Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 14
Bættar fri›arhorfur í
Erindreki Evrópusam-
bandsins í sáttaumleit-
unum í Darfur í Súdan
segist bjarts‡nn á a›
me› sameiginlegu átaki
alfljó›asamfélagsins
muni takast a› koma á
fri›i flar sy›ra.
Evrópusambandið hyggst gera
allt sem í þess valdi stendur til
að aðstoða við að sátta- og frið-
argæsluverkefni Afríkusam-
bandsins (AU) í Darfur í Súdan
skili áþreifanlegum árangri.
Þetta sagði Sten Rylander, sér-
legur sáttasemjari á vegum Evr-
ópusambandsins í Darfur, í sam-
tali við Fréttablaðið, en hann
flutti erindi á málþingi sem
haldið var í Norræna húsinu í
tilefni af því að 7. júní voru rétt
100 ár liðin frá sambandsslitum
Noregs og Svíþjóðar. Á málþing-
inu, sem bar yfirskriftina „Nor-
rænt frumkvæði til friðar“, var
fjallað um þátt Noðurlanda í
sáttamiðlun og friðargæslu á
átakasvæðum heimsins.
Rylander fjallaði í erindi sínu
um reynsluna af viðleitni Evr-
ópusambandsins til að miðla
málum í Darfur. Rylander hefur
starfað í sænsku utanríkisþjón-
ustunni í yfir 30 ár og síðan árið
1979 hefur hann sérhæft sig í
málefnum Afríku. Frá því í
ágúst 2004 hefur hann starfað
sem sérstakur sendiherra Sví-
þjóðar í Afríkumálum og sem
erindreki ESB í Darfur.
Auk Rylanders töluðu á mál-
þinginu Erik Solheim, sem síðan
árið 2000 hefur starfað sem
erindreki Noregs í norrænu
friðarmiðlunarnefndinni á Sri
Lanka, og Gunnar Snorri Gunn-
arsson, ráðuneytisstjóri ís-
lenska utanríkisráðuneytisins,
en hann fjallaði um „íslenska
sýn á friðarviðleitni“.
ESB og NATO ræða verkaskipt-
ingu
Bæði ESB og Atlantshafsbanda-
lagið hafa boðið að leggja Afríku-
sambandinu til loftflutninga og
þjálfun hinna 5.000 friðargæslu-
liða sem það ætlar að senda til
Darfur. Stofnanirnar tvær, ESB
og NATO, hafa hins vegar ekki
enn komið sér endanlega saman
um hvor geri hvað. Málið var
rætt á varnarmálaráðherrafundi
NATO í Brussel fyrir helgina.
Þar var samþykkt að NATO
myndi sinna þessum liðsflutn-
ingum. Bandaríkjastjórn vildi að
NATO sæi um þá alla, en að
kröfu Frakka mun hluta liðsins
vera flogið í nafni ESB. „Aðal-
atriðið er að aðstoðin sé veitt,“
sagði þýski utanríkisráðherrann
Peter Struck. Ráðherrar ESB
munu koma saman í þessari viku
og ákveða nánar hvaða aðstoð
sambandið muni veita.
Brýnt þykir að friðargæslu-
liðið verði komið á vettvang
áður en regntíðin hefst í júlí.
Talsmenn NATO hafa sagt að
NATO muni aðeins sjá um að
koma liðinu til Darfur og að-
stoða við að koma upp stjórn-
stöð fyrir það. Kanadamenn eru
eina NATO-þjóðin sem hefur
boðið þyrlur til að fljúga friðar-
gæsluliðunum milli staða innan
Darfur.
Nú þegar eru um 2.700 friðar-
gæsluliðar á vegum Afríkusam-
bandsins í Darfur. „Ástandið á
þessu svæði er hræðilegt, og við
verðum að gera allt sem í okkar
valdi stendur – í samstarfi við
aðrar stofnanir, fyrst Evrópu-
sambandið – til að aðstoða
Afríkusambandið í viðleitni
sinni,“ hafði AP-fréttastofan
eftir Jaap de Hoop Scheffer,
framkvæmdastjóra NATO.
„Við gerum allt sem við get-
um til að styðja Afríkusamband-
ið í þessu verkefni, fyrst og
fremst með fjárframlögum,“
segir Rylander um aðkomu ESB
að Darfur-verkefninu. Að hans
sögn er Súdanstjórn nú orðin
mun samvinnuþýðari en áður og
hann sé bjartsýnn á að takast
muni að koma á friði. Á ríði að
fá alla málsaðila að samninga-
borðinu, en ný lota sáttavið-
ræðna hófst eftir hálfs árs hlé í
Abuja í Nígeríu nú um helgina.
Þar eru saman komnir fulltrúar
súdönsku ríkisstjórnarinnar og
uppreisnarhreyfinga Darfurbúa
14 13. júní 2005 MÁNUDAGUR
Hvernig hófust átökin?
Átökin í Darfur, héraði í vesturhluta Súdan,
hófust snemma árs árið 2003, eftir að uppreisn-
arhópur hóf að gera árásir á fulltrúa ríkisstjórn-
arinnar. Uppreisnarmennirnir héldu því fram að
stjórnarherrarnir í höfuðborginni hefðu vanrækt
svæðið og að stjórnvöld hygluðu arabískum
íbúm þess á kostnað svartra.
Hverjir eru uppreisnarmennirnir?
Tveir helstu hópar uppreisnarmanna eru
Súdanski frelsisherinn (SLA) og Réttlætis- og
jafnræðishreyfingin (Jem). Báðar þessar hreyf-
ingar hafa verið tengdar Hassan al-Turabi, hátt-
settum súdönskum stjórnmálamanni í stjórnar-
andstöðu.
Á móti kemur sveit arabískra vígamanna,
djandjavíd, sem ríkisstjórnin er sökuð um að
beita fyrir sig, auk stjórnarhersins, til að hreinsa
stór svæði Darfur af svörtum íbúum. Flóttamenn
af svæðinu segja að í kjölfar loftárása stjórnar-
hersins ríði djandjavíd-sveitir inn í þorpin á hest-
um og kameldýrum, drepi menn, nauðgi konum
og steli öllu steini léttara. Tilkynnt hefur verið
um fjölda kvenna sem hefur verið rænt af
djandjavíd-liðsmönnum og haldið sem kynlífs-
þrælum vikum saman áður en þeim er sleppt.
Hvað er ríkisstjórnin að gera?
Ríkisstjórnin neitar að hún stjórni á einhvern
hátt djandjavíd-sveitunum og forseti Súdan,
Omar al-Bashir, hefur kallað liðsmenn þeirra
„þjófa og þorpara“. Þrátt fyrir loforð ríkisstjórnar-
innar um að afvopna sveitirnar hefur lítið borið
á slíkri afvopnun hingað til. Þúsundir vara-
lögreglumanna hafa verið sendir á svæðið, en
flóttamenn hafa litla trú á súdönskum öryggis-
sveitum.
Átökin í Darfur
FBL GREINING:
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
Neysla á sykri á mann á Íslandi
Heimild: Hagstofan
1995 2000 2003
5
4
,6
k
g
5
1
,2
k
g
5
0
,9
k
g
Synir lögreglu-
manns börðu
menntaskóla-
nema til óbóta
Fórnarlambinu
flogið með
sjúkraflugi til
Reykjavíkur
NÝ SAMNINGALOTA Abdul Waheed
Mohammed, leiðtogi Frelsishreyfingar
Súdan (SLM), ávarpar friðarsamningafund í
Abuja í Nígeríu á föstudag. Að baki honum
sést í Sten Rylander.
Á FLÓTTA Flóttafólk frá Darfur-héraði bíður læknishjálpar í sandbyl nærri borginni Bamina í Tsjad, austur af Súdan.
AUÐUNN ARNÓRSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
FRIÐARMIÐLUN Í SÚDAN
M
YN
D
/A
P
AFRÍKUSAMBANDIÐ SINNIR FRIÐARGÆSLU Afríkusambandið (AU), samtök 53
Afríkuríkja sem áður hétu Einingarsamtök Afríku (OAU), hefur tekið að sér að sinna friðar-
gæslu í Darfur. Þar eru nú á þriðja þúsund friðargæsluliða á vegum samtakanna, meðal
annars frá Nígeríu, en til stendur að fjölga þeim um 5.000. Sumir eru þó efins um að það
lið dugi til að framfylgja friðarsamkomulagi milli uppreisnarmanna og súdanska stjórnar-
hersins á landsvæði sem er stærra en Frakkland að flatarmáli.