Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 66
Kjaradómur og aldra›ir
Hinn 9. júní 2005 úrskurðaði kjara-
dómur að laun ráðherra, alþingis-
manna og æðstu embættismanna
ríkins skyldu hækka um 2% frá og
með 1. júlí nk. og jafngildir þetta því
að laun alþingismanna hækka um
nálægt 9.000 kr. og ráðherra um
rúmlega 16.000 kr. á mánuði. Þetta
kemur ofan á hækkun til þessara
aðila um síðustu áramót, sem nam
þá nálægt 14.000 kr. hjá alþingis-
mönnum og nálægt 24.000 kr. hjá
ráðherrum. Með þessum dómi sín-
um er kjaradómur að staðfesta það
sem við aldraðir höfum haldið fram,
að laun eða bætur frá Trygginga-
stofnun eru enn að dragast aftur úr í
launaþróuninni. Kjaradómur segir í
rökstuðningi sínum m.a. að tekið sé
tillit til þeirra breytinga sem orðið
hafi á launakjörum á vinnumarkaði
og metur að hækka beri laun ráð-
herra og alþingismanna samkv. því
um 2%. Með úrskurði kjaradóms
fylgir launatafla og segir svo um
hana: „Launatöflur sýna tilteknar
hækkanir í prósentum, en þegar bet-
ur er að gáð felast oft í kjarasamn-
ingum tilfærslur á niðurröðun í
launatöflur, aldurstilfærslur og
margs konar önnur atriði, sem til
samans valda því að laun þeirra sem
taka laun samkvæmt viðkomandi
kjarasamningi hækka meira en
launatöflur einar og sér segja til
um“. Þarna er kjaradómur að segja
okkur að laun hafi almennt hækkað
umfram kjarasamninga og því þurfi
að bæta æðstu mönnum það, en
mikið mega hæstvirtir alþingis-
menn og ráðherrar, sem eru að fá
hækkuð mánaðarlaun um 20 til 40
þúsund krónur á þessu ári, vera
ánægðir með þær kjarabætur sem
þeir úthluta til okkar aldraðra en
hækkun á ellilífeyri var um síðustu
áramót 744 kr. á mánuði. Full tekju-
trygging hækkaði um 1.458 kr. á
mánuði á sama tíma og síðan ekkert.
Það er mikill munur á hugsunar-
hætti hjá kjaradómsmönnum annars
vegar og alþingismönnum og ráð-
herrum hins vegar þegar kemur að
launa- eða bótagreiðslum. Kjara-
dómur, sem er settur af ráðherrum
og alþingismönnum til að ákvarða
laun þeirra, hefur með þessari síð-
ustu ákvörðun sannað á ótvíræðan
hátt að kjör okkar lægst launuðu
aldraðra hafa dregist langt aftur úr
kjörum annarra og þá sérstaklega
ráðamanna, eins og sést á því eins og
áður segir að meðan ellilífeyrir og
tekjutrygging hækka um rúmlega
tvö þúsund krónur á mánuði hækka
laun ráðherra og alþingismanna um
tuttugu til fjörutíu þúsund krónur á
mánuði. Umhyggja og áhugi þessara
ráðamanna til að standa vörð um og
bæta kjör hinna lægst settu í hópi
aldraðra virðist algjörlega horfinn
frá þeim, þeir hugsa fyrst um sjálfa
sig og á meðan eru aðrir gleymdir. Í
frétt frá Alþýðusambandi Íslands
föstudaginn 10. júní er sagt að laun
ráðherra og alþingismanna hafi
hækkað helmingi meira á þessu ári
en almenn laun. Vitað er að almenn
laun hafa lækkað mun meira en elli-
lífeyrir til okkar aldraðra. Útkoman
er alltaf sú sama, aldraðir mega
sitja á hakanum og lifa við sultar-
kjör því enn er langt í kosningar, en
kannske verður slett í okkur ein-
hverri hungurlús fyrir næstu kosn-
ingar. Höfundur er eftirlaunaþegi.
17MÁNUDAGUR 13. júní 2005
Þrengsli á flugi
Hafsteinn hringdi:
Það var upplýsandi að heyra fréttir um
að íslensku flugfélögin hafa þrengra á
milli sæta en almennt gerist hjá flug-
félögum sem fljúga lengri leiðir. Stund-
um er það svo að stærsta fólk kemst
varla fyrir milli sætaraðanna. Það er ekki
mikil von til að Neytendasamtökin beiti
sér í þessu máli frekar en flestum
öðrum. Samt blasir við að það er verið
að fara verr með farþega íslenskra flug-
félaga en farþega annarra flugfélaga.
Erfitt getur orðið að refsa flugfélögun-
um. Íslendingar sýna sjaldnast andúð
sína í verki. Þess vegna verður þetta
háttalag viðhaft um komandi ár.
KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON
SKRIFAR UM KJÖR EFTIRLAUNAÞEGA
BRÉF TIL BLAÐSINS
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek-
ið á móti efni sem sent er frá Skoðana-
síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið-
beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni
birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.
Umhyggja og áhugi flessara
rá›amanna til a› standa vör›
um og bæta kjör hinna lægst
settu í hópi aldra›ra vir›ist al-
gjörlega horfin frá fleim.
Sparir á stefnuljós
Magnús skrifar:
Ekki er nóg að bæta og laga göturnar
hérna í Reykjavík. Það þarf meira að
koma til og einkum og sérstaklega bætt
umferðarmenning. Segja má að stund-
um teljist til undantekninga gefi öku-
menn stefnuljós áður en þeir beygja.
Sumir gefa stefnuljós eftir að þeir hafa
skipt um akstursstefnu. Lögreglan verður
að taka ábyrgð og koma í veg fyrir þessi
lögbrot. Þá eykst öryggi allra.
Aðalfundur
Hjartaverndar
Stjórn Hjartaverndar
Boðað er til aðalfundar Hjartaverndar
þriðjudaginn 14. júní næstkomandi að
Holtasmára 1, Kópavogi, 4. hæð. Fund-
urinn hefst klukkan 12.00 á hádegi.
Fundarefni eru 1) venjuleg aðalfundar-
störf, 2) Hjartavernd sjálfseignarstofnun,
samþykkt skipulagsskrár og 3) önnur
mál.
Stjórnin.
ÞARF ÞETTA AÐ
VERA EINS OG
ÞETTA ER?