Töluverður erill var hjá lögreglunni í Kópavogi í fyrr- inótt og komu meðal annars upp fjögur fíkniefnamál. Níu einstaklingar voru hand- teknir í tengslum við fíkniefnamál- in og var í einu málanna um sölu efna að ræða. Þeir voru allir kærðir í kjölfarið. Þá voru sex teknir fyrir of hrað- an akstur, flestir á Reykjanesbraut- inni. Einn ökumannanna var langt yfir leyfilegum mörkum og var hann stoppaður á 129 kílómetra hraða, á svæði þar sem 70 kílómetra hraði er hámarkið. - mh Tölvufyrirtækið EJS: Gaf Ísaks- skóla tölvur SKÓLAMÁL Tölvufyrirtækið EJS færði Ísaksskóla tölvur að verð- mæti 2,5 milljóna króna á dögunum. Það þótti við hæfi að fulltrúar ungu kynslóðarinnar sæju um að færa skólanum gjöfina og veita henni viðtöku. Bjarki Viðarsson, 9 ára sonur Viðars Viðarssonar framkvæmdastjóra EJS, færði Ís- aksskóla gjöfina frá fyrirtækinu og tóku nemendur skólans þau Halldór Stefán Jónsson, Rannveig Íva Aspardóttir og Guðbjörg Lilja Sveinsdóttir við henni. ■ TÖLVUGJÖF Nemendur Ísaksskóla veita gjöfinni frá EJS viðtöku. Stálu fartölvu: Par dæmt í fangelsi DÓMSMÁL Maður og kona voru í gær dæmd í fangelsi fyrir inn- brot og þjófnaði. Þau stálu með- al annars fartölvu úr bifreið og gerðu tilraun til þess að brjótast inn í skóla í Hörgárbyggð en flúðu þegar þjófavarnarkerfi skólans fór í gang. Maðurinn fékk tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi á með- an konan fékk tvo mánuði skil- orðsbundið. Maðurinn á langan brotaferil að baki, hann hefur hlotið alls 25 refsidóma fyrir ýmiss konar brot frá árinu 1990. Hann rauf skilorð með brot- unum sem hann var dæmdur fyrir nú, en hann hafði skömmu áður fengið reynslulausn úr fangelsi. Konan hafði ekki áður hlotið refsidóma. - mh ERNA HAUKSDÓTTIR Framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sérstaks framlags frá rík- inu til ferðaþjónustunnar koma niður á landkynningu erlendis. Ráðist að sjíum: Sjálfsmor›ssprengju- árás í skjóli nætur BAGDAD, AP Ekkert lát er á ofbeld- inu í Írak en í fyrrinótt biðu tíu manns bana í sjálfmorðs- sprengjuárás sem gerð var í þorpinu Yethrib skammt frá Bagdad. Hinir látnu voru flestir með- limir í dulspekihreyfingu sjía og höfðu safnast saman við trúarat- höfn. Uppreisnarmenn skutu auk þess til bana tvo háttsetta íraska embættismenn í Kirkuk og Sam- arra. Þá létust tveir Írakar, ann- ar þeirra barn, í árekstri við bandarískan herjeppa. Að minnsta kosti 825 manns hafa fallið í ofbeldishrinunni sem hefur geisað í landinu síðan ríkisstjórn al-Jaafari tók við völdum í apríllok. ■ LETTNESKA ÞINGIÐ Lettneskur þingmað- ur greiðir hér stjórn- arskránni atkvæði sitt. M YN D /A P IBRAHIM AL-JAAFARI Þótt írösk stjórnvöld hafi skorið upp herör að undanförnu gegn uppreisnarmönnum þá hefur þeim ekki tekist að stöðva ofbeldið í landinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /STEFÁN KEYPT INN TIL HEIMILISINS Flestir ganga út frá því að sama verð gildi í öllum búðum hverrar verslunarkeðju fyrir sig en svo er þó alls ekki samkvæmt könnun Alþýðusambandsins. Miki› ósamræmi í ver›lagningu Talsvert ósamræmi er í ver›lagningu allra stærstu lágvöruverslanake›janna hér á landi samkvæmt n‡legri könnun. Í versta tilfellinu var ekki sama ver› í átján af tuttugu verslunum sömu ke›junnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.