Fréttablaðið - 24.06.2005, Side 31

Fréttablaðið - 24.06.2005, Side 31
5FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 Sportvörur á spottprís FERÐA-OG ÚTIVISTARVERSLUNIN EVEREST Í SKEIFUNNI 6 ER MEÐ STAF- GÖNGUSTAFI OG LÍNUSKAUTA Á LÆKKUÐU VERÐI. „Þetta er blanda af rýmingar- sölu og sölu sem hefur lækkað verulega vegna hagstæðari innkaupa en áður,“ segir kaup- maðurinn í Innliti í Hallar- múla. Hann kveðst vera með 350 fermetra sal yfirfullan af alls kyns húsgögnum á tilboði og telur upp borðstofuhús- gögn, sófaborð, veggsam- stæður í fimm línum og mörg- um litum, sófasett í miklu úr- vali og staka stóla og sófa. „Við tökum inn nokkrar nýjar tegundir af sófasettum í hverjum mánuði og kapp- kostum að hafa eitthvað fyrir alla,“ segir hann og tekur líka fram að áhersla sé lögð á sætisgæði í þeirra hægindum. Nýtt eldhús á tilboði ELDHÚSINNRÉTTINGAR ERU Á HÁLFVIRÐI Í RAFHA Á SUÐUR- LANDSBRAUT 16. Nokkrar eldhúsinnréttingar eru á stórlækkuðu verði um þessar mund- ir í versluninni Rafha að Suðurlands- braut 16. „Þú verður að taka fram að um sýningareldhús sé að ræða,“ segir afgreiðslumaðurinn þegar hann er spurður út í málið. Hann segir innréttingarnar bæði úr plasti og við og í ýmsum gerðum. Spurður um verð er svarið: „Þær eru allar undir þrjú hundruð þúsundum.“ Útreiðartilboð ÍSHESTAR ERU MEÐ LÆKKAÐ VERÐ Á SUNNUDAGSÚTREIÐUM Í SUMAR. Rúmlega helmings afsláttur er gef- inn af útreiðartúrum á sunnudögum í sumar hjá Íshestum í Hafnarfirði. Þeir kostuðu áður 3.100 krónur fyrir manninn en eru nú á 1.500. Þessir tilboðstúrar eru kl. 15.00 á sunnu- dögum og standa í klukkutíma. Riðið er um undurfagurt nágrenni Íshesta sem er kjarrivaxið hraun og Hvaleyrarvatnið er skammt undan. MIKIÐ ÚRVAL AF SKÓM ER Á ÚTSÖLU VESTUR Á GRANDA. Allrahanda skór á karla, konur og börn eru á öndvegis útsölu hjá Outlet á Fiskislóð 75, vestur á Granda. Þarna getur að líta íþróttaskó, spariskó, inniskó og striga- skó á alla fjölskylduna og allir á spottprís að heita má. Ekki er hægt að ganga að öllum núm- erum vísum, í hverri tegund fyrir sig. Stólar, borð- stofusett og sófar á tilboði TEKK COMPANY ER MEÐ SÉRSTAKT JÚNÍTILBOÐ Í GANGI. Meðal þess sem er á lækkuðu verði í Tekk Company er nettur stóll úr tekki og leðri. Hann nefnist Luca. Að sögn Finns verslunarmanns var hann á 39.000 krónur allt síðasta ár en fór niður í 23.400 á útsölunni í janúar. „Luca seldist upp hjá okkur í vetur en við lofuðum kúnnanum að hann myndi ekki hækka frá útsölu- verðinu svo nú erum við með hann á 23.400 kr. út þennan mánuð,“ útskýrir hann. LAGERSALA LAUGAVEGI 97, GENGIÐ NIÐUR PORTIÐ FRÁ LAUGAVEGI ERUM AÐ FLYTJA LAGERINN L A G E R S A L A Vegna frábærra undirtekta höfum við ákveðið að hafa opið þessa helgi Fáránleg verð: Opnunartími fös. 12-18 lau 12-18 490 990 1490 1990ÍSLENSK HÖNNUN & FRAMLEIÐSLALaugavegi 59 • 3. hæð Kjörgarði • 561 5588 Sundföt sem passa Gjafabréf Línuskautar eru á 50% afslætti í Everest. Að sögn af- greiðslumanns eru skautar frá fyrra ári í hærri verð- flokkunum sem nú er verið að bjóða á góðum kjörum. Skautar sem áður kostuðu 15.999 kr. eru nú á 7.997 kr. Nokkrar gerðir af staf- göngustöfum eru á fjórðungsafslætti og er verðið mismunandi eftir efni stafanna. Þeir dýrustu eru úr carpon, nú á 7.120 en voru áður á 9.495. Ódýrustu stafirnir eru úr hreinu áli og fást nú á 3.746 en fyrir lækkun voru þeir á 4.995. Staf- göngustafir eru frábrugðnir öðrum göngustöfum að því leyti að þá er ekki hægt að lengja og stytta heldur eru þeir keyptir í þeirri lengd sem hentar hverjum og einum. Alltaf tilboð í Innliti Í flennistórum sal í Hallarmúlanum eru húsgögn á lækkuðu verði. Skór á karla, konur og börn 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.