Fréttablaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 81
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500
Þakviðgerðir
Nánari upplýsingar á www.pace.is
Málarameistari
sér um þakið
Síðan 1991
NISSAN X-TRAIL
N‡r X-TRAIL er gullfallegur bíll sem hæfir íslensku ve›urfari. Hann flytur heilu
fjölskyldurnar um landi› flvert og endilangt og sk‡st í innanbæjaraksturinn af
lipur› og snerpu. fiú situr hátt í Nissan X-Trail og me› einu handtaki skiptir›u
yfir í fjórhjóladrif ef fær› flyngist.
Elegance 2,0
- Sjálfskiptur
- 140 hestöfl
- 5 dyra
Sport 2,0
- Sjálfskiptur
- 140 hestöfl
- 5 dyra
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
3
1
0
4
www.nissan.is
Nánari uppl‡singar um Nissan bílaflotann hjá Ingvari Helgasyni fær›u á www.nissan.is
Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00
Hrísm‡ri 2a
800 Selfossi
482-3100
Eyrarlandi 1
530 Hvammstanga
451-2230
Sæmundargötu 3
550 Sau›árkróki
453-5141
Holtsgötu 52
260 Njar›vík
421-8808
Dalbraut 2b
300 Akranesi
431-1376
Víkurbraut 4
780 Höfn í Hornafir›i
478-1990
Bú›areyri 33
730 Rey›arfjör›ur
474-1453
Óseyri 5
603 Akureyri
461-2960
Sindragötu 3
400 Ísafjör›ur
456-4540
X-Trail Elegance
Tilbo›sver›: 2.990.000 kr.
31.344 kr. á mán.*
X-Trail Sport
Tilbo›sver›: 2.790.000 kr.
29.257 á mán.*
SKIPT_um væntingar
MAÍTILBO‹
Á NISSAN HJÁ INGVARI HELGASYNI
*Bílasamningur Glitnis me› 30% innborgun og eftirstö›var í 84 mánu›i.
Nafli
alheimsins
Um nokkurt skeið hefur mann-kynið þvargað um það, hvar
nafla alheimsins sé að finna. Borgir
eins og Babílon, Aþena, Róm,
London, París og nú síðast New York
og Tókíó hafa allar gert tilkall til
þess að teljast miðpunktur jarðar-
innar. Líklegt má þó telja að líkt og
heimsálfurnar sjálfar og jafnvel pól-
arnir sé naflinn á sífelldri hreyfingu
um jarðarkringluna, en um þessar
mundir benda flest teikn til þess að
hann sé að finna á Íslandi, sennilega
á Reykjavíkursvæðinu.
SEM dæmi um hversu nærri Ís-
landi miðja veraldar hefur færst má
nefna að sjálfur David Beckham
(ásamt kryddkvendinu Viktoríu) var
almennt talinn dveljast í höfuðborg
Íslands um helgina. Þessi Íslands-
heimsókn kappans vakti gífurlega
athygli og varð tilefni umfangsmik-
illar fjölmiðlaumfjöllunar. Erindi
Davíðs Beckhams til Íslands var þó
ekki að heilsa upp á nafna sinn
Oddsson og þiggja úr hendi hans
sendiherraembætti, heldur kom
Beckham til þess að vera viðstaddur
tískusýningu í skautahöll ásamt sér-
völdum mikilmennum og mikil-
kvendum.
ÞAÐ er mál manna að jafnglæsileg
uppákoma hafi ekki verið haldin á
Íslandi síðan nærbuxnafyrirtækið
Joe Boxer hélt dýrðlegt samkvæmi í
flugskýli á Reykjavíkurflugvelli.
Það skorti þó upp á glæsileika nær-
buxnasýningarinnar á sínum tíma að
David Beckham var ekki meðal
boðsgesta, en það stafaði af því að
þá var Davíð Beckham hvorki orð-
inn kynþroska né búinn að fága
færni sína í aukaspyrnum.
ÞAÐ var aðeins eitt sem skyggði á
komu Beckham-hjónanna til Reykja-
víkur um helgina, en það var sú
staðreynd að þau komu ekki. Það er
þó huggun harmi gegn að hið forna
kyntröll Clint Eastwood mun vera
væntanlegur hingað í sumar með
vini sínum Stefáni Spielberg og hafa
þeir í hyggju að rifja hér upp ljúfar
minningar Bandaríkjamanna úr Síð-
ari heimsstyrjöldinni og festa á
filmu. Ennfremur eru uppi um það
spásagnir hjá Gyðingum að koma
Messíasar sé loksins í nánd og muni
hann koma frá Íslandi en ekki Galí-
leu (sem er fremur óspennandi
landssvæði). Það er því ekki að
undra að helsta afþreying Íslend-
inga nú um stundir skuli vera ofur-
lítið sjálfumglöð naflaskoðun.
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR