Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 16

Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 16
2. júlí 2005 LAUGARDAGUR AF NETINU Helgarbla› Bls. 10-11 Þingmennirnir fá 143 daga í sumarfrí… Böddi Klippti Duran Duran Bls. 32–33 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 144. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 2005 Bls. 16 Bls. 52-53 Bls. 24-25 Lífið í rúst eftir framúrakstur Varð 75% öryrki sextán ára gömul Ef fer sem horfir munu 25 manns deyja íumferðinni á þessu ári. Helgarblað DVer með ítarlega úttekt á þeimvígvelli sem þjóðvegir landsinsvirðast vera. Það eru alltofmargir svartir blettir á Íslandi. Bls. 20-23 Skarphéðinn KristinnSverrisson, 23 ára Þröstur Valdimarsson,42 ára Ívar Páll Ársælsson, 18 ára Halldóra Árnadóttir, 63 ára Bjarni Sveinsson, 55 ára Helgi Fannar Helgason,18 ára Árni Jens Valgarðsson,20 ára Þórarinn SamúelGuðmundsson, 15 ára Edda Sólrún Einarsdóttir,49 ára Lovísa Rut Bjargmunds-dóttir, 19 ára Guðrún Sigurðardóttir,52 ára Sigurður RagnarArnbjörnsson, 18 ára Heiðrum minningu þeirra þrettán sem látist hafa í umferðinni á árinu Mannfall á þjóðvegum STJÖRNUR ÍSLANDSAndlitið sem markaðsvara Björk í tjaldvagni Eric Clapton Í LAXVEIÐI Á ÍSLANDI Bls. 4 Hvað gera þeir við allan þennan tíma? Hefurflúsé› DV í dag Lífið er í rúst eftir framúrakstur Barbara Kjartansdóttir varð 75% öryrki aðeins sextán ára gömul Eggert Skúlason, varaformaður Hjartaheilla og fyrrum frétta- maður á Stöð tvö, hjólar um þess- ar mundir hringinn í kringum landið til styrktar hjartveikum og er því maður vikunnar. Eggert fæddist 1. apríl 1963 og ólst upp í Háaleitishverfinu í Reykjavík en hefur ávallt haft annan fótinn í Vík í Mýrdal þar sem móðurfólk hans býr. Hann er annálaður skot- og laxveiðimaður og er sagt að hann hafi fengið veiðidelluna í Vík, fjögurra ára gamall, þegar hann landaði fyrsta fisk- inum úr Víkuránni. Skipti þá engu máli þó að klóak bæjar- ins rynni í ána, á pönnuna fór fisk- urinn. Sem barn átti hann til að vera stríðinn og uppá- tækjasamur en rétt- lætiskenndin var rík. Með unglingsár- unum varð hann skapríkari og getur verið afar fljótur upp ef sá gállinn er á hon- um. Eggert gekk fyrst í Ísaksskóla, svo Álfta- mýrarskóla og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Að því loknu hóf hann nám í lögfræði en lét eitt ár af laganámi duga og skellti sér út á vinnu- markaðinn. Hann var blaða- maður á Tímanum og síðar Nú- tímanum og varð síðar frétta- stjóri. Árið 1989 hóf hann störf á fréttastofu Stöðvar tvö þar sem hann vann til ársins 2001. Hann er kvæntur Önnu Guðmundsdóttur, mat- reiðslumeistara og eiga þau saman soninn Haf- þór, ellefu ára. Eggert er lýst sem afar traustum vini vina sinna, góðhjörtuðum og jákvæðum. Hann er maður augna- bliksins, segir alltaf skoðun sína umbúðalaust en ætlast ekki til þess að yfirlýsingum sínum sé tekið sem varanlegri afstöðu hans. Eggert á til að reiðast og hann getur reiðst á skömmum tíma og jafnvel án sýnilegrar ástæðu. Jafnvel á fölskum for- sendum. Einn viðmælandi blaðs- ins nefndi sem dæmi að hann gæti brjálast yfir blaðafrétt en raun- veruleg ástæða reiði hans sé kannski sú að hann er svangur. Þá á hann til að vera þrjóskur og getur átt erfitt með að bakka ef hann hefur bitið eitthvað í sig. Þetta getur komið í bakið á hon- um, hann lofar kannski einhverju í hita augnabliksins, fær bak- þanka þegar hann hugsar út í mál- ið, en fær sig ekki til að hætta við. Þrjóskan þykir hafa nýst honum sem fréttamanni, hann er sagður hafa verið grimmur í starfi í já- kvæðri merkingu þess orðs. Við- mælendur hans komust sjaldan upp með að slá ryki í augu hans. Vinum og vandamönnum ber saman um að skapið sé helsti óvinur Eggerts, en hann hafi þó þroskast með árunum. Þá getur hann verið hranalegur í framkomu án þess að ætla sér það, þannig að þeir sem þekkja hann lítið eiga erfitt með að vita hvar þeir hafa hann. Hann er sagður tískublindur með öllu en hefur sem betur fer liðsinni konu sinnar í fatakaupum. Á menntaskólaárunum var hann reiður maður eins og gjarnan gerist og fór ekki úr her- mannabuxunum sínum. Þá lét hann sér vaxa skegg sem, að sögn kunn- ugra, fór honum illa svo vægt sé til orða tekið. Öllum ber saman um Eggert sé sérlega skemmti- legur, mikill sögumaður sem gerir óspart grín að sjálfum sér og góður í rökræðum. Hann er mikill áhugamaður um knattspyrnu og dyggur stuðningsmaður Fram á Íslandi og Tottenham Hotspur í Englandi. Eggert er sagður mikill lífsnautnamaður og er mik- ill sælkeri með öllu því sem fylgir. Hann er hins vegar ekki óhófsmaður, veit hvenær hann þarf að taka sig á og heldur þyngdinni ávallt innan marka, til dæmis með því að hjóla í kringum landið. Reyndar gengur sú kenning meðal vanda- manna hans að hringferðin sé angi af gráa fiðringnum; hann sé kominn á fimmtugsaldur og þurfi að sanna að hann geti hjólað hringinn. MAÐUR VIKUNNAR Ma›ur augnabliksins EGGERT SKÚLASON VARAFORMAÐUR HJARTAHEILLA Skilnaðarbarn Gamlir andstæðingar úr Alþýðubanda- laginu og Alþýðuflokknum voru samein- aðir í Samfylkingunni og gamlir and- stæðingar innan Alþýðubandalagsins urðu að vinna saman undir merkjum umhverfisverndar[...] Ég var einn af þess- um óháðu sem kaus Alþýðubandalagið. Nú á ég hvergi stað og líður eins og skilnaðarbarni sem þarf að horfa upp á hatrammar deilur foreldra sinna, oft um keisarans skegg. Eftir að hafa lent undir forræði annars foreldrisins um stund er ég nú fluttur að heiman, vafrandi um göturnar eins og vandræðaunglingur. Ef illa fer veit ég þó að ég er alltaf velkom- inn heim til frænku minnar, framsóknar- maddömunnar. Hjörtur Einarsson – sellan.is Apa í borgarstjórn Apinn H'Angus var nefnilega lukkudýr bæjarliðsins Hartlepool FC. Og apanum H'Angusi datt í hug að borgarstjórafram- boð sitt væri góð kynning fyrir Hart- lepool FC. Hans eina málefni var að öll grunnskólabörn í Harlepool skulu fá gef- ins einn banana á dag. Skemmst er frá því að segja að Apinn H'Angus sigraði í kosningunum með 600 atkvæða mun. [...] Ætli [lærdómurinn] sé ekki sá að hvaða idjót sem er getur stýrt bæjarfé- lagi með hæfilegum undirbúningi. Er þá bara málið senda Skuldahalann á kvöldnámskeið í stjórnun og opinberri stjórnsýslu og horfa á hann rúlla upp kosningunum? Pawel Bartoszek – deiglan.com Sovét -Ísland Okkur myndi bregða talsvert ef fréttir bærust af því að „iðnaðarráðherra hefði leyft að 4.500 peysur, 1.200 pör af sokk- um og 300 herðatré verði framleiddar til viðbótar við það sem áður hefur verið leyft“. [...] Það er hætt við að eitthvað heyrðist við þessum ummælum. En það ótrúlega er að þegar fréttir berast af breytingum inn- an hins sovéska landbúnaðarkerfis okk- ar, sem byggir á niðurgreiðslum og mið- stýringu, virðist enginn kippa sér upp við fáranleika málsins. Árni Helgason – djoflaeyjan.com Prinsipp í lagi Einsog fulltrúi Reykjavíkurdeildar [Vinstri-grænna] segir í Mogga þá er eðlilegt að framlag Orkuveitunnar til stóriðju almennt sé rætt ef það er heppi- legt fyrir framtíð Reykjavíkurlistans. Þetta er prinsipp í lagi. Kemur það sem sagt til greina að afla orku til nýrra álvera ef það getur styrkt stöðu VG í karpi innan Reykjavíkurlistans um sæti í borgar- stjórn? [...] Ég las svo í DV í gær að Steingrímur sé lagstur á fjöll í mánuð. Ég hlakka til að hitta hann í fimmtugsafmælinu á Gunn- arsstöðum og kannski hann noti tímann milli fjallatinda til að íhuga rækilega meðalhófið sem félagar hans í Reykja- víkurdeildinni hafa fundið. Össur Skarphéðinsson – althingi.is/ossur TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.