Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 20
20 4. júní 2005 LAUGARDAGUR Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi hefur um árabil verið oddviti Framsóknarflokksins í borgar- stjórn og í samstarfi flokksins innan Reykjavíkurlistans. Hann hefur fullan hug á að leiða flokk- inn áfram í borgarpólítíkinni fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar að ári. Áhrif Alfreðs í borgarstjórn- armeirihlutanum eru sögð mun meiri en ætla mætti, en þau áhrif hefur hann meðal annars í krafti stjórnarformennsku í Orkuveitu Reykjavíkur. Eitt helsta kosningamálið á næsta ári verða ugglaust átök um framtíð Reykjavíkurflugvallar og Vatnsmýrarinnar. Framtíðar- skipulag gerir ráð fyrir að völlur- inn víki að hluta árið 2016 og að fullu átta árum síðar. En þrýst- ingurinn vex og þykir skipulags- fræðingum, stjórnmálamönnum og almennum borgurum brýnt að endurmeta stöðuna. Þeir vilja með öðrum orðum flýta því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýr- inni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í minnihluta borgarstjórnar, sagði efnislega í samtali við Frétta- blaðið fyrir skemmstu að óraun- hæft væri að flytja völlinn að hluta en vildi þó bíða átekta eftir niðurstöðum viðræðna ríkis- valdsins og borgarinnar um framtíð hans. En í nýjum tillög- um sjálfstæðismanna um byggð á eyjunum við borgarsundin er ekki tekin afstaða til framtíðar Vatnsmýrarinn- ar. Alfreð Þor- steinsson hef- ur fyrir sitt leyti tekið afstöðu: „Ég tel til- lögur sjálfstæðismanna um svo- nefnda Eyjabyggð athyglisverð- ar og fyllstu ástæðu til að skoða þær nánar. Hins vegar er alveg ljóst, að þessi mál eru ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipu- lagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Og hvorki Sjálfstæðiflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.“ Höggvum á hnútinn Alfreð telur ljóst að aldrei muni nást sátt um að Reykjavíkurflug- völlur verði í Vatnsmýrinni til frambúðar, hvorki í núverandi mynd né smækkaðri. „Það er hins vegar jafnljóst í mínum huga, að það er skylda höfuð- borgarinnar að greiðar flugsam- göngur séu í næsta nágrenni hennar og þá er ég ekki að tala um Keflavíkurflugvöll heldur flugvöll, sem staðsettur yrði nær Reykjavík. Ég tel tímabært að höggva á þennan hnút og ákveða að reisa innlandsflugvöll á uppfyllingum við Löngusker í Skerjafirði. Framundan er alþjóðleg sam- keppni um Vatnsmýrina. Að mínu mati ætti Reykjavíkurflugvöllur ekki að vera inni í skipulagsfor- sendum þessarar samkeppni. Með slíkri ákvörðun væri tryggt, að innlandsflug yrði áfram á höfuð- borgarsvæðinu í góðum tengslum við miðborg Reykjavíkur og Vatnsmýrin yrði samfellt bygg- ingarsvæði fyrir íbúa, fyrirtæki og stofnanir, sem einkum tengd- ust háskólunum tveimur, Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Kostnaður við nýjan flugvöll ásamt landfyllingu og vegagerð gæti numið 10-20 milljörðum króna, en á móti koma tekjur af sölu lóða í Vatnsmýrinni langt umfram þennan kostnað,“ segir Alfreð. Vill ekki einkavæða Orkuveituna Alfreð hallast að áframhaldandi samstarfi innan Reykjavíkurlist- ans eftir kosningarnar að ári liðnu og kveðst ekki líta á Sjálf- stæðisflokkinn sem mikla ógn við það samstarf. „Ógnun kemur inn- an frá. Hún býr í fólki sem áttar sig ekki á hvernig valdatíð sjálf- stæðismanna var. Ég vona þó, að menn nái áttum og haldi áfram því mikla uppbyggingarstarfi sem gert hefur Reykjavík að eftirsóttri alþjóðaborg. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki verið öflugur sem minnihluti. Tveir af borgarfulltrúum flokks- ins eru jafnframt þingmenn og annar þeirra ráðherra. Hvort starfið um sig, að vera borgar- fulltrúi eða þingmaður, er fullt starf þannig að ljóst er að borgar- stjórnarflokkur þeirra veikist fyrir bragðið. Neikvæð afstaða sjálfstæðismanna í margvísleg- um málum hefur ekki aukið þeim tiltrú. Þeirra reyndasti maður er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Hann hefur verið farsæll í störf- um sínum, en aðrir borgarfulltrú- ar flokksins eru mistækir, svo vægt sé til orða tekið. Ef sjálfstæðismenn komast til valda í Reykjavík óttast ég það mjög að Orkuveita Reykjavíkur verði einkavædd. Sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins vilja einka- væða opinber fyrirtæki komist flokkurinn í aðstöðu til þess. Verði Orkuveitan seld munu fjár- festar vilja fá arð af fjárfestingu sinni, sem einungis yrði náð með hækkun orkugjalda. Orkugjöld í Reykjavík eru þau langlægstu sem þekkjast, ef borið er saman við höfuðborgir annarra Norður- landa enda er það stefna núver- andi borgaryfirvalda að hafa orkugjald íbúanna í lágmarki. 50 milljarðar á 20 árum Orkuveita Reykjavíkur er í þeirri stöðu í dag, að hún er val- kostur fyrir erlenda fjárfesta, sem vilja ráðast í stóriðju. Svo var ekki í tíð sjálfstæðismanna, þegar hér voru rekin þrjú veitu- fyrirtæki. Þá vantaði kraftinn sem fylgir stærð fyrirtækisins í dag. Þessi nýja staða hefur styrkt atvinnulífið á höfuðborgarsvæð- inu, því að með virkjanafram- kvæmdum á Nesjavöllum og Hellisheiði ásamt stækkun Norð- uráls olg stækkandi markaði að öðru leyti hafa tugir milljarða króna streymt inn á Suðvestur- hornið sem nýta má til uppbygg- ingar og framkvæmda. Samning- ar þeir, sem Orkuveitan hefur þegar gert vegna Norðuráls nema um 50 milljörðum króna næstu 20 árin. Slíkir samningar eru gríðarlega þýðingarmiklir fyrir Orkuveituna. Þeir hafa líka orðið til þess að lækka orkuverð til almennings, en ekki öfugt, eins og haldið hefur verið fram. johannh@frettabladid.is stjornmal@frettabladid.is Höggvum á flugvallarhnútinn nánar á visir.is UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,, „Því var haldið fram í þessum greinarflokki að ég hafi hótað stjórnarslitum út af þessu máli. Það hef ég aldrei gert. Því er líka haldið fram að ég hafi átt sérstakan fund með Davíð Oddssyni um þetta mál. Sá fundur hefur aldrei átt sér stað.“ Halldór Ásgrímsson um greinaflokk Fréttablaðsins þar sem sagði að hann hefði hótað að stöðva einkavæðingu ríkisbankanna, sem hefði getað leitt til stjórnarslita. Fréttablaðið 1. júní. Allt orkar tvímælis þá gert er, segir í Njálu. Vera má að þessi fleygu orð hafi sótt að Birgi Ísleifi Gunnarssyni seðlabankastjóra skömmu áður en hann tilkynnti ákvörðun bankans um hækkun stýrivaxta um hálft prósentustig í gær. Á fundi með blaða- og fréttamönnum síð- degis talaði hann um óvissu. Efnislega sagði hann að ójafnvægi væri ríkjandi og því væri framkvæmd peningastefnu vandasöm. Hvað er peningastefna? Er hægt að bjarga Bílddælingum og Skinna- iðnaði með réttri peningastefnu? Er til sú peningastefna sem gæti fengið Marel til að hætta við að stofna fyrirtæki í Slóvakíu en fjárfesta þess í stað í rekstri og góðum störfum í Garðabæ? Vísir menn hafa stigið fram og sagt að svona myndi þetta fara. Allt sem hitnar þenst út. Og það sem þenst út vegna vaxandi hita ryður frá sér. Ryður burt rekstri sem neyðist til að selja afurðir sínar fyrir auma dollara eða lækkandi evrur. Sjáum við fyrir okkur Þórólf Árnason, nýjan forstjóra Icelandic Group, segja við viðskiptavin í Bandaríkjunum: „Fyrirgefðu, en getum við fengið greitt fyrir sendinguna í íslensk- um krónum?“ Eða verður nærtækara fyrir hann að stofna fiskvinnslufyrirtæki á veg- um Icelandic Group í Litháen. Þar er að minnsta kosti ekki íslenska ofurkrónan að þvælast fyrir félaginu. Seðlabankinn hefur eitt markmið sem stendur öllum öðrum markmiðum ofar. Að halda verðbólgu í skefjum. Þar á bæ eru allir glaðir þegar verðbólgumælirinn stend- ur í 2,5 prósentum. Þar vita menn að fari verðbólgan úr böndunum tapa allir. Heim- ilin ekki síst. Afborganir af húsnæðislánum gætu hækkað á skömmum tíma til dæmis úr 70 í 90 þúsund krónur á mánuði. Kannast einhver við tölurnar? Eigum við að treysta því að ráð Seðlabankans dugi? Eða eigum við bara að kasta krónunni, taka upp evruna og sjá hvað gerist? Ofurkrónan VIKA Í PÓLITÍK JÓHANN HAUKSSON ÚT AF SKERJAFIRÐI OG ÁLFTANESI ERU LÖNGUSKER Alfreð telur að uppfylling fyrir nýjan Reykjavíkurflugvöll á Lönguskerjum kosti innan við 20 milljarða króna. Alfreð Þorsteinsson telur að ekki verði vikist undan því að ákvarða sem fyrst framtíð Reykjavíkurflugvallar. Alfreð kveðst óttast að sjálfstæðismenn einkavæði Orkuveitu Reykjavíkur komist þeir til valda eftir næstu borgarstjórnarkosningar. ALFREÐ ÞORSTEINSSON BORGAR- FULLTRÚI: „Sterk öfl innan Sjálfstæðis- flokksins vilja einkavæða opinber fyrirtæki komist flokkurinn í aðstöðu til þess.“ Framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli: Vi›ræ›ur hefjast á næstunni VARNARMÁL Viðræðum Íslendinga og Bandaríkjamanna um framtíð herstöðv- arinnar á Keflavíkurflugvelli verður fram haldið snemma í sumar. Nefndin sem endurskoðar starfsemi Bandaríkjahers leggur fram tilmæli í fjórum liðum og fjallar einn liðurinn sérstaklega um Ísland. Þar segir að Bandaríkin ættu að endurskoða samn- ing sinn við Ísland á þann hátt að hann endurspegli öryggisaðstæður eins og þær voru að loknu kalda stríðinu. Hin tilmælin fjalla um öryggishagsmuni Bandaríkjamanna og herstöðvar þeirra í Japan, Afríku, Suður- Ameríku og Evr- ópu. Al Cornella, formaður nefndarinnar, sagði þegar skýrslan var birt í nýliðn- um mánuði að nefndarmenn skildu vel þörfina á breytingum en vegna um- fangs verkefnisins og þarfa á samræm- ingu hefðu nefndarmenn efasemdir um að áætlanir um niðurskurð stæðust tímaáætlanir. Nefndin telur raunar óráðlegt að hraða endurskoðuninni um of. Í skýrslunni eru þrjár niðurstöður nefndarinnar tilgreindar sérstaklega. Í fyrsta lagi er lögð áhersla á að sem minnst röskun verði á starfsemi og lífi hermanna og annarra starfsmanna Bandaríkjahers í viðkomandi herstöðv- um til síðasta dags. Í öðru lagi að hægja verði á svo umfangsmikilli endurskipu- lagningu eða einstökum liðum hennar. Í þriðja lagi er talin þörf á að Bandaríkja- þing fylgist vel með umfangi, afleiðing- um og kostnaði við framkvæmd áætl- ana um fækkun mannafla eða niður- skurð í starfsemi herstöðvanna. -jh PENTAGON Bandarísk yfirvöld endurmeta nú þarfir fyrir herafla og herstöðvar á erlendri grundu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.