Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.IKEA.is Og svo er bara að slappa af IK E 28 52 5 0 6. 20 05 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 5 Draumasumar 195,- IKEA/PS VÅLLÖ kanna 1,2 lítrar ýmsir litir Barnamáltíð kjúklinganaggar, franskar og safi KORINT blómapottur Ø18 H19 sm 195,- BETTNA blómapottur Ø20 H18 sm GRÄNSÖ borð 4.990,- IGGÖN reykelsi/flugnafæla 3 stk. Ø16 sm 490,- ÖCKERÖ stóll 2.490,- ÄNGAR kerti 6 stk. 395,- 390,- KUNGSHATT garðaskraut 390,- HAKEBO handgerðar körfur 4 stk. frá 25x25 H15 sm 390,- 290,- RÖNÖ skrautsteinn tvær gerðir 20 sm 250,-/36 sm 290,- TYVÖ motta 76x114 sm 490,- SMS Nú er það komið fram í dagsljósiðog hefur enginn mótmælt því sér- staklega eða vísað því á bug, að hinir fræknu ölgerðarfeðgar frá Rússlandi eignuðust Landsbankann á sínum tíma með því að slá á þráðinn, eins og það heitir, til þáverandi forsætisráð- herra og einfaldlega biðja um að fá að kaupa bankann. Sá díll í gegnum síma verður líklega að teljast einhver stærsti díll sem gerður hefur verið í gegnum síma hér á landi og fer lík- lega í bækurnar sem eitthvað stærsta skref sem tekið hefur verið í símsölu- mennsku hér á landi fyrr og síðar. GAURINN bara tók upp tólið. Ekk- ert að stressa sig á þessu. Var í bandi. Var ekkert að tvínóna við þetta. Hringdi í kauða. „Hey félagi! Frétti að þú værir að selja banka! Ííííhaaa. Ég kaupi.“ Og málið dautt. Dílnum lokað. Allir sáttir. Nema auðvitað þeir hinir sem þurftu að fara í gegnum eitthvað söluferli með tilboðum og dóti, án þess að vita að þeir áttu aldrei séns. Þeir nefnilega höfðu ekki vit á að hringja og einfaldlega biðja um bankann. Tryggja sér dæmið fyrir fram. AUÐVITAÐ á maður alltaf að hringja í fólk þegar maður vill eitt- hvað. Bara slá inn númerið. Ekkert hik. Ég er ómögulegur í þessu. Ég er nefnilega haldinn léttri símafóbíu, ótta við símtöl. Mér finnst skrýtið að vera með einhverja rödd í annarri manneskju í eyranu án þess að sjá manneskjuna. Kannski sæki ég illa að? Ég er alltaf hræddur um slíkt. Hvað ef fólk er kannski í miðjum eld- heitum ástarleik þegar ég hringi? „Er ég að trufla?“ spyr ég, mjóróma. „Já, nei, nei,“ er dæst hinum megin. „Hvað?“ Og ég fer í mínus, þið vitið. ÉG er meira fyrir sms þegar mikið liggur við. Símtöl klúðrast bara. Ég hljóma kannski fúll út af einhverju, en er samt ekki fúll. Röddin mín er bara svona. Svo þegi ég kannski óeðli- lega mikið, alveg óvart, þannig að símtalið fjarar út í sandinn. Samt meina ég ekkert með því. Sms er laust við þetta. Sms-skilaboð finnast mér líka falleg og skemmtileg. Þau eru meira í anda gömlu sendiboðanna, sem ungt fólk í tilhugalífi sendi sín á milli með skilaboð á fallegu bréfsefni í frönsku sveitaþorpi á miðri 18. öld. Þið vitið. Sms byggist á hinu ritaða máli og þar eru margir betur á heima- velli en í hinu talaða. Sms eru bréf- dúfur nútímans. HITT er þó annað mál að oft spilar maður rassinn úr buxunum með einu fíflalegu og mjög svo óviðeigandi sms í hita leiksins, einkum til kvenna. Ég er reyndar alveg viss um að áður fyrr gerðu menn það líka og sendu óviðeig- andi skilaboð með sendiboða eða bréf- dúfum undir áhrifum áfengis. Fengu svo kjánahroll dauðans daginn eftir. EN hvað um það. Ég hefði semsagt frekar sent sms til forsætisráðherra ef ég hefði viljað kaupa Landsbank- ann. En ég er ekki viss um að ég hefði fengið svar, frekar en aðrir. Og dag- inn eftir hefði ég ábyggilega eytt því úr símanum og spurt sjálfan mig eins og kjáni: Hvað var ég að pæla? ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.