Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 59
Annars er það aðfrétta af Clive
Owen að hann er
yfir sig hrifinn af
Jennifer Aniston
eftir að hafa
leikið með
henni í kvik-
mynd ný-
lega. Hann
segir hana
hafa staðið
sig eins og
hetju þrátt
fyrir erfiðleik-
ana í einkalífinu. „Hún lét engan bil-
bug á sér finna og skemmti sér vel
með mér og öðru samstarfsfólki
sínu,“ sagði leikarinn. Þetta þýðir þó
ekki að hér sé nýtt stjörnupar í mót-
un því Owen hefur verið hamingju-
samlega giftur í tíu ár.
Gwyneth Paltrower svo hrifin af
hugmynd Bobs
Geldof, Live 8-tón-
leikunum, að hún
hefur nú beðið
hann um að fá
að laga te fyrir þá
sem koma fram.
Gwyneth, sem er
mikill aðdáandi
Geldofs, sagði
honum að hún myndi vilja hjálpa á
hvaða hátt sem væri. „Hún vildi ekki
að hann héldi að hún væri frekja eða
með stjörnustæla svo hún bauðst til
þess að sjá um að hella upp á teið,“
sagði heimildarmaður.
Cate Blanchett ætlar að leikaaðalhlutverkið í framhaldinu af
kvikmyndinni Elizabeth frá 1998.
Cate, sem sýndi stórleik í mynd-
inni, ætlar að bregða sér
aftur í hlutverk Elísabet-
ar Englandsdrottningar
og mun nýja myndin
heita Elizabeth: The
Golden Age. Nýja
myndin mun fjalla
um samband Elísa-
betar við Sir Walter
Raleigh og í sögu-
þræðinum verður
gefið í skyn að
drottningin hafi ver-
ið ástfangin af ævin-
týramanninum. Clive
Owen mun leika
Raleigh í myndinni
og henni verður
leikstýrt af
Shekhar Kapur,
sem einnig
leikstýrði
Elizabeth.
FRÉTTIR AF FÓLKI