Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
64,94 65,24
115,62 116,18
78,42 78,86
10,52 10,582
9,96 10,018
8,27 8,318
0,585 0,5884
95,5 95,06
GENGI GJALDMIÐLA 01.07.2005
GENGIÐ
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
SALA
110,18 -0,13%
4 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Samband um FARICE-sæstrenginn liggur niðri:
Bilun vi› stóra brú í Skotlandi
SÆSTRENGUR Netnotendur Símans
og OgVodafone hafa orðið varir
við hægari umferð vegna þess að
samband Íslands um FARICE sæ-
strenginn liggur niðri. Að sögn
forsvarsmanna FARICE verður
ekki gert við strenginn fyrr en að-
faranótt sunnudags.
„Sæstrengurinn sjálfur er í
góðu lagi,“ segir Guðmundur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri
FARICE. „Sambandið er rofið
vegna þess að ljósleiðari fór í
sundur í landleiðinni Skotlandi.
Bilunin er á mjög slæmum stað og
erfitt að komast að henni vegna
þess að strengurinn liggur yfir
brú við Edinborg þar sem þarf að
stöðva lestarumferð til að sinna
viðgerðinni.“
Í yfirlýsingu frá Símanum
kemur fram að bilunin hafi engin
áhrif á talsímaumferð. Búið sé að
komast fyrir truflanirnar sem
urðu á netumferðinni með því að
færa umferð yfir á eldri sæstreng
en það var gert þegar í ljós kom
að bilunin dragist á langinn.
OgVodafone segir að bilunin
hafi nákvæmlega sömu áhrif fyrir
viðskiptavini OgVodafone og við-
skiptavini Símans ■
Efast um hæfi saksóknara
BAUGSMÁLIÐ Jón Ásgeir Jóhannes-
son forstjóri Baugs gagnrýnir
harðlega tæplega þriggja ára
rannsókn lögreglu á meintum
brotum tengdum fyrirtæki hans í
bréfi sem hann ritaði Ríkislög-
reglustjóra á fimmtudaginn.
Hann fer fram á að kannað verði
hvort Jón H. Snorrason, yfirmað-
ur efnahagsbrotadeildar embætt-
isins, væri vanhæfur til frekari
meðferðar á Baugsmálinu.
Jón Ásgeir segir rannsókn lög-
reglu hafa hafist á „mjög óvæginn
hátt“ með húsleitar- og handtöku-
kröfu og telur að afla hefði mátt
gagna með mildilegri hætti. „Allt
var þetta að mínu mati byggt á
heiftúðugri og ótrúverðugri kæru
eins einstaklings og bar bersýni-
lega keim af hefndaraðgerð, ann-
ars vegar af persónulegum ástæð-
um og hins vegar af óánægju með
lok viðskipta við Baug,“ segir
hann og telur að lögregla hafi ras-
að um ráð fram í upphafi. „Allar
síðari aðgerðir miðast augljóslega
við að réttlæta upphafleg við-
brögð,“ bætir hann við og telur
varhugavert hvernig blandað er í
málinu saman rannsóknar- og
ákæruvaldi. „Sami einstaklingur
tekur ákvarðanir um rannsóknar-
aðgerðir og um hvort tilefni sé til
ákæru. Með þessu fyrirkomulagi
heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds
sögunni til.“
Í bréfinu rekur Jón Ásgeir upp-
haf málsins til kæru Jóns Geralds
Sullenbergers á ágústlok 2002.
„Grundvöllur upphaflegra ásak-
ana Jóns Geralds er löngu brost-
inn,“ segir hann og undrast hvern-
ig rannsóknin hefur dregist með-
an ný sakarefni koma fram eftir
því sem önnur eru hrakin.
Að sama skapi gagnrýnir Jón
Ásgeir hvernig fregnir af rannsókn
lögreglu á Baugi hafi borist í fjöl-
miðla. „Svo virðist sem einhver eða
einhverjir innan embættis ríkislög-
reglustjórans sjái sér hag í því að
leka markvisst fréttum af rann-
sókn málsins,“ segir hann og tekur
dæmi um hvernig fregnir hafi
borist af fyrirhuguðum yfirheyrsl-
um, húsleitum og handtökum og
verið á vitorði fjölmiðla áður en til
þeirra hafi komið. „Blaðamenn
hringdu í Magnús Guðmundsson,
bankastjóra Kaupthing Bank í Lux-
emborg, og spurðu frétta af hús-
leitinni áður en lögreglan var kom-
in í húsnæði Kaupthing.“
Jón H. Snorrason kvaðst ekki
myndu tjá sig um gagnrýni Jóns
Ásgeirs á rannsókn lögreglu að
sinni.
Sjá einnig síðu 10
olikr@frettabladid.is
Léttir í hitabylgju:
Byrja› a›
rigna á Ítalíu
ÍTALÍA, AP Margir Ítalir fögnuðu
mjög þegar byrjaði að rigna í
norðurhluta landsins og um mið-
bik þess í gær. Rigningin kemur í
kjölfar mikillar hitabylgju sem
hefur kostað 21 einstakling lífið
og léttir aðeins á þjáningum
landsmanna og ferðamanna.
Hitastigið féll nokkuð í gær
þegar ský þöktu himininn víða og
búist er við að hitastigið falli enn
í dag.
Hitinn hefur vart farið undir
35 gráður og hefur fjöldi eldri
borgara látið lífið vegna hitanna.
Þá hefur hitinn eyðilagt gróður
og valdið bændum miklum
skaða. ■
SANDGERÐISHÖFN Um níutíu prósent
kvótans hurfu frá Sandgerði fyrir um sjö
árum.
Sandgerðisbær:
Tvær kærur
felldar ni›ur
BYGGÐAKVÓTI Ríkissaksóknari úr-
skurðar innan mánaðar hvort
kærur á Sandgerðisbæ verði tekn-
ar til greina eftir að Sýslumaður-
inn í Keflavík vísaði þeim frá.
Útgerðarmaður kærði sveitar-
félagið fyrir bókhaldsbrot. Hann
taldi sig ekki fá fullgilda
skattnótu fyrir fé sem hann lagði
inn á reikning á kennitölu bæjar-
stjórans. Féð átti að nýta til kaupa
á kvóta, en í Sandgerði skilyrða
útgerðir sig til að leggja fram fé
til slíkra kaupa sé þeim úthlutað
byggðakvóta.
Júlíus Magnússon, fulltrúi
Sýslumannsins í Keflavík, segir
kærum útgerðarmannsins tvíveg-
is hafa verið vísað frá þar sem
ekki þyki efni til að hefja rann-
sókn á málinu. - gag
Kynning á framkvæmdum
við Hellisheiðarvirkjun
Gestamóttakan í Skíðaskálanum
í Hveradölum er opin
mánudaga-laugardaga kl. 9-17
og sunnudaga kl. 13-18.
Allar nánari upplýsingar
í síma 516 6000 og á www.or.is
Aðgangur er ókeypis.
Allir velkomnir!
ORKA
ÚR IÐRUM JARÐAR
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
2
87
51
06
/2
00
5
VEÐRIÐ Í DAG
FARICE-SÆSTRENGURINN
Bilunin er ekki í sæstrengnum sjálfum
heldur rofnaði sambandið eftir að landlína
í Skotlandi fór í sundur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
LÖGREGLUFRÉTTIR
ÖFLUG GÆSLA Í ÓLAFSVÍK
Fíkniefnahundur verður í öflugu
gæsluliði lögreglunnar á Fær-
eyskum dögum í Ólafsvík og á
Fjórðungsmóti hestamanna á
Kaldármelum. Lögreglumönnum
fjölgar um helming í umdæmi
lögreglunnar á Snæfellsnesi um
helgina. Þeir eru níu en verða
átján. Lögreglumenn úr Reykja-
vík, Akranesi, Borgarnesi og Döl-
unum bætast í hóp þeirra sem
fyrir eru. Tíu björgunarsveitar-
menn sjá einnig um gæslu í
Ólafsvík.
Jón Gerald Sullenberger í Kastljósinu:
Sakar Jón Ásgeir um
brot á trúna›arsamningi
Jón Gerald Sullenberger sagðist í Kastljósi Sjónvarpins í gær-
kvöldi ætla að stefna Jóni Ásgeiri Jóhannessyni fyrir brot á
trúnaðarsamkomulagi sem hann hafi rofið með því að opin-
bera bréfaskriftir sínar til embættis Ríkislögreglustjóra. „Í
þessum bréfum sem hann síðan dreifir um fjölmiðlana er
hann náttúrlega að fara ofan í þessi mál og ofan í okkar
samskipti,“ sagði hann og vísaði til samkomulags fyrir dómi í
Bandaríkjunum þegar gengið var frá kröfum hans. „Þá var
ákveðið að þetta mál yrði ekki rætt meira.“
Í sama viðtali ásakaði Jón Gerald Jónatan Þórmundsson
lagaprófessor um að hafa fengið háar fjárhæðir greiddar fyrir
álitsgerð sem væri sakborningum í Baugsmálinu í hag, en
um hana er fjallað á síðu 10 í blaðinu. „Ég tel mig vita um margt sem vantar í
þessa álitsgerð,“ sagði hann.
Þá hafnaði Jón Gerald því alfarið að heift í garð Jóns Ásgeirs eða vonbrigði með
viðskiptaslit hafi ráðið gjörðum hans þegar hann lagði fram kæru sína á haustdög-
um 2002. „Það er alrangt, vegna þess að ég átti kröfur á þá sem þeir voru ekki að
uppfylla, bæði viðskiptakröfur og reikninga. Það er mjög eðlilegt þegar þú selur
fyrirtækjum vörur að þú viljir fá greitt fyrir þær. Þess vegna fór ég í mál.“
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, gagnr‡nir har›lega rannsókn efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglu-
stjóra á honum og fleirum í tengslum vi› meint brot gegn fyrirtækinu. Hann segir líta út sem lögregla
hafi reynt a› réttlæta illa ígrunda› upphaf málsins me› flví a› leita a› sakarefnum.
JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Forstjóri Baugs Group segir í bréfi til Ríkislögreglustjóra að
betur hefði verið staðar numið í rannsókn lögreglu í Baugsmálinu þegar ljóst hafi orðið
að stofnað hafi verið til málsins í upphafi af einstaklingi „sem knúinn var áfram af hefnd-
arhug eða öðrum álíka hvötum.“
JÓN GERALD
SULLENBERGER
INNRÁSIN Í BAUG 28. ÁGÚST 2002 Eftir kæru Jóns Geralds Sullenbergers, fyrrum við-
skiptafélaga Baugs í Bandaríkjunum, lét efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra til skarar
skríða með húsleit í höfuðstöðvum Baugs.