Fréttablaðið - 13.06.2005, Page 76

Fréttablaðið - 13.06.2005, Page 76
Hatar slú›- urbransann Jack White segir stjörnur eins og Britney Spears og Jessicu Simpson hafa engan rétt á að kvarta undan áreiti slúðurblað- anna þar sem þær sækist í rauninni sjálfar eftir þessu áreiti. Til dæmis með því að leika í r a u n v e r u l e i k a - þáttum. Raun- veruleikaþáttur Britney Spears og Kevins Federline heitir Chaotic og Jessica Simpson og Nick Lachey eiga einnig sinn eigin þátt sem heit- ir Newlyweds. Britney gagnrýndi nýlega slúð- urblöðin fyrir að birta lygar um hana og eiginmanninn. Jessica Simpson og eiginmaður hennar hafa nýlega neitað sögum slúðurblað- anna um að hjónabandið sé í molum. Jack White giftist nýlega ofur- fyrirsætunni Karen Elson og grát- biður nú slúðurblöð um að fá að vera í friði og segist hann aldrei hafa beðið um athyglina. „Ég hata þennan slúðurbransa. Mér finnst hann fáránlegur og viðbjóðslegur,“ segir White hneykslaður. Þegar ég sé hluti í einkalífi fólks rakkaða niður af slúðurblöð- unum þá vorkenni ég fólkinu. Þó ekki Britney Spears og Jessicu Simpson þar sem þær vilja aug- ljóslega þessa athygli. Þær hafa ekki rétt á að kvarta því þær gjör- samlega báðu um þetta allt sam- an. Ég bað aldrei um þetta. Það eina sem ég vildi gera er að semja lög.“ Betri me› aldrinum Þokkagyðjan Liz Hurley varð fer- tug í gær og bar sig nokkuð vel. Liz vann sér fyrst til frægðar sem fyr- irsæta og varð síðar meir kærasta Hugh Grant. Þeirra sam- bandi lauk nokkuð snögglega eftir að Grant var tekinn með vændiskonunni Divine Brown. Hún eignaðist barn með Steve Bing en þau skildu eftir að hann vildi faðernis- próf. Hún segist nú hafa fundið stóru ástina í indverska auðkýfing- inum Arun Nayer. Hurley er komin í hóp stór- stjarna sem eru orðnar fertugar en hafa aldrei litið betur út. Meðal þeirra eru Brad Pitt, Johnny Depp og Sarah Jessica Parker. LIZ HURLEY JACK WHITE

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.