Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 42
Ráðstefnan Tengslanet – IIVöld til kvenna var haldin áBifröst 26. og 27. maí. Doktor Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor við lagadeildina á Bif- röst, átti frumkvæði að ráðstefn- unni en þetta er í annað skipti sem hún er haldin. Á ráðstefnunni voru efnahagsleg völd til kvenna í brennidepli. Fjöldinn allur af fyr- irlesurum hélt erindi. Hæstarétt- arlögmaðurinn Sif Konráðsdóttir flutti erindi um launajafnrétti en jafnréttismál eru henni hugleikin. „Það er brot á almennum hug- myndum um jafnræði að skekkja sé í launum kynjanna. Það þarf að upplýsa fólk og það þarf að vera umræða um þessi mál. Lögmenn hafa jafnmiklar skyldur og hver annar til að koma með innlegg í þá umræðu,“ segir Sif. Þótt ekki hafi verið flutt mörg dómsmál um launajafnrétti eru þau nokkur og hefur Sif farið með mörg þeirra. „Þegar ég heyrði konur tala um þennan trúnað sem þær og samstarfsmenn þeirra eru bund- in varðandi launin sín fór ég að leita mér upplýsinga. Mér fannst þetta athyglisverð staða að geta ekki spurt samstarfsmenn um laun þeirra og mega ekki tala um launin sín. Og að það væri ekki vel séð að fólk væri að bera laun- in sín saman. Ég vildi skoða hvort það væru raunverulega einhverj- ar hömlur á því að fá upplýsing- ar,“ segir Sif. Hún segist hafa heyrt mörg dæmi um að konur í stjórnunarstöðum hjá einkafyrir- tækjum væru oft að komast að því að mennirnir sem væru ráðn- ir í þeirra stað fengju miklu hærri laun en þær sjálfar voru með. Hún bendir einnig á að margar hefðu orð á því að þær væru að fá tilviljanakenndar upplýsingar sem þær ættu erfitt með að nota. Þær gætu átt í hættu að vera sakaðar um að fara í skjöl sem þær hefðu ekki að- gang að eða mennirnir sakaðir um trúnaðarbrot. „Mér fannst þetta svo mikill vandræðagangur að ég vildi skoða hvort það væru ekki einhverjar aðrar leiðir í boði. Það var hvatinn að því að ég ákvað að skoða þetta nánar.“ Launaleynd ekki sjálfsagður hlutur Þegar Sif leitaði upplýsinga komst hún að því að launaleyndin er skrítið fyrirbæri. „Orðið launaleynd er hjúpað leyndardómi. Það hefur fengið að leika lausum hala og grassera í samfélaginu. Það er ekki hægt að skilgreina þetta orð en allir gera óvin úr því, enda stuðlar það að kynbundnum launamun. Hingað til hafa vinnuveitendur ekki verið látnir standa reikningsskil á þessu. Upp vakna spurningar eins og hvað starfsmaðurinn fái í stað- inn fyrir launaleyndina. Það þarf að afhjúpa þetta því allt of margir taka launaleyndinni sem sjálf- sögðum hlut,“ segir Sif og bætir við að launamál séu einkamál hvers og eins, en fólk verði að geta valið hvort það vilji ræða launin sín eða ekki. „Auðvitað er samningsfrelsi á vinnumarkaði. Menn mega semja um ráðningarkjör en þeim eru settar skorður af jafnréttislögum. Vinnuveitandi getur ekki skot- ið sér á bak við að hann hafi samið um trúnað við karlkyns starfs- mann þegar kona sem vinnur hjá honum segir að hana gruni að á henni sé brotið. Það væri brot á jafnréttislögum. Það er ekki hægt að praktísera jafnréttisregluna ef það er ekki hægt að nálgast upp- lýsingar. Niðurstaða mín er að launa- og kjaraleyndin verður að takmarkast af jafnréttislögum.“ Konur oft ragar við að fara í mál Sif heldur því fram að launaleynd komi engum vel og haldi launum kvenna niðri. „Nota atvinnurekendur launa- leyndina sem stjórntæki? Eða er þetta leið til að fá meiri arð og betri rekstrarafkomu? Hver er tilgangurinn ef hann setur þetta inn í ráðningarsamning? Mér finnst að vinnuveitendur þurfi að svara fyrir þetta núna.“ Hún kem- ur með þá tillögu að aðilar vinnu- markaðarins setjist niður og geri samkomulag um að atvinnurek- endum sé skylt að upplýsa stéttar- félögin eða Jafnréttisstofu um laun starfsmanna þegar það á við. Eða í þeim tilfellum sem konu grunar að jafnlaunareglan sé brotin. „Ég er bara að tala um þau til- vik út frá kynbundnum launamun. Vilja atvinnurekendur nota launa- leynd til að viðhalda kynbundnum launamun. Vilja þeir þetta?“ Til að fá niðurstöðu í sín mál er oft nauðsynlegt að leita til dóms- stóla. Því miður er kvenfólk oft ragt við að fara með sín mál alla leið. „Ég get svo sem ekki gefið út almenna hvatningu um að fara í mál. Þetta hangir allt saman. Kon- ur gera ekki jafn háar launakröf- ur og karlar. Þegar þær halda að það sé brotið á þeim eiga þær að fá upplýsingar. Fái þær upplýs- ingar sem sýnir að brotið sé á þeim eiga þær að krefjast réttar síns. Það þarf auðvitað að vera til staðar lagalegur grundvöllur og úrræði til þess að fara í mál út af launajafnrétti. Dómsmálin eru ótrúlega fá og einnig málin hjá kærunefnd jafnréttismála. Í vik- unni bárust fréttir af því að launa- munur hjá viðskipta- og hagfræð- ingum hefði aukist á einhverju tímabili, samt fjölgaði ekki kær- unum til kærunefnar. Það eru auð- sjáanlega einhverjar hindranir sem eiga sér sjálfsagt margar skýringar,“ segir hún. Vantar fordæmi Spurð um ástæður þess að konur sæki ekki rétt sinn fyrir dómsstól- um segir hún ástæðurnar afar margar og mismunandi. „Það er spurning hvort úrræð- in séu nógu aðgengileg og kostn- aður spilar örugglega stórt hlut- verk. Þegar konur eru í starfi get- ur það valdið þeim erfiðleikum á vinnumarkaði að fara í mál. Það vantar náttúrlega fyrst og fremst fordæmi, bæði í dómum og í álit- um kærunefndar, sem gerir það að verkum að kona hefði sterkara vopn í höndunum þegar hún er að gera þessa kröfu.“ Hún bendir á að þeir sem séu utan stéttafélaga séu í mun verri stöðu en hinir því þeir hafi engan til að aðstoða sig í fyrstu umferð við að leita réttar síns. Sif segir að á ári hverju komi upp nokkur mál þar sem konur vanti aðstoð við að afla upplýsinga um gögn hjá vinnuveitendum. „Það væri auðvitað betra ef rétturinn til að nálgast gögnin væri meira afgerandi, ef það hefðu til dæmis fallið einhverjir dómar. Laun eru persónuupplýs- ingar og túlkun jafnréttisumboðs- mannsins og persónuverndar í Noregi er sú að þegar starfsmað- ur telur að á honum sé brotin jafn- launaregla getur vinnuveitandi ekki neitað að afhenda gögn um laun samstarfsfélaga hans. Svona niðurstaða er ekki komin á Íslandi og það væri ágætt að láta á það reyna svo hægt væri að vísa í for- dæmi. Persónuvernd hefur ekki fengið svona erindi. Jafnréttis- stofa hefur enn sem komið er ekki neina opinbera afstöðu. Það vant- ar túlkun um að þessi réttur sé til staðar. Það finnst mér mjög at- hyglisvert.“ martamaria@frettabladid.is 26 4. júní 2005 LAUGARDAGUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I£SIF KONRÁÐSDÓTTUR var hvatamaður að ályktun sem ráðstefnan Tengslanet – II Völd til kvenna sendi frá sér um launaleynd. Launaleynd er brot á jafnræði Sif Konrá›sdóttir hæstaréttarlögma›ur flutti áhugavert erindi um launajafnrétti á rá›stefnunni Tengslanet – II Völd til kvenna sem haldin var á Bifröst á dögunum. Eftir rá›stefnuna sendu rá›stefnugestir frá sér ályktun og skoru›u á atvinnurekendur a› endursko›a svonefnda launaleynd. Marta María Jónasdóttir ræddi vi› Sif um laun kvenna og rétt fleirra á vinnumarka›i. ÁLYKTUN Tengslanet II Hátt í tvö hundruð þátttak- endur á ráðstefnunni Tengslanet II á Bifröst 26. og 27. maí 2005 skora á at- vinnurekendur að endur- skoða svokallaða launa- leynd. Svonefnd launaleynd er ekki heppileg starfsmanna- stefna og þjónar hvorki hagsmunum eigenda, stjórnenda né starfsmanna fyrirtækja. Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gagnsæi markaðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmuna- máli allra á vinnumarkaði – að útrýma kynbundnum launamun. Launaleynd gengur gegn markmiðum jafnréttislaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.