Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 29

Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 29
3FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 PASQUA: Vinsælasta ítalska vínið Ítalska vínið Pasqua Cabernet-Merlot í þriggja lítra kössum hefur verið söluhæsta ítalska vínið á Íslandi undanfarin þrjú ár og annað söluhæsta vínið af öllum vínum í Vínbúðum síðustu tvö ár. Þessar miklu vinsældir hér á norðurslóðum gleðja mjög Pasqua fjölskylduna sem fagnar 80 ára af- mæli víngerðarinnar á þessu ári. Pasqua Cabernet-Merlot er frá svæðinu í kringum Fen- eyjar á Ítalíu frá fyrirtækinu Pasqua Vigneti & Cantine sem ætíð hefur verið fjölskyldufyrirtæki og eru höfuðstöðvarnar í Veróna. Vínið er blanda af Cabernet-Sauvignon (60%) og Merlot (40%) og er látið gerjast á stáltönkum. Um 10% blanda af Cabernet-Sauvignon er sett til hliðar og geymd á eikartunnum í 6-7 mánuði áður en vínið er fullgert. Það er létt, með krydduðu berjabragði. Kynningarverð á sumardögum í Vínbúðum 3.190 kr. 100% hreinn fyrir þig SMOOTHIE ávaxtadrykkur Arka • Sími 899 2363 Grænt og gott á veisluborðið NOKKRAR HUGMYNDIR AÐ GRÆN- METISRÉTTUM SEM HÆGT ER AÐ REIÐA FRAM MEÐ EINFÖLDUM HÆTTI. Ekki bara hollt! Spínat gefur fjöldann allan af bætiefnum og getur líka verið ljómandi gott á bragðið. Það er ekki öruggt mál að spínat gefi ofurstyrk þó Stjáni Blái haldi öðru fram. Spínat er hins vegar afar næringarríkt og inniheldur mikið magn af beta-karótíni, fólínsýru, magnesíum og k- vítamínu. Spínat er fáanlegt allt árið en er ferskast og best á vorin og snemmsumars. Spínat er helst selt hérlendis í pokum. Velja skal spínat eftir laufunum sem ættu að vera græn og ekki sködduð. Forðist spínat með gulum blettum eða súrum þef. Því þynnri sem stilkarnir eru því sætara og betra er spínatið á bragðið. Einnig er ráð að kreista pokann sem ætti þá að hrökkva strax til baka og vera stinnur viðkomu ef um ferskt spínat er að ræða. Spínat geym- ist í pokanum sínum í ís- skápnum í þrjá til fjóra daga. Fölnað spínat má sjóða niður og nota í sósur og fyllingar. Spínat ætti aldrei að þvo fyrr en stendur til að nota það því annars byrjar það að fölna samdæg- urs. Ef þér sýnist spínatið skítugt skaltu setja það í skál með köldu vatni og hræra rólega í. Óhrein- indin sökkva til botns og þá er auðvelt að taka laufin upp úr og þurrka þau. Spínat má elda á ýmsa vegu. Einfaldasta aðferðin finnst mörgum best en hún er að hella smávegis ólífuolíu og hvít- lauk yfir spínatið, gufusjóða það í fimm til tíu mínútur eða skella í smástund í örbylgjuna. Njóta svo góða bragðsins og hollustunnar. Allt til alls í kokkteilgerð Í versluninni La Vida er hægt að kaupa nýjar kokkteilblöndur frá Suður-Afríku. Dreams-kokkteilblöndurnar frá Suður-Afríku, sem eru unnar úr ferskum ávöxtum, eru nú fáan- legar á Íslandi. Hægt er að nota blöndurnar til að blanda bæði áfenga og óáfenga kokk- teila og fylgja fjöl- margar uppskriftir hverri flösku. Bragðtegundirnar eru fjórar; Pina Colada, með ekta kókosmjólk og an- anas, margarita með ferskri límónu og sítrónusafa, Sweet ‘n’ Sour úr appelsínum, sítrónum og límónu og Strawberry úr ekta jarðarberjum og sítrónusafa. K o k k t e i l - blöndurnar fást í versluninni La Vida á Laugavegi 51 en þar fæst allt til alls í kokkteilgerð; sérstakar krapablöndur frá Urban Thirst í Nýja-Sjálandi til þess að gera frosna kokk- teila, kokk- teilhristar- ar, ananas- og jarðar- b e r j a - sykur og límónusalt til að setja á glas- brúnirnar. Stjáni Blái er sannfærður um styrkaukandi eiginleika spínatsins og spennir vöðvana við hvert tækifæri. Dreams-kokkteil- blöndurnar eru til í fjórum bragðteg- undum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI M YN D IR H AR I Þetta er partípakki sem hægt er að bera fram sem forrétt eða með góðum fordrykk. Grænmetið er allt skorið í litla bita og síðan sett upp á pinna. Það er líka fallegt að nota grænmetið sjálft sem statív eins og gert er með gúrkunni. Grillaðir tómatar með pestó passa vel með grillmatnum eða bara einir sér. Setjið basilíku, steinselju, furu- hnetur og parmesan-ost í mat- vinnsluvél og saltið létt. Skerið tómatana í tvennt og makið pestóinu vel á og skellið á grillið. Tómatar og paprika eru tilvalin á grillspjótin ásamt ferskum fiski eða góðri kjötsneið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.