Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 42
26 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Ef bardaginn yrði háður í dag, myndu fjölmiðlar spyrja hvort líf þúsunda hermanna væru þess virði. Farið yrði fram á rann- sókn á því hvort hermennirnir hefðu verið nægjanlega þjálfað- ir. Þingmenn minnihlutans myndu spyrja hvort forsetinn hafi leitt bandarísku þjóðina af- vega. Svona lýsti Zen Miller, þingmaður Demókrata á banda- ríska þinginu, því hvernig bar- daganum um Iwo Jima, sem háð- ur var í síðari heimsstyrjöldinni, yrði lýst af fjölmiðlum væri hann háður í dag, en ekki í byrj- un árs 1945, á lokamánuðum síð- ari heimsstyrjaldarinnar í bar- áttunni um Kyrrahafið. Í bardaganum um Iwo Jima, eða Súlfúreyjuna, sem hófst 19. febrúar 1945, létust um 22.000 japanskir hermenn og tæplega 7.000 bandarískir. Að auki særð- ust rúmlega 19.000 bandarískir hermenn. Bardaginn sjálfur var einn af mörgum bardögum síð- ari heimsstyrjaldarinnar. Mynd sem Joe Rosenthal tók af sex hermönnum að reisa bandaríska fánann á toppi Suribachi-eld- fjallsins á Iwo Jima 23. febrúar 1945 gerði bardagann ódauðleg- an í huga Bandaríkjamanna. Rosenthal, ljósmyndari Associ- ated Press, hlaut Pulitzer-blaða- mannaverðlaunin fyrir myndina árið 1945. Í lok árs 1954 var bronsstytta eftir Felix de Weldon, byggð á myndinni, af- hjúpuð í Arlington-kirkjugarðin- um. Styttan var helguð öllum sjóhermönnum sem hafa látið lífið við að verja þjóð sína. Nú er Clint Eastwood að koma til Krýsuvíkur til þess að taka upp atriði fyrir myndina sína Flags of Our Fathers, sem fjallar um bardagann um Iwo Jima. Tilgangur eða tilgangsleysi Innrásin á Iwo Jima var kölluð Operation Detachment, og var talin nauðsynleg fyrir árásir B- 29 sprengjuflugvéla á Japan og til þess að Kamikaze-árásir Jap- ana yrðu erfiðari. Á eyjunni voru þrjár flugbrautir sem jap- anskir sjálfsvígsflugmenn hófu leiðangur sinn á. Eftir að Banda- ríkjamenn náðu yfirráðum yfir eyjunni lentu fylgiflugvélar sprengjuflugvéla á eyjunni, á meðan B-29 vélarnar flugu áfram til Japan. Flugbrautirnar voru notaðar sem neyðarlend- ingastaður bandarísku sprengju- flugvélanna á leið sinni frá Jap- an, sem hefðu annars þurft að fljúga helmingi lengri leið til að ná öruggri lendingu. Eftir að Bandaríkjamenn höfðu náð Marianas-eyjum, varð Iwo Jima mun mikilvægari herstöð fyrir Japani en áður, þar sem Banda- ríkjamenn voru þá orðnir nær því að gera árásir á meginland Japan. Frá herstöðinni á Iwo Jima gátu Japanir varað við yf- irvofandi árásum á Tókýó og ná- grenni. Japanir bíða og undirbúa sig Í júní 1944 hófu Bandaríkja- menn stórskotahríð á Iwo Jima, og áttu Japanir von á að innrás hæfist það sumar. Í júlí það ár hafði bandaríski sjóherinn eyði- lagt allar byggingar á eyjunni og þær fjórar flugvélar sem eftir voru. Japanir höfðu þá misst stóran hluta sjóhers síns og mik- inn hluta flughersins. Flugvéla- floti þeirra var ekki endur- byggður fyrr en í apríl 1945. Tadamichi Kuribayashi, herfor- ingi Japana á eyjunni, þurfti því að verja Iwo Jima án stuðnings frá sjó- eða flughernum. Liðs- styrkur kom frá Japan, auk verkfræðinga sem hönnuðu flók- ið kerfi neðanjarðarbyrgja og ganga, sem áttu að geta staðist miklar sprengingar frá óvinin- um. Höfuðstöðvar Kuirbayashi voru á norðurhluta eyjunnar. Sunnar á eyjunni, á Hæð 382 sem var næsthæsti hæðarpunkt- ur Iwo Jima, var fjarskipta- og veðurstöð komið upp. Þar rétt hjá voru höfuðstöðvar hersfor- ingjans Chosaku Kaido, sem stjórnaði stórskotaliði Japana á eyjunni. Japanir gerðu tilraun til að tengja allar helstu stjórn- stöðvar sínar á eyjunni með göngum sem hefðu orðið um 27 kílómetrar að lengd, hefði þeim tekist að klára þau. Þegar Bandaríkjamenn stigu á land í febrúar 1945, voru 18 kílómetra göng fullkláruð. 8. desember 1944 hófu Bandaríkjamenn aftur loftárásir á Iwo Jima, sem frá þeim tíma varð daglegur við- burður þar til innrásin sjálf hófst. Bandaríkjamenn hefja innrás Fyrir innrásina á Iwo Jima töldu Bandaríkjamenn sig hafa full- komnað árásaráætlun sína frá sjó, í innrásum sínum frá Gu- adalcanal til Guam. Þeir töldu sig hafa mætt öllum þeim vandamál- um sem upp gætu komið. Sam- kvæmt áætlun áttu tvær her- deildir sjóhersins að taka land á austurströndum eyjunnar. Þegar þær væru lentar á ströndinni myndu tvær aðrar herdeildir bætast við til styrktar þeim sem fyrir voru. Samkvæmt áætlun- EYÐILEGGINGIN ALGJÖR Mannfallið var mikið, bæði í herliði Bandaríkjamanna og Japana, þegar barist var um Iwo Jima í síðari heimsstyrjöldinni. FÁNINN REISTUR Þetta var seinni og stærri fáninn sem reistur var efst á Suribachi- fjalli á Iwo Jima. Fyrir þessa fréttamynd hlaut ljósmyndarinn, Joe Rosenthal, Pulizter-verðlaunin árið 1945. Svikull svartur sandur Clint Eastwood er á lei›inni til landsins til a› taka upp atri›i fyrir myndina Flags of Our Fathers, sem fjallar um bardagann um Iwo Jima í sí›ari heimsstyrjöldinni. Kr‡suvík var talinn heppilegur tökusta›ur, flví hér á Íslandi eru sandarnir svartir og svikulir, líkt á eldfjallaeyjunni í Kyrrahaf- inu. TADAMICHI KURIBAYASHI Herforingi Japana RAYMOND A. SPRUANCE Herforingi Bandaríkjamanna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J O E RO SE N TH AL FR ÉT TA B LA Ð IÐ /J O E RO SE N TH AL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.