Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 62
46 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Björgvin G. Sigurðsson og MaríaRagna Lúðvígsdóttir eignuðust sitt annað barn í fyrrinótt. Parinu fæddist stúlka en María átti fyrir fjögur börn og er stúlkan því sjötta barn hennar. Það er því orðið fjölmennt á heimili þeirra á Skarði í Gnúpverjahreppi en þar liggja æskuslóðir Björgvins. Mágur Maríu er Sigurður G. Guð- jónsson, stjórnarformaður Blaðsins og að líkindum leiðarahöfundur þess, en Sigurður og kona hans eiga tvær dætur. Agnes Bragadóttir, einn helstitalsmaður Almennings ehf., er komin aftur til starfa á ritstjórn Morgunblaðsins. Agnes hefur verið einn skeleggasti rannsóknarblaða- maður Morgunblaðsins í mörg ár og greinarflokkur hennar, Endalok sam- bandsins, vakti verðskuldaða athygli á sínum tíma. Agnes hefur nú störf að nýju í viðskiptafréttum og öðrum fréttum en menn í viðskiptalífinu veita því athygli að Agnes hefur komið nokkuð víða við í fjárhagsleg- um tilgangi með yfirreið sinni í Landssímabaráttunni. Lárétt: 2 hróp, 6 hvíldi, 8 sláa, 9 lengst frá, 11 tveir eins, 12 brothætt, 14 stóran fugl, 16 í röð, 17 tímabili, 18 beisk, 20 frá, 21 sáðland. Lóðrétt: 1 fánýtt skraut, 3 rykkorn, 4 andleg flatneskja, 5 háttur, 7 kærleiksþurfi, 10 eins um ö, 13 veitingastaður, 15 ganga, 16 frysta, 19 ending. Lausn. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Opið laugardaga frá 10-14.30 SIGIN GRÁSLEPPA OG SJÓ SIGINN FISKUR SIGIN RÁSLEPPA OG KÆST SKATASTÓR H M R , Akraborgin eða Sæbjörgin eins og hún heitir í dag mun sigla til síns gamla áfangastaðar Akraness á morgun. „Við förum eina ferð til Akraness klukkan ellefu í fyrra- málið og verðum komin þangað rétt undir tólf,“ segir Sif Gunnars- dóttir, viðburðastjóri Höfuðborg- arstofu, en ferðin er liður í Hátíð hafsins. „Um leið og Boggan, eins og hún er gjarnan kölluð, leggst að bryggju verður tekið á móti fólki og farið með það á safna- svæðið á Akranesi. Þar verða vík- ingar í fornum leikjum og menn að elda gómsæta fiskisúpu sem fólk fær að bragða á. Um hálftvö verður svo siglt til baka og þar sem Boggan tekur einungis 150 manns er um að gera fyrir fólk að mæta snemma ef það ætlar að komast með en þetta er allt alger- lega frítt.“ Boggan kemur þó oftar við á Hátíð hafsins um helgina því á morgun fer hún einnig í flösku- skeytasiglingu klukkan þrjú og verður einungis farin ein ferð. „Á hafnarbakkanum verður staðsett listsmiðja þar sem fólk getur skreytt flöskur og föndrað falleg og skemmtileg flöskuskeyti. Á slaginu þrjú fer það svo út á haf með Boggunni og hendir skeytun- um út í hafsauga,“ segir Sif. Skipstjóri Sæbjargar mun sigla skipinu á morgun og er það hinn reyndi Hilmar Snorrason en hann hefur stýrt skipinu frá árinu 1998 þegar Akraborgin hætti að sigla til Akraness. „Sæbjörgin fer þarna í smá Akraborgarleik og siglir til Akraness eins og í gamla daga,“ segir Hilmar. „Það á ef- laust eftir að vekja upp gamlar og kærar minningar hjá mörgum Akurnesingum að sjá Bogguna sigla að bryggju á ný því hún var jú eins konar lífæð þeirra í fleiri áratugi.“ Akraborgin gegnir þó öðru starfi núna og í henni er starf- ræktur Slysavarnarskóli sjó- manna en hann á einmitt tuttugu ára afmæli í ár. „Þetta er skóli sem er starfræktur í því skyni að auka öryggi sjómanna með fræðslu en um eitt þúsund manns sækja skólann á hverju ári. Stjórnvöld hafa stutt gríðarlega vel við bakið á okkur. Við störfum undir samgönguráðuneytinu og Sturla Böðvarsson á sérstaklega hrós skilið fyrir átak sem hann kom á í öryggismálum sjómanna. Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur einnig orðið vör við stórlega fækkun á alvarlegum slysum á meðal sjómanna svo það er greini- legt að eitthvað erum við að gera rétt,“ segir Hilmar kátur. ■ HÁTÍÐ HAFSINS: BOGGAN SIGLIR TIL AKRANESS Í DAG Sæbjörgin í Akraborgarleik FRÉTTIR AF FÓLKI Að fara á tónleika. Því stærri og dýrari þeim mun betra.Þó við séum öll pirruð út í miðaverðið erum við innst inni stolt af því að stjörnurnar sæki okkur heim. Aðdáendur Snoop og Duran Duran eru í góðum málum en við hin ætt- um að skella okkur bara upp á stemninguna. Hnébuxur Á Íslandinu leyfir veðriðsjaldan stuttbuxur og því er tilvalið að fara hálfa leið og kaupa sér hnébuxur. Til þess að þær séu klæðilegar er gott að finna buxur sem nema við hnés- bót aftan á leggjunum en eru rétt fyrir ofan hné að framan. Í tískuvöruverslunum bæjarins eru til sportí útgáfur en einnig penar og þröngar svo það er um að gera að prófa sig áfram. Að borða kvöldmat seint. Það blundar í okkur Mið-jarðarhafsbúi sem veit fátt betra en góða máltíð af grillinu á fallegu síðkvöldi. Við erum heppin að njóta sólar lengur en Ítalarnir og því enn meira tilefni til að borða kvöldmatinn seint. Ef farið er á veitingastað er málið að gera það ekki fyrr en um tíuleytið. Horfa á vídeó Það er svo innipúkalegt að verafastagestur á vídeóleigunni á sumrin. Göngutúr í kvöldkyrrðinni eða ferð í ísbúðina er skemmtilegur val- kostur, því þá gefst tækifæri til að sýna sig og sjá aðra. Ef veðrið er virkilega vont er hótinu skárra að skella sér í bíó. Hlaupabrettið Auðvitað er erfitt að stunda lyftingarúti í náttúrunni, en það að skokka inni á hlaupa- bretti þegar sólin skín úti er frekar halló. Hólar og hæðir á göngustígum borgarinnar reyna mun meira á þolið en hlaupabrettið og ekki spilla nokkrar freknur eða smá- brúnka fyrir útiverunni. Mjög háir hælar Í dag er mikið um flatbotna skóeða lága hæla. Háir hælar eiga það til að verða of formlegir og heildarútlitið leiðinlega stíft, en sumarið er tíminn til að vera frjálslegur. INNI ÚTI ... fær Bubbi Morthens fyrir að vera svona rosalega vinsæll. Selst hefur upp á fjóra tónleika kóngsins vegna 25 ára starfsaf- mælis hans. HRÓSIÐ HILMAR SNORRASON Hann hefur stýrt skipinu Sæbjörgu, eða Akraborginni eins og það hét áður, frá árinu 1998 eða síðan skipið hætti að ferja fólk til og frá Akranesi. Lárétt: 2kall,6lá,8ráa,9yst,11gg,12stökk, 14strút,16íj,17ári,18súr, 20af, 21 akur. Lóðrétt: 1glys,3ar, 4lágkúra,5lag,7ástsjúk,10 töt,13krá,15tifa,16ísa,19ru. Auðunn, Pétur og Sveppi úr þáttun- um Strákarnir buðu fólki að mæta niður á Lækjartorg á hádegi í gær. Tilefnið var að þeir vildu gefa fólki tækifæri til þess að borga fyrir sig ef því fannst þættirnir hafa misboð- ið sér á einhvern hátt. Almenningur gat keypt rjóma- tertur til styrktar langveikum börn- um og hent í þá félaga. Eflaust hafa þeir búist við að foreldrar með börnin sín myndu vera í meirihluta en þeim brá heldur betur í brún þegar íslenska landsliðið í hand- bolta mætti á svæðið. Reyndar var enginn rassskelltur eins og um árið en það hefur vafa- laust ekki verið þægilegt að fá rjómatertu í sig frá skothörðustu leikmönnum Íslands. Landsli›i› dúndra›i Strákana ni›ur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R SIGFÚS SIGURÐSSON Línumaðurinn sterki lét Strákana finna fyrir því með rjómatert- unni og skaut af öllu afli. Lei›rétting Í gær urðu þau leiðu mistök að Sigtryggur Valgeir Jónsson var sagður húsvörður í Asparfelli sem gengist hefur undir mikla andlits- lyftingu. Þetta var í grein um helsta kennileiti Efra-Breiðholts, blokkirnar Asparfell og Æsufell, sem eru samfelldar og undir sama þaki, en heita tveimur götuheit- um. Hið rétta er að viðgerð og málun fer fram í þeim hluta blokkarinnar sem nefnist Æsufell og eru Sigtryggur og íbúar þeirr- ar borgarprýði beðnir afsökunar á misnefninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.