Fréttablaðið - 04.06.2005, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 4. júní 2005 31
DSC-T7 & 512 MB minniskort
Stafræn myndavél
• 3x optical Carl Zeiss linsa
• 5,1 milljón pixlar
• 2,5" skjár
4.995 krónur á
mánuði vaxtalaust*
59.940 krónur staðgreitt
Sumartilboð í Sony Center
512 MB minniskort fylgir!
*Miðað við 12 vaxtalausar jafnar greiðslur á Visa eða Mastercard skuldabréf. 0,5% stimpilgjald bætist við samningsfjárhæðina og greiðist með jöfnum greiðslum yfir samningstímann.
512 MB minniskort
að verðmæti 10.995,-
fylgir með!
DSC-S90 & 512 MB minniskort
Stafræn myndavél
• 3x optical Carl Zeiss linsa
• 4,1 milljón pixlar
• 2,5" skjár
3.495 krónur á
mánuði vaxtalaust*
41.940 krónur staðgreitt
DSC-P200 & 512MB minniskort
Stafræn myndavél
• 3x optical Carl Zeiss linsa
• 7,2 milljón pixlar
• 2" skjár
4.495 krónur á
mánuði vaxtalaust*
53.940 krónur staðgreitt
Ragnheiður Gröndal
söngkona og gítaristinn í
Hjálmum, Guðmundur
Kristinn Jónsson, völdu
þrjá ómissandi hluti.
Ragnheiður Gröndal heillaði alla upp
úr skónum á frumsýningu verksins
Móðir mín, dóttir mín í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu 1. júní, en hún sér um tón-
listina í leiksýningunni. Næsta verkefni
Ragnheiðar er djasshátíð í Kaup-
mannahöfn þar sem hún kemurfram
með átta manna hljómsveit.
Geisladiskasafnið
náttúrulega, ég get
ekki verið án þess.
Ég hlusta alltaf á
diska í bílnum og
alltaf þegar ég er
ekki að gera eitt-
hvað annað.
Flygillinn minn er
mjög mikilvægur. Ég
spila á hann á hverjum
degi og sem á hann
og æfi mig. Ég gæti
ekki verið án hans.
Laptop-tölvan,
þar hef ég allar
upplýsingar,
email, skjöl og
nótur. Svo er
ég með mikil-
væg upptökuforrit á tölvunni og önnur
tónlistarforrit.
Kiddi í Hjálmum, eða Guðmundur
Kristinn Jónsson eins og hann heitir
fullu nafni, er að spila með hljómsveit-
inni á Nasa í kvöld og svo er stefnan
tekin á G-festival í Færeyjum í júlí.
Kiddi vinnur nú að kántríplötu í sam-
starfi við Baggalút sem á að koma út
fyrir verslunarmannahelgina. Fyrsta
lagið, Settu brennivínið í mjólkurglasið
vina, er komið í spilun og lofar góðu.
Pítsa í kassa. Ég
fæ mér alltaf
eina pítsu á dag.
Ég reyni að gera
það á hverjum
degi, það tekst
nú ekki alltaf. Ég
fékk til dæmis enga pítsu í Rússlandi
þó að ég hafi leitað mikið.
Derhúfan mín. Það er af því að ég er
að verða sköllóttur, þá
verð ég að vera
með derhúfu.
Geislaspilarinn
minn Ég er búinn
að prufa að kaupa Ipod og svona ný-
tískudót en það gengur ekki. Ég sef
með eyrnatólin í eyrunum
og spilarann við
hliðina á mér. Þá
get ég hlustað á
tvö lög í
morgunsárið.
RAGNHEIÐUR GRÖNDAL
OG GUÐMUNDUR JÓNSSON
ÓMISSANDI
Minn góði æskuvinur, Finnur Lárusson
stærðfræðingur í Kanada, hafði bein
áhrif þegar hann átti þátt í því að ég
valdi vísindin fram yfir viðskipti. Við
Finnur kynntumst í upphafi skóla-
göngu við Melaskólann og urðum
bestu vinir. Sjálfur tók hann mjög
ákveðna stefnu á vísindi í barnaskóla
og ætlaði sér að verða líffræðingur, en
tók stefnuna á stærðfræði eftir tólf ára
aldurinn og hefur stundað síðan.
Finnur lagði mikið upp úr bóklegu
námi og taldi rétt að kunna skil á því
sem ætlast var til, og þá alveg upp á
tíu, en ekki 9,5. Sú einkunn þýddi ekki
að 95 prósent væru rétt, heldur að
fimm prósent væru vitlaus, sem var al-
varlegt mál. Finnur
minnti mig því
reglulega á að við-
eigandi væri að
kunna skil á því
sem maður tæki
sér fyrir hendur að
læra.
Trúlega höfum við
nú spanað þetta
hvor upp í öðrum og Finnur segði
sjálfsagt það sama um mig, en þessi
mótun fór fram strax í fyrstu bekkjum
grunnskólans. Við tókum upp á ýmsu
saman, þar á meðal skrifuðum við
greinar í Moggann um trúarbrögð og
þróunarkenninguna, sem voru hvorki
uppfullar af hógværð né umburðar-
lyndi gagnvart trúarbrögðum og sögð-
um nánast umbúðalaust að trúarbrögð
væru birtingarmynd fáfræði, sem ýms-
um þótti ekki sniðugt.
Ég hef alltaf verið veikur fyrir viðskipt-
um, ekki síst þegar ég var yngri, en
Finnur sannfærði mig um að vísindi
væru verðugri viðfangsefni, sem ég er
ekki endilega viss um að sé rétt. Hann
taldi aðra geta sinnt viðskiptum, og
stuðlaði að því að ég valdi vísindin.
Reyndar þurfti ekki mikinn sannfær-
ingakraft til, ég var veikur fyrir vísind-
um og hafði frá barnæsku haft gríðar-
legan áhuga á veðrinu. Það kitlaði
valdið að lyfta stóra steininum: að
geta náð tökum á lofthjúpnum.
Hins vegar hefur heimurinn breyst síð-
an þá. Standi maður sæmilega sterkur
í fræðum eins og lofthjúpsfræðum
spretta upp viðskiptatækifæri. Þau
tækifæri fá farveg í Reiknistofu í veður-
fræði sem ég á hlut í og reyndar er
það svo að Reiknistofan styður við vís-
indin ekki síður en vísindin við hana,
þannig að á endanum komu viðskiptin
og fræðin saman.
ÁHRIFAVALDAR HARALDUR ÓLAFSSON VEÐURFRÆÐINGUR
Finnur vísa›i vísindaveginn
Flygill og pítsa
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
FINNUR LÁRUS-
SON stærðfræðingur