Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 15

Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 15
Darfur ÞJÓÐARFUNDUR YORKIE-EIGENDA Börn klappa hér einum af nokkur hundruð Yorkshire Terrier-hundum sem fylgdu eigendum sínum á þjóðarfund eigenda í Varsjá í Póllandi í gær. M YN D /A P MÁNUDAGUR 13. júní 2005 15 (SLM/A og JEM), auk sáttasemj- ara, þar á meðal Rylander fyrir hönd Evrópusambandsins. Tvær milljónir flóttamanna Átökin í Darfur blossuðu upp árið 2003 er uppreisnarmenn gripu til vopna gegn því sem þeir sögðu áralanga mismunun stjórnvalda gegn súdönskum blökkumönnum. Ríkisstjórnin í Khartoum er sökuð um að hafa brugðist við með því að beita stjórnarhernum með miskunn- arlausum hætti (með „sviðinni jörð“) til að bæla niður upp- reisnina og nýtt sér við þetta verk aðstoð arabískra víga- manna (svonefndra djandjavíd- sveita). Minnst 180.000 manns eru sagðir hafa fallið í valinn – margir úr vosbúð og vannær- ingu – og um tvær milljónir flú- ið heimili sín. Flóttafólkið er nú ýmist á vergangi innan landamæranna eða í flótta- mannabúðum handan þeirra, að- allega í Tsjad. Fyrir mikinn alþjóðlegan þrýsting endaði með því í fyrra að ríkisstjórnin greip til þess ráðs að fyrirskipa stjórnarhern- um að ráðast gegn djandjavíd- sveitunum, sem áður höfðu reyndar verið innlimaðar í her- inn, í því skyni að binda enda á blóðsúthellingarnar í Darfur. Ríkisstjórnin hét því um mitt ár í fyrra að afvopna djandjavíd- sveitirnar, en lítið hefur frést af því hvernig því heiti hefur verið fylgt eftir. Eitt helsta vandamálið við sáttaviðræðurnar er að sögn Rylanders að fulltrúar helstu uppreisnarhreyfinganna í Dar- fur hafa mjög litla reynslu af þátttöku í slíkum viðræðum. Því sé þeim mun mikilvægara að miðlunaraðilar með góð tengsl, bæði við uppreisnarmenn sem og ríkisstjórnina í Khartoum, komi að viðræðunum. Banda- ríkjamenn hafi góð tengsl við uppreisnarmennina og í aðstöðu til að beita Súdanstjórn þrýst- ingi, eins séu ýmis ESB-lönd í góðum tengslum við stjórnina og jafnframt í aðstöðu til að beita hana þrýstingi. Vonir standi til að þetta skili á endan- um samkomulagi sem tryggi varanlegan frið á svæðinu og geri flóttafólkinu kleift að snúa aftur til síns heima. ■ NORRÆN FRIÐARMIÐLUN Sten Ryland- er talar á málþinginu „Norrænt frumkvæði til friðar“ í Norræna húsinu í síðustu viku. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að nýtt um- hverfismat yrði að fara fram vegna álversframkvæmd- anna á Reyðarfirði. Héraðsdómur hafði áður komist að sömu niðurstöðu í máli Hjörleifs Guttormssonar gegn íslenska ríkinu, Alcoa og Fjarðaáli. Deilt var um lög- mæti umhverfismatsins en Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að ekki þyrfti að fara fram sér um- hverfismat fyrir álver Alcoa með 322 þúsund tonna framleiðslugetu á ári, þar sem mat fyrir fyrirhugað 420 þúsund tonna álver Norsk Hydro hafði þegar farið fram. Umhverfisráðherra staðfesti niðurstöðu Skipu- lagsstofnunar og Umhverfisstofnun veitti í kjölfarið starfsleyfi vegna framkvæmdarinnar. Atli Gíslason var lögmaður Hjörleifs. Af hverju dugar gamla umhverfismatið ekki fyrir nýtt álver Alcoa? Álver Alcoa mengar þrjú þúsund tonnum meira af brennisteinsdíoxíði en fyrirhugað álver Norsk Hydro og fiimmtíu prósentum meira af loftbornu flúoríði. Brennisteinsflúroríð hefur áhrif á heilsu og veldur súru regni, sem hefur mikil áhrif á dýralíf. Loftborið flúoríð hefur meðal annars áhrif á mosa og fléttur. Álver Alcoa beitir ekki bestu fáanlegu tækni í mengunarvörnum og mengar þar af leiðandi miklu meira en fyrirhugað ál- ver Norsk Hydro. Hverjar verða afleiðingar dóms Hæstaréttar? Ég vona að íslensk stjórnvöld og Alcoa sjái sóma sinn í því að fara að lögum og að besta fáanleg tækni verði notuð, það er vothreinsun og þurrhreinsun saman. Þannig er íbúum og dýralífi Reyðarfjarðar minnst hætta búin. Langir hægviðriskaflar inni í firðinum valda því að mengun berst margsinnis yfir fjörðinn og á vissum köflum verður svæling yfir Búðareyri. Það getur haft alvarleg áhrif á heilsu. Á hverju byggir dómur Hæstaréttar? Dómurinn byggir á skýrslum opinberra aðila, eins og Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnun- ar, en einnig skýrslum Alcoa og Norsk Hydro. Sérfræðingar segja: Stjórnvöld fari a› lögum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.