Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 74
MÁNUDAGUR 13. júní 2005
COLDPLAY Chris Martin, söngvari hljóm-
sveitarinnar, hefur loksins ljóstrað því upp
um hvað lagið Yellow er. Íslendingar hafa
velt þessu mikið fyrir sér því sá orðrómur
komst á kreik að lagið væri um Elísu,
söngkonu Bellatrix.
Yellow um
símaskrá
Chris Martin hefur viðurkennt að
lagið Yellow sem hljómsveitin
Coldplay gerði stórvinsælt á sín-
um tíma eigi rætur að rekja til
símaskrárinnar „Yellow Pages“ í
Bretlandi. Eða heitið á laginu að
minnsta kosti. Því miður virðist
sem orðrómurinn um að lagið sé
um íslensku söngkonuna Elísu í
Bellatrix sé ekki sannur. Að sögn
Martin var lagið tilbúið þegar
hann spilaði það fyrir strákana í
hljómsveitinni en honum fannst
eitthvað vanta, eitthvað orð og
grípandi titil.
„Ég man að það vantaði eitt-
hvað í lagið og ég sat og leit á
næstu bók við mig og það vildi svo
til að það voru Gulu síðurnar. Svo
lagið hefði í rauninni alveg eins
getað heitið Playboy.
HEATHER LOCKLEAR
Hún og Denise Richards eru góðar vinkon-
ur. Richards er nýbúin að eignast aðra
dóttur og segir Heather hana vera gull-
fallega.
Dóttirin
gullfalleg
Leikkonan Heather Locklear
heimsótti vinkonu sína Denise
Richards nýlega og segir nýfætt
barn hennar vera „gullfallegt“.
Richards eignaðist nýlega dótt-
ur með fyrrverandi eiginmanni
sínum, Charlie Sheen, en þau eiga
aðra dóttur fyrir. Hin nýfædda
stúlka var nefnd Lola Rose og
fæddist þann 1. júní og þegar leik-
konan kom heim frá spítalanum
tóku ættingjar og vinir hennar á
móti henni heima fyrir, þar á
meðal Locklear. „Ég fékk að halda
á litlu Lolu og hún er gullfalleg,“
segir Locklear, sem er yfir sig
hissa á því að Denise ætli strax í
haust að snúa aftur til vinnu sinn-
ar í þættinum Sex, Lies + Secrets.
„Ég sagði við Denise: „Þú átt ekki
tvo krakka heldur tvö smábörn!“