Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 46
Birgitta segist alltaf hafadreymt um að vera söng-kona og því sé starfið henn- ar í raun draumur sem rættist. „Ég ætlaði reyndar að verða söng- kona eða prinsessa og ég bíð því bara eftir að fá seinni óskina upp- fyllta líka,“ segir hún og skelli- hlær dillandi hlátri og blaðamað- ur er ekki efins um að hægt væri að krýna stúlkuna sem poppprinsessu Íslands. „Það er ótrúlegt tækifæri að fá að vinna við þetta og ég á eigin- lega bágt með að trúa því sjálf. Mér finnst svo stutt síðan ég var heima á Húsavík að gera alla brjálaða með sönglinu í mér. Ég man að á ferðalögum með fjöl- skyldunni þá sat ég aftur í með bróður mínum og hann var oft mjög fúll þegar ég gaulaði alla leiðina í marga klukkutíma. En þetta hefur greinilega virkað vel, verið góð æfing,“ segir Birgitta ánægð með lífið. „Ég er rosalega hamingjusöm í dag og mér líður vel. Sumarið leggst vel í mig, ég hlakka til að gefa út nýja plötu, við í Ávaxta- körfunni förum til Kína í júlí sem er alveg yndislegt og ég get ekki annað sagt en að lífið sé gott,“ segir hún kát. Gott að kíkja í sveitina Eins og margir vita er Birgitta Húsvíkingur í húð og hár og hefur sterkar taugar til staðarins. „Ég finn það oft að ég er stundum svo- lítið saklausari í hugsun en aðrir hér í Reykjavík en það var samt aðallega svona fyrstu árin eftir að ég flutti. Ég mun samt alltaf vera svolítill larfur í mér og finnst alltaf jafn yndislegt að koma út á land og kíkja í heimsókn á Húsa- vík. Það er svo yndislegt, eins og að vera kominn í annan heim og stórkostlega gott að geta kúplað sig út úr fjörinu,“ segir hún dreymin. „Mér finnst stundum sorglegt hvað Íslendingar fara mikið til út- landa en þekkja kannski landið sitt ekki neitt. Við eigum svo mik- ið af frábærum stöðum sem ynd- islegt er að heimsækja. Við erum voðalega þjóðernissinnuð í kjaft- inum og dásömum landið við út- lendinga en svo grípum við fyrsta tækifæri sem gefst og ferðumst til útlanda.“ Forréttindi felast í starfinu Aðspurð um tilfinninguna að vera jafn þekkt á Íslandi og raunin er og að sjá slúðurfyrirsagnir í blöð- unum um einkalíf sitt segir hún: „Þetta er bara eitthvað sem venst og hefur í rauninni aldrei haft sér- lega vond áhrif á mig. Maður veit þá bara af því að það er slúður í gangi og veit að það er tímabund- ið. Mér finnst þetta aðallega fynd- ið og þegar ég er stödd í búð og sé allt í einu mynd af sjálfri mér með fáránlegri fyrirsögn þá er erfitt að bregðast öðruvísi við en að fara að hlæja,“ segir hún og bætir við að kostir frægðarinnar séu mun fleiri. „Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem ég hef unun af og að það skuli vera til fólk sem er tilbúið að hlusta á tónlistina mína. Ég gæti ekki beðið um meira. En það er nauðsynlegt að hafa gaman af því að gefa af sér ef fólk er á annað borð í svona starfi. Við tókum okkur frí í hálft ár og gerðum ekki neitt. Í millitíð- inni gaf ég út plötu því það er nú bara þannig að maður getur ekki bara hætt að vinna vinnuna sína. Ánægð með nýliðana Poppheimurinn er alltaf að breyt- ast og nýtt fólk að bætast í hópinn. Birgitta er þó bara ánægð með samkeppnina og líst vel á áhuga- verða nýliða. „Það er alltaf gaman að fá fleira tónlistarfólk í brans- ann og gaman hvað flóran er orð- in fjölbreytt. Hildur Vala er mjúk og skemmtileg ballöðu-söngkona, Nylon er í poppinu fyrir unga fólkið og mér finnst þetta ekkert nema gott.“ Aðspurð hvort hún eigi ein- hverja íslenska uppáhaldstónlist- armenn segir hún: „Frá því að ég var unglingur hefur Sálin alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Gummi og Stebbi eru alveg brillj- ant teymi í laga- og textagerð og ég hef alltaf litið mikið upp til þeirra. Sérstaklega er ég hrifin af gömlu tónlistinni. Einnig hafði ég rosalega gaman af Todmobile og Nýdanskri en annars er ég algjör alæta á tónlist og að mínu mati er mikilvægt að hafa breiðan tónlist- arsmekk. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gott að vera mjög litaður af einhverju Idoli og fara ósjálfrátt að apa eftir og ná þarafleiðandi ekki að vera maður sjálfur í tónlistinni. Nýr trommari slær taktinn Eins og flestir vita hefur Írafár skipt um trommara og því mun Jóhann Bachmann ekki tromma lengur með sveitinni en Arnar Gíslason tekur við. „Skítamórall er að gefa út plötu í sumar og Hanni er náttúrulega að tromma með þeim líka. Það gekk ekki al- veg upp því við erum að fara út til að taka upp plötuna okkar. En Addi er alveg brilljant trommari og svolítill rokkari í sér sem er mjög skemmtilegt. Það er gaman að fá svona ferskar hugmyndir inn í hljóm- sveitina en Addi hefur verið að tromma með Ensími og Súrefni. Sumarið er fullskipað hjá Íra- fári og þau ætla að spila hér og þar en aðalatriðið er þó að vinna næstu plötu. „Strax eftir Verslun- armannahelgina förum við út og klárum plötuna. Í haust byrja svo lætin, stefnan er að gefa plötuna út um mánaðamótin október og nóvember og þá förum við í helj- arinnar tónleikaferð um allt land- ið.“ Nú þegar er eitt lag komið í spilun á útvarpsstöðvum en það er lagið Leyndarmál. Þetta er fyrsta lagið af væntanlegri plötu og í sumar mun Írafár eiga tvö ný lög á plötunni Svona er sumarið 2005. Þetta eru þó einu lögin sem fólk fær að heyra af plötunni áður en hún kemur út. Írafársstíllinn breytist ekki Aðspurð hvort tilfinningin í hljómsveitinni eða tónlistinni sé ólík nú þegar nýr trommari er kominn í sveitina segir Birgitta að munurinn sé ekki mikill. „Hann Addi er svo hress og jákvæður og fellur svo vel inn í hópinn að þetta er bara mjög skemmtilegt. Auð- vitað er ekki gaman að þurfa að skipta um trommara en þó svo að Addi og Hanni séu mjög ólíkir trommarar þá mun Írafársstíllinn haldast. Eflaust mun þó verða hægt að greina einhverjar breyt- ingar á hljómnum en það er bara skemmtilegt því engin hljómsveit vill standa í stað.“ Þegar Birgitta lítur yfir farinn veg og feril þeirra í Írafári minn- ist hún sérstaklega á hversu skemmtilegt hafi verið að taka upp plötu númer tvö. „Þá gátum við leyft okkur að taka músíkina einu skrefi lengra. Við fórum yfir í meira rokk en það eru að mínu mati algjör forrétt- indi að fá að leika sér svolítið með tónlistina. Mér finnst tónlistin okkar hafa þróast vel og mér finnst hún rosalega lík okkur. Við höfum aldrei reynt að gera eitt- hvað sem er vinsælt eða reynt að herma eftir öðrum heldur gerum við bara það sem við fílum. Svo er það einungis heppni að fólk virð- ist vera að fíla það,“ segir Birgitta ánægð með að vera aftur komin á skrið með sveitinni. „Það er ótrúlegt hvað maður saknar þessa og æðislegt að vera aftur farin að spila með strákun- um. Við tókum nú þessa hálfsárs pásu aðallega til þess að hvíla okk- ur sjálf. Útkoman er sú að við erum betur í stakk búin til að byrja aftur af fullum krafti og getum sungið áfram fyrir fólk af því að okkur langar til þess. Við erum ekkert þreytt og komum tví- efld til baka.“ segir þessi lífsglaða og duglega söngkona sem mun í dag skemmta á fjölskyldudegi Sjóvár ásamt Vigni félaga sínum úr Írafár. Þau spila nokkur lög fyrir utan íþróttahúsið á Strand- götu í Hafnarfirði klukkan hálf- fjögur í dag. ■ 30 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Alltaf svolítill larfur í sér Söngkonan Birgitta Haukdal er komin aftur fram á sjónarsvi›i› me› hljómsveit sinni, Írafár, eftir hálfs árs pásu. Hún heldur flví áfram a› vinna hjörtu Ís- lendinga í sumar me› einstakri útgeislun sinni og bjartri söngrödd. Borghildur Gunnarsdóttir spjall- a›i vi› poppprinsessuna um lífi› og tilveruna. Sendu SMS skeytið JA MMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar f. 2 Mr & Mrs Smith Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SMS leikur BIRGITTA HAUKDAL Hljómsveitin Írafár hefur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið eftir hálfs árs pásu og að sjálfsögðu með glæsi- stúlkuna Birgittu í framlínunni. Þau eru búin að hvíla sig vel og snúa aftur endurnærð og til í tuskið. Birgitta samdi eitt lag á síðustu plötu Írafárs og því forvitnilegt að vita hvort hún muni endurtaka leikinn. „Ég hef alveg verið að semja eitthvað en Viggi er bara svo góður lagasmiður að það er erfitt að keppa við hann,“ segir hún og hlær. „En það er ekkert ákveðið með það. Ég hef alltaf verið þannig að ég vil ekki senda neitt frá mér nema ég sé hundrað prósent ánægð með það. Þetta gengur voðalega vel hjá okkur þannig að hann semur lögin og ég textana en það er aldrei að vita nema ég geti laumað einu af mínum lögum inn á plötuna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.