Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 26
firátt fyrir a› flokkurinn hafi
unni› markvisst undanfarin
tíu ár a› endurskipulagningu
samfélagsins, me› fla› a›
markmi›i a› auka hagsæld og
velfer›, hefur hann á sér
ímynd afturhalds og sérhags-
munapots.
Sigur Ingibjargar í formannskjöri
Samfylkingarinnar í síðasta mán-
uði var óumdeildur og henni til
sóma. Kjör hennar er sannfærandi
endurkoma í stjórnmálin eftir
tveggja ára hvíld og hér með er
hún orðin óskoraður leiðtogi Sam-
fylkingarinnar og má reikna með
að hún beiti sér í samræmi við
það. Össur skilaði til hennar flokki
sem ekki er mikið annað en sund-
urleit hjörð. Í formannstíð sinni
náði hann að sameina flesta af
vinstri vængnum undir merkjum
fylkingarinnar en náði aldrei að
búa til úr þessu gengi samhentan
flokk. Málefnavinna þeirra á þingi
hefur fram að þessu hvorki verið
fugl né fiskur, hvert upphlaupið
eftir annað til að elta athygli fjöl-
miðla í von um að ná inn í frétta-
tíma eða spjallþætti.
Það verður því verkefni Ingi-
bjargar að breyta þessum sundur-
lausu fylkingum í heilsteyptan
flokk sem veit fyrir hvað hann
stendur og vinnur markvisst að
þeim markmiðum. Við getum
reiknað með því að sjá breyttar
áherslur á þingi, þingflokkurinn
mun líklegast verða mun samhent-
ari og markvissari í vinnubrögð-
um. Meiri óvissa er aftur á móti
um málefnastarfið, framtíðarhóp-
urinn stendur undir nafni – hann
mun skila af sér í framtíðinni. En
að öllu gríni slepptu, þar á Sam-
fylkingin mikið og erfitt starf
óunnið. Ná þarf lendingu í mörg-
um erfiðum málum og verður það
að teljast veikleiki landsfundar
þeirra, að ekki skyldi tekið betur á
fleiri málum þar.
Staða Framsóknar
Staða Framsóknarflokksins er erf-
ið við þessar breyttu aðstæður.
Ingibjörg ætlar sér augljóslega að
sækja nær miðjunni og þrengja að
Framsókn. Einnig er ljóst að íhald-
ið mun ekki láta kyrrt liggja og
sækja fast að miðjunni á næstu
misserum til að verja sinn hlut
þeim megin. Verkefni framsókn-
armanna er að spyrja sig; fyrir
hvað ætlum við að standa og
hvernig tryggjum við stöðu okkar
við þessar aðstæður? Á síðasta
flokksþingi Framsóknarflokksins
var unnin mikil málefnavinna og
byggir flokkurinn á þeirri vinnu í
komandi baráttu. Þar er af nógu
að taka fyrir seinni hluta kjör-
tímabilsins.
Ímynd flokksins er hlutur sem
þarf líka að skoða vel. Þrátt fyrir
að flokkurinn hafi unnið mark-
visst undanfarin tíu ár að endur-
skipulagningu samfélagsins, með
það að markmiði að auka hagsæld
og velferð, hefur hann á sér ímynd
afturhalds og sérhagsmunapots.
Sú ímynd er í engu samræmi við
verkin. Áherslur flokksins eru að
opna markaði og auka samkeppni
til að skapa samfélaginu auð sem
megi síðan nota til að fjármagna
öflugt velferðarkerfi. Okkur er
ekki að takast að koma þessum
boðskap til skila með trúverðug-
um hætti.
Staða ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórnin er að vissu leyti
fórnarlamb eigin árangurs. Svo
mikið hefur áunnist undanfarin
ár, að jafnvel góðæri er farið að
líta út sem lélegur árangur. Að
sumu leyti má segja að ríkis-
stjórnin hafi áorkað það miklu af
stefnumálum sínum að ástæða sé
til þess að hún setji sér ný mark-
mið fyrir seinni hluta kjörtíma-
bilsins.
Fyrsta verkefnið er að stokka
upp skipan ráðuneyta eins og
Halldór lagði til í ræðu sinni 17.
júní. Meðal verkefna má nefna
stofnun atvinnuvegaráðuneytis,
innanríkisráðuneytis og tilfærslu
einstakra málaflokka milli ráðu-
neyta til að skapa skýrari verka-
skiptingu. Einnig er skynsamlegt
að skoða samhliða slíkri upp-
stokkun verkaskiptingu milli ríkis
og sveitarfélaga. Í framhaldi af
þessari uppstokkun myndu flokk-
arnir síðan stilla upp nýrri ríkis-
stjórn, skipta út einstaka ráðherr-
um, rótera öðrum og jafnvel
skipta um málaflokka. Með slíka
uppstokkun á borðinu og kraft-
mikla ríkisstjórn hafa flokkarnir
bætt stöðu sína fyrir komandi
kosningar eftir tvö ár.
Höfundur er félagi í Framsókn-
arflokknum. Greinin birtist áður á
timinn.is.
24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Breytt sta›a Framsóknar
BERGÞÓR SKÚLASON
TÖLVUNARFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
STAÐA FRAMSÓKN-
ARFLOKKSINS