Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 57
Sky.com, sem er í eigu BSkyB fjölmiðlaveldisins, hefur útnefnt fimmtíu náttúrulega fallegustu konur allra tíma. Litið var til þess hvaða konur hefðu fallegustu beinabygginguna og hverjar væru glæsilegastar án hjálpar snyrtivara. Kvikmyndagoðsögnin Audrey Hepburn þótti bera af, en yfir fimmtíu ár eru síðan hún lék í sinni fyrstu mynd. Athygli vekur að allar konurn- ar í tíu fyrstu sætunum eru með dökkbrúnt hár og ekki er ljóshærð kona nefnd fyrr en í þrettánda sæti og í því situr fyrirsætan Heidi Klum. Í heild eru aðeins 15 ljóshærðar konur á listanum, sem þykir benda til þess að sú ímynd fylgi ljóshærðum konum að þær hafi meira fyrir útlitinu. Ljóst hár er mun oftar litað en dökkt, auk þess sem ljóshærðar stjörnur fylgja oft ákveðinni staðalímynd með ónáttúrulega dökkum húðlit og meiri farða. FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 45 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Smári „Tarfur“ Jósepsson var bú- inn að sanka að sér slatta af gítar- riffum sem hann vildi koma á plast og ákvað að fá hinn öfluga Jenna úr Brain Police til liðs við sig. Þeir félagar ná virkilega vel saman á þessari sumarlegu plötu og sanna það enn frekar, rétt eins og The White Stripes hafa gert, að dúettar geta hiklaust spjarað sig í rokkinu þrátt mikinn einfaldleika. Flest lögin á plötunni eru vel blúsuð en einnig heyrast þar áhrif frá rokksveitum á borð við AC/DC og jafnvel Alice in Chains. Upp- hafslagið, Hot Damn, That Wom- an Is a Man, er hressilegt með bráðskemmtilegum texta og Butt Bumpin’ Boogie, I Got You og Tag Along eru einnig góð. Í því síðast- nefnda þenur Bubbi Morthens munnhörpuna eins og honum ein- um er lagið. Mustache Sally og Who Needs a Drummer voru aftur á móti síst. Mikil spilagleði og léttleiki skína í gegn á plötunni og maður fær á tilfinninguna að þeir Smári og Jenni séu eingöngu að þessu til að skemmta sér eins vel og mögu- legt er. Slík gleði smitar alltaf út frá sér og hver veit nema ég skelli henni á fóninn í næstu grillveislu. Freyr Bjarnason Skemmtilegur rokkdúett HOT DAMN! THE BIG’N NASTY GROOVE’O MUTHA NIÐURSTAÐA: Smári og Jenni ná virkilega vel saman og sanna það enn frekar, rétt eins og The White Stripes hafa gert, að dúettar geta hiklaust spjarað sig í rokkinu þrátt fyrir mikinn einfaldleika. Forsalan á tónleika breska plötu- snúðsins James Zabiela á Nasa í kvöld er hafin. Ásamt Zabiela munu þeir Alfons X og hinn efni- legi DJ Hjalta þeyta skífum. Za- biela er ein af nýjustu stjörnum plötusnúðaheimsins. Hann þykir fara á kostum er hann kemur fram og framkvæmir hina ýmsu galdra á tækin sín. Forsalan fer fram í Þrumunni, Laugavegi, og er miðaverð 1.500 krónur. Meira á www.kirkjan.is/kirkjudagar Glæsileg opnunarhátíð kl. 20:00 á föstudagskvöldinu Á laugardag kl. 12:00–18:00 Barna- og unglingadagskrá flar sem allir ættu a› finna eitthva› vi› sitt hæfi, m.a. ævint‡raskógur, hoppukastalar, risafótboltaspil og Ólympíuleikar undarlegra. Um 40 a›ilar kynna starf sitt, m.a. Lúthersk hjóna- helgi, Leikmannaskólinn, Vinir í bata, ALFA, Skálholts- útgáfan, Landsmót æskulýðsfélaga og Hópslysanefnd. 40 málstofur um trú, tilfinningar, lífi›, kirkjuna og fljó›málin: Hverju trúa Íslendingar? Trúarbrög›in framlag til fri›ar! Hvers vegna er betra a› búa út á landi? Tónlist og söngur úr ‡msum áttum, einsöngvarar, tónleikar, fjöldasöngur og litríkt listalíf. Útimessa vi› Hallgrímskirkju kl. 18:00 á laugardag. Fjölbreytt kvölddagskrá til mi›nættis. A›gangur ókeypis – allir velkomnir! ar gh ! Tónleikar Unglingadagskrá Útimessa Kvöldvaka S‡ningar Málstofur Barnadagskrá KFUM og KFUK rútan Söngleikir Bænastundir Ævint‡raskógur Barnagæsla Pílagrímaganga Á Kirkjudögum gefst tækifæri til a› gle›jast og njóta fleirrar fjölbreytni sem kirkjan öll hefur upp á a› bjó›a og taka flátt í 160 dagskráratri›um JAMES ZABIELA Plötusnúðurinn breski mun þeyta skífum á Nasa í kvöld. Zabiela spilar í kvöld AUDREY HEPBURN Leikkonan þykir bera af fallegustu konum heims. Fimmtíu ár eru síðan hún lék í sinni fyrstu mynd. 1. AUDREY HEPBURN 2. HALLE BERRY 3. CATHERINE ZETA-JONES 4. NATALIE PORTMAN 5. RACHEL BILSON 6. KRISTIN DAVIS 7. KATIE HOLMES 8. EVA LONGORIA 9. KOO STARK 10. MARISA TOMEI Hepburn flykir bera af TO P P TÍ U 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.