Fréttablaðið - 24.06.2005, Side 50
JPV útgáfa hefur gengið frá
samningi við AlfabetaAnamma-
forlagið í Svíþjóð um útgáfu á
skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur,
Þegar stjarna hrapar, sem kom út
á íslensku árið 2003 hjá JPV.
Vigdís hefur lengi heillað Svía
en þýðingar á verkum hennar
hafa verið gefnar út allt frá 1994,
þegar Stúlka í skóginum kom út
og hlaut góðar viðtökur.
Þegar stjarna hrapar er síð-
asta bindið í þríleik Vigdísar sem
hófst með bókinni Frá ljósi til
ljóss.
JPV útgáfa gefur í haust út
kilju með öllum þremur bindum
þríleiksins í einni bók.
Í dag klukkan 12 verður opnuð
ljósmyndasýning Ragnars Axels-
sonar, eða RAX, á Austurvelli.
Sýningin ber yfirskriftina Andlit
norðursins en myndirnir eru úr
samnefndri bók sem kom út árið
2004. Sýndar verða 60 svarthvítar
myndir sem Ragnar tók í Færeyj-
um, á Grænlandi og á Íslandi og
sýna fólk og skepnur í dansi við
óblíð náttúruöfl Norður-Atlants-
hafsins. 20 myndir eru frá hverju
landi.
„Mér fannst afskaplega gaman
að fara til þessara landa, Færeyja
og Grænlands, og taka myndir af
fólkinu þar. Þetta eru nágrann-
þjóðir okkar en samt eru þær svo
ólíkar okkur þrátt fyrir alla ná-
lægðina. Á sýningunni blanda ég
svo myndunum þaðan saman við
myndir héðan frá Íslandi,“ segir
ljósmyndarinn Ragnar Axelsson,
sem var að bardúsa við að koma
sýningunni sinni upp á Austur-
velli þegar Fréttablaðið talaði við
hann í gær.
„Að mála svarthvítt er pensill-
inn minn, ég vildi gera þetta með
hjartanu, þetta er svona eins og að
semja lag algerlega eftir eigin
höfði en ekki eftir pöntun frá ein-
hverjum öðrum. Það er ekki sölu-
vænlegt að mála svarthvítt, lit-
myndir eru betri söluvara, en ég
hef bara þurft að borða fleiri pyls-
ur fyrir vikið meðan ég hef verið
að taka myndirnar,“ segir Ragnar
en ljósmyndirnar á sýningunni
eru teknar á 15 ára tímabili.
„Ég held að fólk hafi verið
mjög ánægt með þessar sýningar
síðustu árin. Þær hafa verið mikið
skoðaðar af erlendum ferðamönn-
um og svo skoða Íslendingar þær
mikið sjálfir, enda er þetta frábær
umgjörð fyrir slíka sýningu. Það
er gott fyrir okkur að flagga því
góða sem við eigum yfir sumar-
tímann meðan hér er svo mikið af
fólki. Í Ragnari eigum við lista-
ljósmyndara á heimsmælikvarða.
Það er mikill áhugi meðal ljós-
myndafagurkera víða um lönd á
ljósmyndum hans. Ragnar hefur
verið fimmtán ár að rannsaka líf
þess fólks sem býr við Norður-
Atlantshafið og hefur náð ákveð-
inni fullkomnun í því,“ segir Sig-
urður Svavarsson útgáfustjóri hjá
Eddu sem gaf út bók Ragnars,
Andlit norðursins í fyrra.
Sýning Ragnars á Austurvelli
stendur yfir til 1. september.
38 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
EKKI MISSA AF…
...sýningu Ragnars Axelssonar
sem verður opnuð á Austurvelli
klukkan 12 í dag og stendur til 1.
september. Myndin hér að ofan
er af Ragnari.
...tónleikum með Brasilíukvart-
ett saxófónleikarans Óskars Guð-
jónssonar sem leikur á Jómfrúnni
í Lækjargötu klukkan 16 á laugar-
daginn. Aðgangur er ókeypis.
...tónleikum hljómsveitarinnar
Strakovsky's Horo sem leikur villta
Klezmer/Balkan tónlist á Kaffi
Hljómalind klukkan 21.
Vilhelm Anton Jónsson, betur þekktur sem
Villi naglbítur úr hljómsveitinni 200.000 nagl-
bítum, opnar málverkasýningu á Kaffi Karólínu
klukkan 14 laugardaginn 25. júní. Á sýning-
unni eru sex myndir eftir Vilhelm sem gerðar
eru með kolum, akrýlmálningu og olíumáln-
ingu.
Naglbíturinn tók þá ákvörðun í vetur að snúa
sér heils hugar að myndlistinni en hann hefur
sem kunnugt er verið nokkuð áberandi á ljós-
vakamiðlum landsins síðustu árin. „Þetta er
það sem mér finnst skemmtilegast að gera,
að skapa, hvort sem það er tónlist eða mynd-
list. Mér finns best að vinna bara fyrir sjálfan
mig, ég mæti á vinnustofuna mína fyrir mig
sjálfan og reyni að vera duglegur fyrir sjálfan
mig. Maður er að búa til eitthvað sem ekki var
til áður og skapar vonandi með því hughrif hjá
áhorfandanum,“ segir Vilhelm.
Myndir Vilhelms eru að hans sögn hráar og
erótískar myndir af fólki.
„Ég hlakka mikið til að opna sýningu í gamla
heimabænum,“ segir myndlistarmaðurinn,
sem bjó á Akureyri áður en hann fluttist til
Reykjavíkur. Sýningin á Akureyri er önnur sýn-
ingin sem Vilhelm heldur, en á Kaffi Sólon í
Reykjavík stendur nú yfir sýning á verkum
hans sem opin er til 2. júlí.
Kl. 18.00
Á sunnudaginn klukkan 18.00 verða
pönk- og rokktónleikar í Tónlistarþróun-
armiðstöðinni Fiskislóð sem er úti á
Granda þar sem fram munu koma sjö
pönk- og rökksveitir auk þess sem Siggi
pönk mun selja bók sem hann lauk ný-
verið við að þýða og heitir Um anark-
isma á íslensku. Aðgangseyrir er 500
krónur.
menning@frettabladid.is
Naglbíturinn hrár og erótískur
Bók Vigdísar seld til Svífljó›ar
Andlit norðursins
á Austurvelli
!
Á VINNUSTOFUNNI Á LAUGAVEGINUM Vilhelm
Anton Jónsson opnar sýningu á Kaffi Karólínu í gamla
heimbænum sínum, Akueyri, á morgun á klukkan 14.
SJÁLFHELDA „Þessi mynd var tekin í björgunarleiðangri árið 1995 þegar hestum var bjarg-
að úr sjálfheldu ofan af Skessuhorni. Hestarnir höfðu orðið hræddir við flugeldasprenging-
arnar á gamlársdag og hlupu þangað upp vegna þess. Þeim var svo bjargað nokkrum dög-
um síðar. Það var verið að velta því fyrir sér að bjarga hestunum með þyrlu en svo var hætt
við það því það var talið að þeir myndu fipast af hræðslu og fara fyrir björgin þannig að á
endanum voru þeir teymdir niður,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um þessa mynd, sem
er ein af þeim 60 sem verða á sýningunni á Austurvelli.
LJ
Ó
SM
YN
D
/R
AG
N
AR
A
XE
LS
SO
N
VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR Bók hennar Þeg-
ar stjarna hrapar hefur verið seld til Sví-
þjóðar.