Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 24
STÓR MAÐUR Þessi stóri maður gæti lent í sams konar vandamálum og belgíski risinn í framtíðinni. Rætur æsifréttablaða-mennsku eru raktar tilBandaríkjanna um 1880, en þá var New York borg innflytj- enda sem ekki voru sleipir í ensku og lásu því ekki dagblöð þess tíma. Maður að nafni Joseph Pulitzer áttaði sig á því að þarna var stór markhópur sem hægt væri að herja á. Hann keypti blaðið New York World árið 1883 og breytti því með það í huga að höfða til verkamanna af erlendu bergi brotnu. Stórar myndir komu í stað texta og þurrar pólitískar fréttir sem ekki snertu innflytj- endur fengu að víkja fyrir frá- sögnum af morðum, blóðugum slysum og slúðri sem snerti inn- flytjendur. Teiknimyndasögur fyrir treglesa Um þetta leyti urðu prentsmiðjur fullkomnari og dagblöðin fóru að koma út í lit. Fyrsta litaða teikni- myndasagan leit dagsins ljós í New York World og sló strax í gegn. Aðalpersóna sögunnar var ungur, sköllóttur strákur í gulri skyrtu, sem lesendur kölluðu Yellow kid, og telja margir að gula pressan dragi nafn sitt þaðan. Myndasagan jók sölu blaðsins gífurlega og varð það stærsta dagblaðið í Bandaríkjunum. William Randolph Hearst, sem átti blaðið New York American Journal, keypti myndasöguna yfir á sitt blað og upphófst mikið stríð milli Pulitzer og Hearst. Pulitzer hvatamaður slúður- blaðanna –og rannsóknarblaða- mennsku Joseph Pulitzer, maðurinn sem nú er kenndur við hin virtu blaða- mannaverðlaun, er því upphafs- maður slúðurblaðanna. Pulitzer hafði áhuga á því að gefa Colum- bia University í New York styrk til þess að opna fyrsta blaða- mannaskólann, en slæmt orðspor hans olli því að Columbia beið með að þiggja styrkinn í um tíu ár. Það var svo ekki fyrr en 1912 að Columbia University Graduate School of Journalism var stofn- aður með styrk frá Pulitzer og út- hlutar skólinn nú Pulitzer-verð- laununum ár hvert til blaðamanna í Bandaríkjunum. Pulitzer þótti ekki góður gaur á sínum tíma en í dag fær hann fjöður í hattinn fyr- ir að vera hvatamaður að rann- sóknarblaðamennsku. Árið 1887 réð hann til sín blaðamanninn Nellie Bly sem skrifaði fréttir um fátækt og húsnæðis- og vinnu- mál í New York. Bly beitti ýmsum brögðum við fréttaöflun og er hún talin fyrsti rannsóknarblaða- maðurinn. Eitt skiptið gekk hún svo langt í að sannfæra fólk um að hún væri geðveik til þess að geta komist inn á geðveikrahæli sem hún vildi fjalla um. Æsifréttir Hearst leiða til spænsk-ameríska stríðsins Innan um teiknimyndasögur og ýkjusögur af ofbeldi í borginni tókst Pulitzer því ætlunarverk sitt að einhverju marki, „að svipta hul- unni af alls kyns svikum og klæki- brögðum, að berjast gegn óréttlæti og misbeitingu, og vinna fyrir al- múgann af fullri hreinskilni.“ Heiðarleikinn var þó ekki lengi í framsætinu. Til að auka hlut sinn í samkeppnisstríðinu hófu Pulitzer og Hearst að fjalla um viðburði er- lendis og var sannleikurinn oft látinn víkja fyrir æsifréttum. Krassandi sögur úr útlandinu seldu vel. Blað Hearst, New York American Journal, birti viljandi falskar fréttir á skipulagðan hátt og átti sú fréttamennska eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Blaðið lýsti meðal annars ófremdarástandi meðal Kúbverja vegna ofbeldis af hendi spænskra hermanna. Hearst sjálfur skrifaði fjölmargar fréttir þar sem átökin milli Spánverja og Kúbverja voru stórlega ýkt. Sagan segir að þegar teiknari fyrir blað Hearst vildi snúa heim eftir friðsæla dvöl í Havana, hafi Hearst skipað honum: „Vinsamlegast verið kyrr. Þú útvegar myndirnar og ég út- vega stríðið.“ Sögurnar af meintu ofbeldi í Kúbu vöktu sterk viðbröð meðal lesenda sem jók á lygarnar. Með æsifréttunum tókst Hearst að sannfæra bæði al- menning og stjórnmálamenn í New York um að Bandaríkjamenn þyrftu að grípa inn í átökin. Það leiddi til spænsk-ameríska stríð- sins sem lauk með miklu mannfalli meðal Spánverja og Kúbverja en Bandaríkjamenn juku styrk sinn og urðu stórveldi. Hearst varð einn valdamesti maður Bandaríkjanna og lagði grunninn að Hearst fjölmiðlaveldinu sem nú gefur út meðal annars Marie Claire, Esquire, Seventeen og tugi annarra blaða, ásamt því að reka annars konar fjölmiðla. Ljóst er að slúðurblöðin eru skeinuhætt svo vægt sé til orða tekið og hvergi nærri skemmt- unin ein. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. SLÚÐUR- BLÖÐ Gula pressan hefur loksins borist til Íslands, en slúð- urblöð á borð við Séð og heyrt og Hér og nú hafa lengi hrellt nágrannaþjóðirnar. Bla›aútgáfa er í miklum blóma hér á klakanum og s‡nist sitt hverjum um ágæti bla›anna. Færri vita hins vegar a› upptök gulu pressunnar eru samofin upphafi rannsóknarbla›amennsku og hinum flekktu Pulitzer-ver›launum. Rósa Sign‡ Gísladóttir kynnti sér óvæntar rætur æsifréttabla›amennskunnar. 24 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Reykjagarður hf. · Fossháls 1 · 110 Reykjavík · Sími 575 6440 · 110 Reykjavík · Bréfasímar: 575 6490 · www.holta.is Reykjagarður hf www.holta.is Upplýsingar um vöruúrval Reykjagarðs og uppskriftir er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.holta.is PULITZER OG HEARST upphafsmenn slúðursins SAMKEPPNISSTRÍÐIÐ MILLI PULITZER OG HEARST Á þessari teiknimynd sem er í anda Yellow kid segir Hearst: „Þetta er mitt stríð. Ég keypti það og borgaði fyrir það.“ Í samkeppninni svifust þeir einskis, sérstaklega Hearst, og leiddu æsifréttirnar til spænsk- ameríska stríðsins. YELLOW KID R. F. Outcault var maðurinn á bak við Yellow kid teiknimyndasöguna sem talið er að gula pressan dragi nafn sitt af. Þökk sé Outcault og vinsældum Yellow kid varð teiknimyndasagan að því menn- ingarfyrirbæri sem hún er í dag. Belgískir sjúkraliðar lentu í risa- vöxnum vandræðum á dögunum þegar hæsti maður landsins fékk hjartaáfall. Maðurinn, sem heitir Alain Delaunois og er 229 cm, veiktist á heimili sínu í Stavelot og var ákveðið að senda sjúkraþyrlu á eftir honum. Því miður komst Delaunois ekki fyrir í þyrlunni og var þá ákveðið að kalla á sjúkrabíl. Eftir töluverðar vangaveltur tókst sjúkraliðunum loksins að koma honum inn í bílinn og aka honum á næsta sjúkrahús. En þegar læknarnir ætluðu að fara með hann í hjartaskoðun komst hann ekki fyrir í vélinni. Á meðan lækn- arnir reyndu að finna út hvað ætti að gera við Delaunois jafnaði hann sig en samt sem áður óttast hann mjög um framtíð sína. Hann þarf að fara í aðgerð til að sjá hvers vegna hann fékk hjartaáfall og vonar innilega að búið verði að panta nógu langt skurðar- borð fyrir hann. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Risi fær hjartaáfall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.