Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 12
Það er dapurt að sjá með hvaða hætti sjónvarpsstöðvarnar hafa fjallað um einkavæðingu bankanna og skrif Fréttablaðsins þar um. Ekkert hefur verið gert til að skoða málið, afla viðbótar- upplýsinga eða nokkuð annað til að auka vitneskju fólks um það sem á gekk. Þess í stað hefur verið farin sama leið og svo oft áður. Vitnað í Fréttablaðið einu sinni eða tvisvar og síðan beðið eftir að oddvitar ríkisstjórnarinnar gefi færi á viðtali. Það hafa þeir báðir gert og á fimmtudagskvöld sýndu báðar sjónvarps- fréttastöðvarnar sama viðtalið við Davíð Oddsson þar sem hann tjáði sig um samantekt Fréttablaðsins. Ekki þarf að koma á óvart að fréttamennirnir sameinuðust um að setja hljóðnemana að andliti Davíðs, sem hóf lesturinn. Hann var ekki truflaður. Hann hélt hindrunarlausa einræðu án þess að nokkur reyndi svo mikið sem að spyrja eins né neins. Eftir að ráðherrann hafði lokið sér af var slökkt á græjunum og fréttastofurnar töldu sig vera með frétt á spólunum. Alltént var einræðu ráðamannsins sjónvarpað á báðum stöðum án þess að nokkrum þætti nokkuð við það að athuga. Er þetta þrælsótti? Hvað rekur fjölmiðla til að sleppa allri gagnrýni, taka upp mismálefnalegar einræður og flytja þær sem fréttir? Er auðmýktin svona mikil eða er þetta merki um ótta og þá ótta við hvað? Eftir stendur að ráðherrann sakaði Fréttablaðið um að fara með kjaftasögur, en ekki hverjar. Ekki mátti spyrja hann, svo það er þá þannig. Davíð Oddsson sagði í einræðunni að það hefði ekkert verið athugavert við að þeir sem lægst buðu fengju að kaupa annan bankann, bara ekkert athugavert. Ekki var hann spurður hvers vegna, ekki hve miklu munaði á hæsta og lægsta boði og ekki hvað var að þeim sem hæst bauð. Þó að Fréttablaðið hafi riðið á vaðið og upplýst lesendur sínar, bæði með nýjum upplýsingum og ekki síður því sem er afar mikilvægt: að safna á einn stað því sem tekið hefur verið saman í skýrslum, sagt á Alþingi og í fjöl- miðlum, bannar það ekki öðrum fjölmiðlum að fjalla um þetta sama mál. Best væri að það yrði gert sjálfstætt. Þeir sem mest hafa gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að hafa upp- lýst lesendur um hvernig saga einkavæðingar bankanna gekk fyrir sig hafa meðal annars fundið að því að sumt sem blaðið birti hafi áður komið fram í skýrslum. Sú gagnrýni er óskiljan- leg, enda ekkert við það að athuga að slíkt sé birt aftur. Eins er það lenska hér á landi að þegar æðstu ráðamenn eru gagnrýnd- ir eða til umfjöllunar í fréttum fá þeir að tala hindrunarlaust á öldum ljósvakans. Þau vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar. Vinnubrögð Fréttablaðsins voru til fyrirmyndar. Þorbjörn Broddason lektor hefur sagt að í umfjöllun blaðsins séu engin merki um mistök og að fjölmiðlar eigi að vinna eins og Frétta- blaðið gerði. Þorbjörn sagði líka að engu hefði verið andmælt sem hefði breytt þeirri skýru heildarmynd sem Fréttablaðið dró upp. 4. júní 2005 LAUGARDAGUR SJÓNARMIÐ SIGURJÓN M. EGILSSON Allt er gert til að horfa á umbúðirnar til að forðast að skoða innihaldið. Ráðamenn og undirsátar þeirra kepp- ast við að forðast að ræða bankamálið. Já, rá›herra ORÐRÉTT Hugað að náungans högum Sem eðlilegt er hafa Íslendingar mikinn áhuga hver á öðrum. Þannig hefur það verið frá því land byggðist. Hér og nú hyggst leggja sitt af mörkum til að við- halda þessari sagnahefð. Það teljum við mikilvægt. Maður er manns gaman sögðu forfeður okkar og hittu þar naglann beint á höfuðið. Garðar Örn Úlfarsson ritstjóri legg- ur línuna í leiðara. Hér og nú, 2. júní. Til varnar bótaþegum Mér er kunnugt um mörg dæmi þess að sjúlingar sem eru bóta- þegar vegna geðrænnar van- heilsu eða vandkvæða eru meðal þeirra sem taka mjög nærri sér dólgslegar aðdróttanir um mis- notkun opinberra bóta. Hvað gengur mönnum til að hrinda svona bulli úr vör? Er verið að sleikja sig upp við fjárveitingar- valdið? Auðveldara kynni að vera að rifja upp dæmi þess að fólk hengslist hópum saman í vellaunuðum stöðum eða sé há- tekjufólk af öðrum sökum án þess að vinna ærlegt handtak nema síður sé, heldur en ég geti minnst eins einasta dæmis um örorkumisnotkun af því tagi sem verið er að velta sér upp úr. Magnús Skúlason geðlæknir fjallar um boðaðar aðgerðir Tryggingastofn- unar ríkisins gegn fólki sem svíkur út bætur. Morgunblaðið, 3. júní. Hver er þá lausnin? Vandinn í heiminum um þessar mundir er einfaldur. Bandaríkin hafa gengið af göflunum. Þau sparka í allar alþjóðareglur og öll alþjóðalög, sem hefta svig- rúm þeirra, til dæmis reglur um meðferð stríðsfanga, sem hafa orðið til vegna langrar reynslu af ógnum stórstyrjalda fyrri ára- tuga og alda. Heimsfriðurinn er ótryggur, af því að eina heims- veldi nýrrar aldar gengur ber- serksgang í utanríkismálum og hefur breytt þeim í stríðsmál. Jónas Kristjánsson ritstjóri fjallar um gagnrýni Amnesty International á framferði Bandaríkjanna. DV, 3. júní. FRÁ DEGI TIL DAGS Hann hélt hindrunarlausa einræ›u án fless a› nokkur reyndi svo miki› sem a› spyrja eins né neins. Eftir a› rá›herrann haf›i loki› sér af var slökkt á græjunum og fréttastofurnar töldu sig vera me› frétt á spólunum. Ekki er álið sopið Sú var tíðin að áratugir liðu án þess að nokkuð bólaði á orkufrekum erlendum fjárfestum hér á landi með óslökkvandi áhuga á orku íslenskra fallvatna. Um og fyrir 1990 var skriður á viðræðum við evr- ópska og bandaríska álframleiðendur sem vildu reisa risaálver á Keilisnesi. Flytja átti hluta raforkunnar frá Fljótsdalsvirkjun yfir á suðausturhornið. Þetta var í tíð Jóns Sig- urðssonar, þáverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Ekkert varð af þessum áformum, líklega vegna hruns Sovétríkj- anna um svipað leyti. Fáeinum árum síðar skaut upp kollinum Bandaríkjamaðurinn Kenneth Peterson. Hann vildi reisa álver í Hvalfirði. Hann fékk að gera það, flutti inn notuð tæki að hluta, reisti Norðurál og samdi um raforkukaup. Þetta var í tíð Finns Ingólfssonar, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, seint á tíunda áratugn- um. Á svipuðum tíma var Straumsvíkurál- verið stækkað og breytingar urðu á eign- arhaldi þess þegar álrisinn Alcan frá Kanada gleypti álhluta Alusuisse. Ýmist of eða van Nú var komið að Norsk Hydro, sem gerði sig líklegt til fjárfestinga í risaálveri á skil- málum sem íslensk stjórnvöld settu upp. Norðmennirnir gengu úr skaftinu, meiri- hluta Austfirðinga til mikilla vonbrigða. En skyndilega stóð Alcoa, stærsti álrisi heims, í hlaði. Kárahnjúkavirkj- un og Fjarðaál urðu að veru- leika, stærstu og kostnaðar- sömustu mannvirki Íslands- sögunnar. Mestu spellvirki sem unnin hafa verið á ís- lenskri náttúru segja sumir. Þetta gerðist í tíð Valgerðar Sverrisdóttur, núverandi við- skipta- og iðnaðarráðherra. Nú er svo komið að íslensk stjórnvöld eiga í mesta basli við að verjast ágangi orku- frekra erlendra fjárfesta. Alcan vill stækka. Norðurál líka undir stjórn nýrra eigenda. Fjarðaál er í smíðum. Suðurnesjamenn undirrita viljayfirlýsingu um álver á Suður- nesjum. Iðnaðarráðherrann úr Grýtu- bakkahreppi orðin tvístígandi. Þarf ekki að stoppa einhvers staðar? Hvað með margrætt álver á Norðausturhorninu, á Dysnesi við Eyjafjörð eða í grennd við Húsavík? Geta Norðlendingarnir mínir ekki gert neitt annað en að rífast um stað- setningu? Af hverju geta þeir ekki gert eins og Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ; skrifað undir viljayfirlýsingu? johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Auðvitað er það hálf innihalds- laust að kalla Íraksstríð annað Víetnamstríð. Ekki vegna þess að það megi ekki finna enda- lausar samlíkingar með þessum tveimur styrjöldum. Þótt komm- únismi og íslamstrú eigi fátt sameiginlegt má ekki á milli sjá hvort fyrirbrigðið stendur sig betur í hlutverki hugmyndalega óvinarins. Innlendir skjólstæð- ingar Bandaríkjahers eru líka álíka sviplitlir karakterar, enda fá þeir úr litlu að spila í þessari uppsetningu. Og sjálft inntak verksins er nú sem fyrr jafn erfitt í framsetningu – að á ögurstundum séu engin önnur úrræði en að beita illsku til að ná fram mennsku; að stundum verndi dauðinn best lífið. Nei, það er endalaust hægt að finna samlíkingarnar með þessum tveimur krossferðum banda- rískra stjórnvalda en eftir sem áður er samlíkingin innihalds- laus. Ástæðan er sú að Víetnam- stríð er fyrir löngu orðið ofnot- uð samlíking. Það er Watergate stríðsrekstrarins. Stjórnmála- menn mega ekki stela sér vindli án þess að það verði að vindla- gate og það eru ekki til þær erj- ur að þeim hafi ekki verið líkt við Víetnam. En samt. Það er ekki bara stríðsreksturinn sjálfur sem fær okkur til að hugsa um þessi tvö stríð samtímis. Það er líka svo margt í samfélagi okkar á Vesturlöndum sem svipar sam- an. Sjáið bara hárið á gelgju- strákum í dag. Er þetta ekki sama klipping og Brian Wilson var með 1966? Og er ekki popp- ið okkar allt að verða álíka til- finningasamt og einmitt það ár? Hver er munurinn á Mugison og Donovan? Erum við ekki að fá fram aðra velmegunarkynslóð ungs fólks sem hefur efni á að vera á móti stríði og lofsyngja ástina? Velmegunarkynslóð sem er svo örugg um afkomu sína að hún kallar það arðrán sem í gær hét atvinnusköpun, heimsvalda- stefnu sem í gær hét alþjóða- samfélagið, morð og kúgun það sem í gær hét friðarferli. Ég velti þessu fyrir mér þeg- ar ég gekk út af leikmannasýn- ingu ársins í íslensku leikhúsi – þar sem Stúdentaleikhúsið sýndi Þú veist hvernig þetta er. Þetta var kröftug sýning. Leik- hópurinn tók stórt upp í sig og þrumaði því út af sannfæringu sem jaðraði við sjálfsbirgings- hátt. Samandregin heimssýn sýningarinnar er eitthvað í þessu veru: Stjórnmálamenn eru spilltir og grimmir, fjölmiðl- ar sleikja rassinn á ráðamönn- um en niðurlægja allt venjulegt fólk, samfélagið heldur ekki uppi neinni virðingu fyrir mannskepnunni, maðurinn er einmana í köldu og tillitslausu samfélagi, við getum engum treyst, samborgarar okkar eru álíka víraðir og við sjálf; við ótt- umst þá og ekki að ástæðulausu. Auðvitað er svona heims- mynd ævaforn og fyrir löngu orðin klassík. Þetta er til dæmis andlegur grundvöllur allra símatíma í útvarpi og spjall- þráða á netinu – nema þar á mannkynið sér von í þeim sem hringir inn eða bloggar. En í stúdentaleikritinu var enginn slíkur lítill drengur sem benti á að keisarinn væri nakinn. Í leik- riti stúdentanna voru allir nakt- ir; ráðamenn sem almúginn. Ég sá hins vegar viðtal við leik- stjórann um daginn og datt í hug hvort hann væri þessi drengur – en það er önnur saga. En sem sagt. Þar sem ég er að ganga út af sýningunni velti ég því fyrir mér hvort 1966 væri komið aftur. Úti var sumar ást- arinnar en inni var kominn vísir að því sem síðar varð 1968 – höfnun stórrar kynslóðar vel- megunarbarna á bláeygðri bjartsýni Kennedy-áranna sem spannst utan um fegurð, frama, peninga og völd. 1968 drógu reið ungmennin upp afdankaða svartsýnisrausara út úr frönsk- um háskólum og settu þá á sama stall og ástarfólkið hafði sett undir skeggjaða og utangátta einsetumenn austan af Indlandi sumarið 1966. Ég heyrði ekki betur en að sýning stúdentanna endurómaði þessa brúnaþungu spekinga. Ég kannaðist í það minnsta við frasa og upphrópan- ir sem ég hafði ekki heyrt síðan í leshring hjá Einingarsamtök- um kommúnista – marxistum, lenínistum um árið. Og mér varð hugsað til Marð- ar Árnasonar – jafnvel Össurar Skarphéðinssonar. Manna sem lögðu í langa göngu í gegnum Alþýðubandalag og Alþýðu- flokk, Þjóðvaka og Nýjan vett- vang til að ná landi í borgarleg- um jafnaðarmannaflokki akkúrat þegar þeirra tími loks- ins kom. Ekki í nýja flokknum heldur einmitt þar sem þeir lögðu af stað. Væru þeir ekki flottari sem glæstir, gamlir menn þessarar nýju kynslóðar dólga marxismans– eins og Iggy Pop var afi pönksins og Ronald Reagan faðir allra uppa. ■ Vi› erum ekki laus vi› 1968 GUNNAR SMÁRI EGILSSON Erum vi› ekki a› fá fram a›ra velmegunarkynsló› ungs fólks sem hefur efni á a› vera á móti strí›i og lofsyngja ástina? LAUGARDAGSBRÉF HRINGRÁS SÖGUNAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.