Fréttablaðið - 13.06.2005, Qupperneq 73
24 13. júní 2005 MÁNUDAGUR
Mike Tyson, maður-
inn sem varð þekkt-
ur fyrir að vera
„baddest“, sá allra
versti. Goðsagna-
kenndur boxari sem
öðlaðist frægð sína
á síðari hluta níunda
áratugsins fyrir afrekin í box-
hringnum og síðar meir ekki síður
fyrir ýmislegt misjafnara, sat
meðal annars í fangelsi fyrir
nauðgun.
Þegar ég var polli og Sýn að
byrja að sýna boxið var æðislegast
að sjá Tyson, hann var reiður og
lítill köggull, úttattóveraður og
alveg hlægilega hjáróma. Síðan
fór ferillinn að dala, Tyson beit í
eyrað á Holyfield og tapaði svo
fyrir Lennox Lewis og náði aldrei
aftur fornri frægð ef marka má þá
Ómar og Bubba.
Síðustu árin hefur Tyson gert ít-
rekaðar tilraunir til að endurvekja
ferilinn. Mér er sérstaklega minn-
isstæður bardagi sem ég sá á
hótelherbergi á Ítalíu fyrir einum
fimm, sex árum. Ég vakti fram
undir morgun til að sjá tröllið og
þegar bardaginn loksins hófst eftir
fjölmarga leiðinlega bardaga í
veltivigt eða eitthvað álíka þá var
Tyson ekki nema einhverjar þrjár,
fjórar sekúndur að ganga frá fall-
byssufóðrinu, einhverjum grey
hlunki sem settur hafði verið til
höfuðs honum í gróðaskyni. Ég fór
frekar svekktur að sofa þá nóttina.
Nú um helgina lauk svo senni-
lega síðasta kaflanum í boxferli
Iron Mike Tyson. Enn ætlaði kall-
inn að koma með kommbakk. Lát-
inn slást við einhvern írskan hlunk
sem fyrir fram var talinn vera
gróðafóður fyrir okkar mann. En
viti menn, gamli tuddinn bara gat
ekki neitt og þjálfari hans henti
inn handklæðinu eftir sex leiðin-
legar lotur þar sem Tyson sýndi
lítið annað en það að hann kann
enn að beita fantabrögðum.
Svo var þetta grey tekið í viðtal:
„hefur ekki lengur sigurviljann“
og „ætlar að sinna fjölskyldunni
meira“. Tuddinn orðinn ljúfur sem
lamb. Ég var bæði svekktur yfir
því hvað hann gat lítið og sáttur að
sjá að hann hefur loksins kyngt
stoltinu, þó allt of seint sé.
STUÐ MILLI STRÍÐA
ODDUR ÁSTRÁÐSSON SÁ MIKE TYSON LJÚKA FERLI SÍNUM.
Ljúfur sem lamb, urrandi tuddi
M
YN
D
: H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N
Eintak á 199kr?
Sendu SMS skeytið BTL BF2V á númerið
1900 og þú gætir unnið.
12. hver vinnur. D3
Taktu þátt þú gætir unnið:
Battlefield 2 • Battlefield Vietnam • Battlefield 1942 • Battlefield Secret Weapons of WWII
Kippur af Coca Cola • DVD myndir • Aðra tölvuleiki og margt fleira!
Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið
Eftir Patrick McDonnell
■ PONDUS
■ GELGJAN
■ KJÖLTURAKKAR
■ BARNALÁN
■ PÚ OG PA Eftir SÖB
Eftir Kirkman/Scott
Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
Eftir Frode Överli
Ó, já! Jógúrt í
morgunmat!
Það er eitthvað mjög
undarlegt á seyði!
Þú hefur líka
tekið eftir því?
Steikurnar, hengirúmið, spa-baðið....
af hverju ert þú að kaupa
þessa hluti?
Ég?? Ég hélt að þú
hefðir keypt þá!
Ó, NEI...
Þú heldur þó ekki
að Palli standi á bak
við þetta?
Standi á bak
við hvað?
Af með lokið... ....og hrista!
...eða var
það
öfugt?
Nei, ekki
aftur!
Ahhh.... enn einn
sólríkur og full-
kominn dagur!
Pósturinn er kominn!
Við skulum ná í
hann!!
Var enginn póstur?
Neibb.
Ég gæti vanist
þessu „fljúga
suður“ dæmi!
JA
HÁ