Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 44
Arnar Gíslason, trommari í Ens- ími, Írafár og Dr. Spock, er að mestu leyti sammála lista Classic Rock yfir bestu trommara sög- unnar. „John Bonham er náttúrlega magnaður. Hann er á mínum topp fimm lista og Chad Smith líka. Hann er svona trommari sem ég stúderaði þegar ég var að læra. Ég hlustaði á Blood Sugar Sex Magic og trommaði hana út eitt,“ segir Arnar. „Ég stúderaði Larry í Primus líka eins og vindurinn í gamla daga. Síðan er Dave Lombardo mjög góður. Ég sá hann þegar þeir h i t u ð u upp fyrir Korn síð- a s t a sumar á Í s l a n d i og það var alveg magnað. Hann sló alveg úr mér taktinn. Síðan var ég reyndar Lars Ulrich-aðdáandi í gamla daga en hann getur ekki neitt og hefur aldrei getað. Þetta var bara misskilningur í mér.“ Arnar er einnig ánægður með Dave Grohl. „Hann er mitt „idol“ fyrir utan bróðir minn. Ég kann að spila á gítar og er svolítill músík- ant og þess vegna hef ég gaman af því að hann hafi stofnað sitt eigið band.“ Bróðir Arnars er Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari Botnleðju. „Halli bróðir er besti trommari á landinu, það er engin spurning. Síðan er Jonni sem var í Ensími líka mjög góður.“ Aðspurður segist Arnar ekki hafa hugmynd um hvernig trommari hann er sjálfur. „Aðrir verða að finna út úr því. Ég tromma bara eins og ég get og hef gaman af því.“ Breska tímaritið ClassicRock tók nýverið samanlista yfir 50 bestu trommu- leikara heimsins fyrr og síðar. Listinn var unnin með hjálp fjöl- marga sérfræðinga úr hinum ýmsu geirum tónlistarinnar og verður því að teljast afar mark- tækur. Þátttakendur voru beðnir um að nefna tíu bestu trommarana en þess má geta að ekki mátti velja Matt Sorum, trommara Velvet Revolver og fyrrum trommara Guns n’ Roses, þar sem hann var einn af gestaritstjórum Classic Rock í þetta skiptið ásamt hinum félögum sínum úr sveitinni. Í efsta sæti trónir John heitinn Bonham, fyrrum trommari Led Zeppelin, en í öðru sæti er Ís- landsvinurinn Dave Grohl, sem heldur einmitt tónleika hér á landi með hljómsveit sinni Foo Fighters næstkomandi þriðjudag. Keith Moon úr bresku rokksveitinni The Who er í þriðja sæti og í því fjórða er Neil Peart úr hljómsveitinni Rush. Chad Smith úr Red Hot Chili Peppers vermir síðan fimmta sætið. Á meðal þeirra sem voru á list- anum en komust ekki á topp 20 voru: Ringo Starr – Bítlarnir (22.), Taylor Hawkins – Foo Fighters (23.), Lars Ulrich – Metallica (26.), Phil Rudd – AC/DC (27.), Jimmy Chamberlain – Smashing Pumpk- ins (31.), Matt Cameron – Pearl Jam (34.) (32.), Roger Taylor – Queen (37.), Igor Cavalera – Sepultura (39.), Nick Mason – Pink Floyd (42.) og Cindy Black- man – Lenny Kravitz (50.). JOHN BONHAM Hrærði hinum ýmsu tónlistar- stefnum saman, þar á meðal einföldum töktum úr R&B- tónlist og djassi, og bjó til eitthvað alveg nýtt. Eina af hans eftir- minnilegustu stundum má heyra í laginu Moby Dick þar sem hann tekur nokkurra mínútna trommu- sóló á magnaðan hátt. Bonham var eins og fleiri trommarar í sögunni þekktur fyrir villt líferni sitt. Árið 1980, þegar Led Zeppelin var í æf- ingabúðum fyrir tónleikaferð til Bandaríkjanna, kafnaði Bonham í eigin ælu eftir stífa drykkju. Hann var aðeins 32 ára gamall. Led Zeppelin hætti í kjölfarið og hefur ekki komið aftur saman síðan, nema við sérstök tilefni. DAVE GROHL Sló í gegn sem trommari einnar bestu rokksveitar allra tíma, Nirvana. Mikill kraftur, hraði og fjölbreytileiki einkenna trommuleik hans, eins og heyra má á meistaraverkinu Never- mind. Grohl klæjar greinilega í fingurna þegar hann er ekki að syngja með Foo Fighters, því hann hefur spilað mikið undan- farin ár sem gestatrommari hjá hljómsveitum á borð við Queens of the Stone Age og Nine Inch Nails. Grohl lýsti því eitt sinn yfir að hann dreymdi um að hlaupa í skarðið fyrir John Bon- ham ef Led Zeppelin kæmi saman á nýjan leik. Hann væri vafalítið rétti maðurinn í starfið. KEITH MOON Jafn þekktur fyrir ólæti sín utan sviðsins og fyrir hæfileika sína við trommusettið. Moon vann sér það meðal annars til frægðar að keyra bíl ofan í sundlaug, sprengja upp klósett og ganga um götur í nasista- búningi. Hann hefur verið talinn einn af holdgervingum hug- taksins „brjálaði trommarinn“, enda kallaður „Moon the Loon“. Kappinn lést árið 1978, 32 ára gamall, úr ofneyslu lyfja. NEIL PEART Gekk undir viðurnefninu „Prófessor- inn“. Peart gekk til liðs við Rush árið 1974 og sannaði sig bæði sem frábær trommari og sem hæfileika- ríkur texta- smiður. Sótti hann áhrif sín til djass- trommarans Buddy Rich. Lítið hefur spurst til „Pró- fessorsins“ í tónlistar- heiminum eftir að hann missti dóttur sína árið 1997 og eigin- konu sína ári síðar. CHAD SMITH Nútímalegur trommari sem fer lítið fyrir í Red Hot Chili Peppers. Á meðan félagar hans láta öllum illum látum vinnur hann sína vinnu óaðfinnanlega á bak við tjöldin. Hann virðist ráða við allt, hvort sem um fönk, rokk eða sálartónlist er að ræða. Lagið Higher Ground er gott dæmi um hæfileika hans. freyr@frettabladid.is 28 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR H ÚS O G H ÍBÝLI 196 JÚLÍ 7.TBL. 2005 SVALA BJÖRGVI NS Ný plata o g nýtt heimili N R . 1 9 6 • 7 . T B L . • J Ú L Í 2 0 0 5 • V E R Ð 8 9 9 K R . HÖFÐINGLEGUR SUMARBÚSTAÐUR Á SUÐURLANDI ANNA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR LÆRIÐ AÐ SMÍÐA - SÓLPALLUR OG HILLUR ÍSLENDINGAR Í DANMÖRKU SÓLSTOFA, SVALIR OG PALLAR NEIL PEART 20 BESTU TROMMARAR HEIMSINS: 1. John Bonham – Led Zeppelin 2. Dave Grohl – Nirvana, Foo Fighters, Queens of the Stone Age, Nine Inch Nails, Killing Joke, Probot. 3. Keith Moon – The Who 4. Neil Peart – Rush 5. Chad Smith – Red Hot Chili Peppers, Glenn Hughes 6. Dave Lombardo – Slayer 7. Mitch Mitchell – The Jimi Hendrix Experience 8. Ian Paice – Deep Purple 9. Cozy Powell – Rainbow, Black Sabbath, MSG 10. Charlie Watts – The Rolling Stones 11. Nicko McBrain – Iron Maiden 12. Ginger Baker – Cream, Blind Faith, Masters of Reality 13. Joey Jordison – Slipknot 14. Phil Collins – Genesis 15. Carl Palmer – Emerson, Lake & Palmer, Asia 16. Bill Bruford – King Crimson, Yes 17. Mike Portnoy – Dream Theater 18. Stewart Copeland – The Police 19. Tommy Lee – Mötley Crüe 20. Bill Ward – Black Sabbath John Bonham, fyrrum trommari Led Zeppelin, var kjörinn besti trommari sögunnar í úttekt sem breska tímariti› Classic Rock stó› fyrir. Íslandsvinurinn Dave Grohl úr Nirvana og Foo Fighters kemur á hæla hans. Bonham sá besti fyrr og síðar JOHN BONHAM Fyrrum trommari Led Zeppelin þykir besti trommari sögunnar samkvæmt Classic Rock. DAVE GROHL Sló í gegn með Nirvana og þótti standa sig stór- kostlega á plötunni Nevermind. KEITH MOON Hinn óstýriláti trommari lést úr ofneyslu eiturlyfja árið 1978. CHAD SMITH Hinn hægláti Smith þykir afar fjölhæfur. ARNAR GÍSLASON John Bonham er í miklum metum hjá Arnari Gíslasyni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SI G U RÐ SS O N TOPP 5 ARNARS GÍSLASONAR: 1. John Bonham 2. Dave Lombardo 3. Dave Grohl 4. Chad Smith 5. Phil Collins Stúdera›i Chad Smith 1 2 3 4 5 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.