Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 54
38 4. júní 2005 LAUGARDAGUR EKKI MISSA AF… ... sýningu Önnu Hallin í gall- eríinu Suðsuðvestur í Reykjanes- bæ. Sýningin ber nafnið Lend- ing/Landing. Henni lýkur um helgina. ... menningarhátíðinni á Grand Rokk núna um helgina með tón- leikum, málþingum, stuttmynda- keppni og leiksýningu. ... Tilfinningatorginu í garðin- um á bak við Kaffi Hressó, sem stendur frá klukkan 14 til 18 í dag. Það varður óneitanlega heimsborgaralegt and- rúmsloft sem einkennir Lækjargötuna í dag, þegar röð sumardjasstónleika hefst í bakgarði Jómfrúar- innar, nú tíunda árið í röð. „Í upphafi vildum við skapa dönsk áhrif því að djasstónleikar utanhúss eru algengir í Kaupmanna- höfn á sumrin,“ segir Jakob Jakobsson smörre- brödsjomfru, sem í sumar stendur fyrir tónleikum alla laugardaga á milli fjögur til sex. „Fyrsta árið sá Magnús Scheving trommuleikari um tónleikaröðina, en allar götur síðan hefur Sigurður Flosason tónlistarmaður haft veg og vanda af skipulagningunni, en einmitt Sigurður og hans kvartett opna tónleikaröðina í dag,“ segir Jakob sem með djassinum vill lífga upp á miðbæinn. „Fólk gengur að því vísu ár eftir ár að heyra hér djass á laugardögum og fær sér hina heilögu þrenningu: öl, snafs og smurbrauð. Reyndar segja margir: „Nú þarf maður ekki lengur að fara til Kaupmannahafnar. Maður er kominn hálfa leið“.“ Og að sögn Jakobs þykir tónlistarmönnum skemmtilegt að spila í bakgarði Jómfrúarinnar. „Það eru alltaf að aukast fyrirspurnir erlendra djassbanda sem vilja hafa viðkomu hér á leið sinni til frekari tónleikahalds um heiminn og nú þegar eru skráðar þrjár erlendar sveitir í sumar.“ Kl. 20.00 Víólutónleikar verða í Salnum í Kópa- vogi í kvöld. Þar flytja Lars Anders Tomter víóluleikari, Gunilla Süssmann píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari verk eftir Robert Schumann, Isang Yun, Henry Vieuxtemps, Bjarne Brustad og César Franck. menning@frettabladid.is Sumardjasstónleikar í bakgarði Jómfrúarinnar: Gestir komnir hálfa lei› til Köben Ólgandi hátíð alla helgina ! ■ ■ KVIKMYNDIR  16.00 Stuttmyndakeppni verður haldin á Grand Rokk. ■ ■ TÓNLEIKAR  15.00 Big Kahuna leikur í Smekk- leysu Plötubúð, Laugavegi 59.  20.00 Lars Anders Tomter víólu- leikari, Gunilla Süssmann píanóleik- ari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari halda tónleika í Salnum í Kópa- vogi.  20.30 Bob og Johnny Po spila á Kaffi Hljómalind ásamt hljómsveit- inni Jakobínarína.  23.00 Tónleikar með Trabant á menningarhátíð Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  15.00 Leikfélag Grand Rokk frum- sýnir leikritið Lamb fyrir tvo eftir Jón Benjamín í leikstjórn Lísu Pálsdótt- ur á menningarhátíð Grand Rokk. ■ ■ OPNANIR  14.00 Kristín Blöndal opnar myndlistarsýninguna Metamorphos- is í galleríi Sævars Karls.  17.00 Steinunn Harðardóttir og Sæmundur Þór Helgason opna sýn- ingu í Gallerí Tukt í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5.  17.00 Vilhelm Anton Jónsson, Villi naglbítur, opnar sína fyrstu opinberu málverkasýningu á Kaffi Sólon, Bankastræti 7. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Harmonikuball/Sjómanna- dagsball verður í Glæsibæ við Álf- heima.  22.00 Dúettinn Sessý og Sjonni leikur á Hótel Barbró, Akranesi.  Dj Nonni 900 og Áki pain á Pravda.  Hljómsveitin Karma skemmtir á Oddvitanum á Akureyri með söngv- arann Labba úr Mánum í farabroddi.  Atli skemmtanalögga á Traffic í Keflavík.  Hljómsveitin Logar frá Vestmanna- eyjum verður með stórdansleik í Klúbbnum við Gullinbrú.  Hljómsveitin Tilþrif skemmtir í Vél- smiðjunni á Akureyri.  Skítamórall skemmtir á Sjallanum, Akureyri. ■ ■ ÚTIVIST  13.00 Menningarganga Birnu Þórðardóttur á Blómadegi Skóla- vörðustígsins hefst frá Skólavörðu- holti. ■ ■ SAMKOMUR  14.00 Tilfinningatorgið verður í garðinum á bak við Hressó til klukk- an 18.  20.30 Hjörleifur Hjartarson og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir efna til söngvöku í Minjasafninu á Akureyri.  Blómadagurinn verður haldinn í annað sinn á Skólavörðustígnum og mun þessi gata blóma, menning- ar, handverks, hönnunar, sælkera og heilsufæðis skarta sínu fegursta í sumarbyrjun. Dyr verða opnar fyrir gestum og gangandi til kl. 17. ■ ■ FÉLAGSLÍF  11.30 Áhugamannafélagið París verður með félagsfund á Kringlu- kránni. ■ ■ LISTAHÁTÍÐ  17.00 Pacifica kvartettinn leikur í Hömrum, Ísafirði.  20.00 Söngkonan Anne Sofie von Otter kemur fram í Háskólabíói ásamt Bengt Forsberg píanóleikara. ■ ■ BJARTIR DAGAR  12.30 Dagur lúðrasveitanna í Hafnarfirði hefst á því að lúðrasveitir leika á ýmsum stöðum í miðbæ Hafnarfjarðar.  14.00 Skógrækt í Undirhlíðum í boði Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Mæting við Kaldársel. Leiðsögumað- ur er Jónatan Garðarsson. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Laugardagur JÚNÍ STÓRA SVIÐ 99% UNKNOWN - Sirkussýning CIRKUS CIRKÖR frá SVÍÞJÓÐ Þri 14/6 kl 20, Mi 15/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Fö 17/6 kl 20 Aðeins þessar sýningar 25 TÍMAR Dansleikhús / samkeppni LR og Íd í samstarfi við SPRON. Fi 9/6 kl 20 - 2.500,- Einstakur viðburður KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Í dag kl 14 UPPS., Su 5/6 kl 14 - UPPS., Su 12/6 kl 14 UPPS, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14 - UPPS., Su 26/6 kl 14, Lau 9/7 kl 14, Su 10/7 kl 14, Su 17/7 kl 14, Su 24/7 kl 14 NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ/ÞRIÐJA HÆÐIN ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur. Í kvöld kl 20, Su 5/6 kl 20, Fi 9/6 kl 20, Fö 10/6 - UPPS., kl 20, Lau 11/6 kl 20, Þri 14/6 kl 20, Fi 16/6 kl 20, Lau 17/6 kl 20, Su 18/6 kl 20 Síðustu sýningar Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudag Hátíð hafsins hefst þegar fjöldi skipa í Reykjavíkurhöfn flautar inn hátíðina á slaginu 10 í dag. Há- tíðin er haldin í tilefni af sjó- mannadeginum, sem er farinn að breiða svolítið úr sér því hátíðin verður bæði á laugardegi og sunnudegi. Margt verður til gamans gert, meðal annars verður haldin dorg- veiðikeppni á hafsögupramman- um í Suðurbugt, áhafnir skipa fara í knattspyrnukeppni og reip- tog á Þróttarvellinum í Laugardal, siglingakeppni Brokeyjar verður ræst með fallbyssuskoti og sett verður á laggirnar flöskuskeyta- smiðja í tjaldi á hafnarbakkanum þar sem myndlistarkonan Helga Katrín Hjálmarsdóttir aðstoðar fólk við að búa til flöskuskeyti. Þegar skeytin eru tilbúin verður siglt með þau út á Sundin og flösk- unum kastað út í hafsauga. Sjóminjasafn Íslands verður einnig opnað í dag að Grandagarði 8. Fyrsta sýning safnsins er helguð hundrað ára afmæli togaraveiða á Íslandi því nú í ár eru liðin hundrað ár frá því fyrsti togarinn, Coot, kom til landsins. Togarar höfðu geysimikil áhrif á atvinnulíf og hagkerfi landsins og verður þeirri sögu gerð góð skil á sýningunni. Á Miðbakkanum í Reykjavík verða ennfremur opnaðar fjórar sýningar. Ein þeirra er skrautlegt safn fiska sem Hafrannsóknar- stofnun hefur safnað undanfarnar vikur. Hinar þrjár eru ljósmynda- sýningar. „Höfnin og hernámið“ nefnist sýning á ljósmyndum sem sýna hlutverk Reykjavíkurhafnar á hernámsárunum. „Fiskisagan flýgur“ er sýning á svarthvítum ljósmyndum Kristins Benedikts- sonar, sem hann tók bæði úti á sjó og í sjávarplássum víða um land á áttunda áratug síðustu aldar. Loks verður opnuð sýningin „Ljósmyndir við sjóinn“ sem er sérstæð og falleg sýning á ljós- myndum sem grunnskólabörn hafa tekið. Fjölmargt fleira verð- ur í boði bæði í dag og á morgun, en í kvöld verður haldið glæsilegt sjómannahóf á Broadway þar sem um þúsund manns mæta í mat og skemmta sér á dansleik við undirleik Milljónamæring- anna. ■ JAKOB SMÖRREBRÖDSJOMFRU OG SIGURÐUR FLOSASON TÓNLISTARMAÐUR Sigurður ríður á vaðið síðdegis í dag og spilar eðaldjass með kvartett sínum í bakgarði Jómfrúarinnar í Lækjargötu. FRÁ HÁTÍÐINNI Í FYRRA Hátíð hafsins verður haldin í Reykjavík núna um helgina í tilefni af sjómannadeginum á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.