Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 65
Merk hús í
bænum
Aðalbygging Háskóla Íslands
Bygginguna og lóðina framan við
hana skipulagði Guðjón Samúels-
son á árunum 1936-1940. Hún er í
klassískum byggingarstíl þar sem
framhlið hennar er samhverf um
miðju, með taktföstum gluggaröð-
um báðum megin við framskot þar
sem aðalinngangurinn er. Eftir að-
alálmunni endilangri er gangur
með skólastofum og skrifstofum til
hvorrar handar, en fyrir miðju hús-
inu er glæsilegur forsalur og liggja
stigar þaðan upp á efri hæðir húss-
ins. Vestan úr húsinu eru þrjár mis-
stórar álmur. Innviðir hússins eru
hinir glæsilegustu og er þar brydd-
að upp á nýjunum í efnisnotkun.
Gólf forsalarins er lagt hellum úr
Öskjuhlíð, loftið er klætt silfur-
bergi og súlur framan við hátíðar-
salinn eru klæddar hrafntinnu. Há-
skólabyggingin var síðasta stór-
virki Guðjóns Samúelssonar.
Þjóðminjasafn Íslands
Ákveðið var á Alþingi að verja fé til
nýrrar byggingar Þjóðminjasafns
Íslands í tilefni stofnunar lýðveld-
isins árið 1944 og voru arkitektarn-
ir Sigurður Guðmundsson og Eirík-
ur Einarsson ráðnir til verksins.
Formræn uppbygging hússins er
byggð á hugmyndafræði funkis-
stefnunnar þar sem skiptast á lóð-
rétt og lárétt form, með taktföstum
gluggaröðum og hleðslugleri í stór-
um gluggum sýningarsala og stiga-
gangs. Viðbygging var reist eftir
teikningum Ögmundar Skarphéð-
inssonar og eru þar sýningarsalir
og aðalinngangur safnsins.
Hljómskálinn
Þegar þetta litla sexhyrnda hús var
byggt hafði verið ákveðið að gera
skemmtigarð sunnan við Tjörnina
og fór því vel á því að hafa þar lítið
garðhýsi til tónlistarflutnings. Hús-
ið var teiknað af Guðmundi H. Þor-
lákssyni húsasmíðameistara, sem
var undir áhrifum frá norrænni ný-
klassík sem endurspeglast í arki-
tektúr hússins. Húsið er fyrsta tón-
listarhúsið hér á landi og notar
Lúðrasveit Reykjavíkur það til æf-
inga enn þann dag í dag.
Heimildir úr bókinni Leiðsögn um
íslenska byggingarlist.
SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU*
*Þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins.
0
50
100
150
200
250
300 FJÖLDI
29/4-5/5
132
6/5-12/5
188
13/5-19/5 20/5-26/5 27/5-2/6
119 204 189
3/6-10/6
175
SPURNING
VIKUNNAR
á fasteignavef Visis
78,5%
Nei
Já
SPURNING SÍÐUSTU VIKU:
Finnst þér mikilvægt að hafa að-
gang að garði?
21,5%
Leggurðu uppúr því
að hafa bílskúr?
Árbæjarsókn var
gerð að sérstöku
prestakalli 1971
og var bygging Ár-
bæjarkirkju hafin í
ágúst árið 1973.
Kirkjuna hönnuðu
Manfreð Vil-
hjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitektar. Safnaðarheimilið
var vígt 19. mars 1978 en það er nú jarðhæð kirkjunnar. Kirkjan var
svo vígð þann 29. mars árið 1987. Eitt helsta listaverk kirkjunnar er
altarisverkið Ljósstafir, sem fellur vel inn í kirkjuskipið þar sem sól-
arljósið fellur inn um þakglukka kirkjunnar. Verkið er eftir listakon-
una Rúrí. Fyrsti prestur sóknarinnar var séra Guðmundur Þorsteins-
son en núverandi sóknarprestur er séra Þór Hauksson.
Árbæjarkirkja