Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 4
KAUP Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,80 66,12 119,79 120,37 79,49 79,93 10,67 10,73 10,03 10,09 8,48 8,53 0,61 0,61 96,28 96,86 GENGI GJALDMIÐLA 23.06.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 4 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Tony Blair ávarpaði fulltrúa á Evrópuþinginu í gær: Evrópusambandi› breytist e›a deyi EVRÓPUSAMBANDIÐ Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, brýndi fyrir Evrópuþingmönnum í gær nauðsyn þess að Evrópusamband- ið tæki róttækum breytingum, ella myndi það líða undir lok. Bretar taka við forsæti ráð- herraráðs Evrópusambandsins um mánaðamótin en í gær kynnti Blair fulltrúum á Evrópuþinginu áherslur ríkisstjórnar sinnar í þessum efnum. Hann sagði að sambandið yrði að taka róttækum breytingum ef það ætti ekki að bregðast tilgangi sínum fullkom- lega. Blair sagði enn fremur að svo virtist sem aðildarríkin gerðu sér ekki fulla grein fyrir samkeppn- inni sem að þeim steðjaði frá ríkj- um á borð við Kína og Indland, ESB gæti ekki barist gegn hnatt- væðingunni heldur yrði það að taka þátt í henni af fullum krafti. Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar sem fer nú með forsæti ESB, hefur kennt Blair um að engin sátt hafi náðst um fjárlög sambandsins næstu árin. Blair vísaði hins vegar ásök- ununum á bug í gær og sagði að það væri einfaldlega of seint að bíða til ársins 2014 með að endur- skoða landbúnaðarstefnu ESB. Í dag renna um 40 prósent útgjalda sambandsins í þann málaflokk. ■ FJÁRLÖG Ríkisendurskoðun leggur til í nýrri skýrslu um framkvæmd fjárlaga að fjármálaráðuneytið stöðvi greiðslur til stofnana sem fari yfir fjögurra prósenta mörk- in í fjárheimildum þar til gripið hafi verið til viðeigandi ráðstaf- ana. Geir Haarde fjármálaráðherra telur meinbugi á að frysta launa- greiðslur enda þurfi að breyta ákvæðum í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins til að það sé mögulegt. „Ég held að þetta sé ekki raunhæft í því um- hverfi sem við búum við. For- stöðumönnunum ber að fara eftir reglugerðum og halda sig innan fjárheimilda. Geri þeir það ekki getur því lyktað með áminningu eða brottvikningu ef sakir eru miklar,“ segir Geir. Ríkisendurskoðun gefur til kynna að forstöðumenn ríkisstofn- ana starfi oft í góðri trú. Stundum hafi þeir lagt til sparnaðaraðgerð- ir en ráðuneytin beðið þá að staldra við. „Þetta eigi sérstaklega við þegar um sé að ræða skerð- iðngu á þjónustu sem geti verið pólítískt séð erfitt að réttlæta,“ eins og segir í skýrslunni. Rekstr- arhalli stofnana hefur verið fjár- magnaður úr ríkissjóði með greiðslu launa og annars kostnað- ar án þess að nauðsynlegar heim- ildir til slíkra útgjalda væru til staðar. Orðrétt segir: „Forstöðu- menn hafa ýmist verið lattir til þess að grípa til sparnaðarráðstaf- ana, sérstaklega ef sýnt þykir að þeim fylgi óþægilegur samdráttur í starfsemi, eða þeir ekki verið áminntir með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir hlíti þeir ekki fjárlögum“. Geir Haarde fjármálaráðherra segist ekki taka undir að þetta sé raunin. „En ef svo er þá er það vítavert.“ Geir er ekki sannfærður um að auka eigi eftirlitshlutverk fjár- laganefndar, enda gegni Ríkis- endurskoðun slíku hlutverki fyrir þingið. Fjármálaráðuneytið hafi auk þess yfirumsjón með fram- kvæmd fjárlaganna og hvert ráðuneyti fyrir sig. „Það er gott að allir leggi sig fram um að bæta ástandið. Én ég hlýt að taka fram að ástandið hefur batnað mjög mikið á undanförnum árum. Færri stofnanir fara fram úr heimildum og upphæðirnar eru lægri en áður var. Það má hins vegar beita þeim úrræðum sem til eru og jafnvel fyrr en gert er,“ segir Geir Haarde. johannh@frettabladid.is ÁFORMIN ÚTLISTUÐ Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði Evrópuþingmenn á fundi þeirra í Brussel í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Eldsvoði við Grettisgötu: Húsi› er tali› ón‡tt BRUNI Eldur kom upp í húsi við Grettisgötu 54b í fyrrinótt og var alelda þegar slökkviliðsmenn komu að því klukkan rúmlega eitt. Verið var að endurgera húsið og því bjó enginn í því, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Húsið er talið ónýtt. Um er að ræða tvílyft 80 fer- metra timburhús sem stendur ör- lítið frá öðrum húsum. Því var ekki talin hætta á að eldurinn breiddist út en vindátt var auk þess hagstæð. Greiðlega gekk að slökkva eld- inn en slökkvistarfi var lokið um klukkan fjögur. Ekki er vitað hver tildrög brun- ans eru en málið er í rannsókn. - jse BRÁÐINN FROSTPINNI Tilraun til að gera stærsta frostpinna í heimi mistókst heldur hrapallega í miðborg New York í gær. Frost- pinninn, sem var gerður úr sautján og hálfu tonni af kíví- og jarðarberjasafa, bráðnaði með þeim afleiðingum að rýma þurfti götur í nágrenninu á meðan slökkviliðsmenn hreinsuðu upp klístrið. GRETTISGATA 54B Húsið er líklega ónýtt en lögreglan segir að allt hafi brunnið sem brunnið gat. Huldufélagið í Icelandic: Skylt a› gefa uppl‡singar VIÐSKIPTI Staðfest var með tilkynn- ingu til Kauphallar Íslands í gær að Serafin Shipping eignaðist tæp sex prósent í Icelandic Group við sameiningu SH og Sjóvíkur. Eins og kom fram í Fréttablaðinu fékk Serafin hlutinn í skiptum fyrir hlut í Sjóvík. Strax eftir sameininguna skipti Serafin hlutnum niður á tvö félög; Fordace Limited og Deeks Associ- ates. Virðist það hafa verið gert til að þurfa ekki að gefa Kauphöll Ís- lands ákveðnar upplýsingar sam- kvæmt lögum. Flöggunarskylda myndast þegar félag eignast meira en fimm prósent í öðru félagi. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu var forsvars- mönnum Serafin skylt að flagga í Kauphöllinni eftir sameininguna. Það var ekki gert. – bg Óskemmtilegur afli: Tundurdufl kom í neti› LANDHELGISGÆSLAN Sprengjusér- fræðingar Landhelgisgæslunnar fóru á björgunarbát út í Aðal- björgu RE-5 út af Þorlákshöfn á m i ð v i k u d a g s - morgun vegna t o r k e n n i l e g s hlutar sem kom í dragnót skipsins. Reyndist þetta vera sprengju- efnistunna úr tundurdufli frá síðari heims- styrjöld. Sérfræðingarnir fjarlægðu sprengibúnaðinn úr tunnunni og fóru því næst með hann í land. Sprengiefninu var eytt í sand- gryfjum milli Þorlákshafnar og Eyrarbakka. - grs SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 25% afsláttur af Vigor línuskautum og Concept hjólum 12, 16, 20 og 24 tommu. Hjól verð frá 5.990 kr. Línuskautar verð frá 2.990 kr. línuskautar Hjól og - mikið úrval TUNDURDUFLIÐ Sprengjan var brennd í sand- gryfjum. VEÐRIÐ Í DAG BANDARÍKIN GEIR HAARDE FJÁRMÁLARÁÐHERRA Hann telur ekki raunhæft að frysta framllög til stofn- ana sem fara fram úr fjárheimildum líkt og Ríkisendurskoðun leggur til. Stjórnvöld sög› letja menn til sparna›ar Ríkisendursko›un gefur í skyn a› stjórnvöld sporni gegn sparna›ara›ger›um sem reynst geti óflægilegar e›a pólítískt erfitt a› réttlæta. Vítavert ef sú er raunin, segir fjármálará›herra.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.