Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 12

Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 12
12 13. júní 2005 MÁNUDAGUR „Ég hef verið við leik- og söngæfingar að undanförnu,“ segir Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sig- ríður Arnþórsdóttir vinkona hennar hélt upp á sextugs- afmæli sitt á laugardagskvöldið og tóku Guðný og fleiri vin- konur sig til og sömdu dagskrá um Sigríði. „Okkur finnst við vera ákaflega fyndnar en það er spurning hvað öðrum finnst,“ segir Guðný og hlær. Hún segist syngja og leika þegar svo beri undir enda þurfi fólk til sveita að bregða sér í alls konar líki. Ekki er annað að merkja á Guðnýju sveitarstjóra en að allt gott sé að frétta úr Grýtubakkahreppi en hann stendur við Eyjafjörðinn austanverðan og þar er kauptúnið Grenivík. „Sunnanáttin er loksins komin en það vantar vætuna,“ segir Guðný og bætir við að bændur séu farnir að reka fé sitt á fjall. Og eitt og annað er á seyði á Grenivík hvað snertir íþróttir. „Við erum hér í óðaönn að útbúa KSÍ sparkvöll og keppumst við að ljúka viðbyggingu við íþróttamiðstöðina svo hægt verði að opna sundlaugina.“ Þó að Grýtubakkahreppur og Grenivík kunni að vera úr leið margra ferðamanna segir Guðný þeim sífellt fjölga sem þangað leggi leið sína. „Fjörðurnar eru mjög vinsælar og verða vinsælli með ári hverju. Göngu- ferðirnar sem þar er boðið upp á með trússjeppa eru geysimagnaðar og vinsælar,“ segir sveitarstjórinn og talar þar af reynslu. Á dögunum gekk hún hins vegar aðra leið, upp á Laufáshnjúk sem er í sjö til átta hundruð metra hæð, og var útsýn- ið þaðan himneskt að hennar sögn. Guðný ætlar ekki að taka sér langt frí í sumar heldur hyggur á styttri ferðir með fellihýsið í togi. Hún tekur sér lengri leyfi yfir vetrar- tímann og fer þá helst til Kanarí- eyja. Okkur finnst vi› ákaflega fyndnar HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐNÝ SVERRISDÓTTIR SVEITARSTJÓRI nær og fjær „Vi›ey er í raun tvær eyjar, Austurey og Vesturey.“ GESTUR GUNNARSSON TÆKNIFRÆÐ- INGUR UM VIÐEY Í FRÉTTABLAÐINU. „Ég var búinn a› láta mér detta í hug a› fla› væri lax flarna.“ ÓLAFUR HAUKUR ÓLAFSSON FRÁ VALDASTÖÐUM, SEM VEIDDI LAX VIÐ LAXFOSS Í LAXÁ Í KJÓS. MORGUN- BLAÐIÐ. OR‹RÉTT„ “ Sendu SMS skeytið JA MMF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar f. 2 Mr & Mrs Smith Glæsilegur varningur tengdur myndinni t.d. úr og bolir DVD myndir Margt fleira. Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. SMS leikur Fisfélag Reykjavíkur hélt árlegt mót við Hafrafell á dögunum. Þar flugu ýms- ar furðuverur um loftið þar sem helmingur stiga fékkst fyrir hugmynda- ríkan grímubúning. Svif- hlífar eiga vaxandi vin- sældum að fagna á Ís- landi. Púki með horn og hala sveif til jarðar á dögunum. Hann var hluti af stærri hópi furðufugla sem kepptu á árlegu móti Fisfélags Reykjavíkur sem kallast því skemmtilega nafni Hafragrautur. Mótið var haldið við Hafravatn og Hafrafell og dregur þar helming nafnsins. Sá síðari stafar af því að mótið er sambland af grímubún- ings- og punktlendingarkeppni en helmingur stiga fékkst fyrir hug- myndaríkan búning. Síðar í júní verður haldið Celt- ic Cup mót sem er árlegt mót Íra, Skota og Walesbúa. Íslendingar fá að vera með og verður þetta í ann- að sinn sem mótið er haldið hér á landi en síðast var það haldið hér árið 1997. Hópur erlendra kepp- enda kemur til landsins ásamt áhangendum. Mótið verður haldið á Búrfelli í Landssveit en þar eru einnig Íslandsmót fisfélagsins haldin en því verður steypt saman við Celtic Cup í ár. Fisfélag Reykjavíkur á sér langa sögu. Svifdrekafélag var stofnað árið 1978 en síðar var nafninu breytt þar sem nokkur þróun hefur verið í flugi og bæði véldrekar og svifhlífar hafa bæst í hópinn en allt flokkast þetta undir fis. Svifdrekar eru upp- spenntir vængir en svifhlífar eru eins og fallhlífar sem spennast úr í vindi. Mesta nýliðunin er í svif- hlífunum en þær eru auðveldar í meðförum og komast fyrir í ein- um bakboka. Ekki þarf heilan jeppa með toppgrind til að flytja þær eins og svifdrekana. „Við erum með draumaland fyrir þetta sport,“ segir Friðrik Kingo Andersen, félagi í Fisfélag- inu. „Við höfum ekki há tré eða brjálaða bændur sem vilja verja akra sína,“ segir hann og vill meina að hægt sé að stunda sport- ið allan ársins hring. solveig@frettabladid.is Hafragrautur á flugi SVIFIÐ TIL JARÐAR María Norðdahl kemur inn til lendingar í Hafragrautarkeppninni. FURÐUVERUR Einar Garðarsson var sigurvegari Hafragrautsins og er hann til hægri á myndinni. Hann vakti athygli fyrir sérstaklega skrautlegan búning en hann sveif til jarðar með horn og hala. Með honum á myndinni er Kristján B. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K IN G O
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.