Fréttablaðið - 02.07.2005, Side 46

Fréttablaðið - 02.07.2005, Side 46
» HJÁLMAR ÞÓRARINSSON {FD:1986} » HEARTS Fór til Hearts síðasta sumar og fyrst sem lánsmaður frá Þrótti. Hann heillaði forráðamenn hins vegar svo mikið að þeir vildu ólmir kaupa hann sem varð síðan raunin fyrir nokkrum vikum síðan. Hefur fengið nokkur tækifæri með aðalliðinu og skor- aði meðal annars í sínum fyrsta leik en hefur aðallega spilað með unglinga- og varaliðinu og staðið sig hreint frábærlega. Varð hann meðal annars markahæsti leikmaðurinn í U-19 ára deildinni í Skotlandi með 18 mörk. Vill helst spila uppi á toppi en getur einnig spilað á hægri kantinum. Leikmaður sem hefur endalausa upp- sprettu hæfileika; hraða, góðar spyrnur, sprengikraft og mikla leikni. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: JERMAIN DEFOE # SÓ K N A R M A Ð U R 24 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR » KOLBEINN SIGÞÓRSSON {FD:1990} » VÍKINGUR Leikmaður sem getur náð mjög langt ef allt gengur upp. Hefur verið yfirburða- maður í öllum yngri flokkunum þrátt fyrir að spila jafnan ári upp fyrir sig og var meðal annars markahæsti leikmaður Shell-mótsins í Vestmannaeyjum þrjú ár í röð. Er bróðir Andra Sigþórssonar, fyrrverandi atvinnumanns í knatt- spyrnu, og því ljóst að markaskorunargenið er til staðar. Allir grunn- þættir eru fyrsta flokks – móttaka, snerting, skot, sending og skalla- tækni. Er einn af þessum örfáu sem virðist fæðast með óútskýr- anlega fótboltahæfileika. Er markaskorari af guðs náð, klárar færin sín einstaklega vel en vill koma töluvert til baka og sækja boltann. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: WAYNE ROONEY # SÓ K N A R M A Ð U R » KJARTAN HENRY FINNBOGASON {FD:1986 } » CELTIC Flestir þekkja hann frá síðasta sumri, þá sem hann sló í gegn með KR í Lands- bankadeildinni. Fór til Celtic í upphafi þessa árs en spilaði ekki sinn fyrsta leik með ungalingaliðnu fyrr en í febrúar. Endaði engu síður sem markahæsti leikmaður U-19 ára liðsins með 14 mörk og segir sú tölfræði meira en mörg orð. Fæddur markaskorari sem nýtir sín færi iðulega mjög vel og getur í rauninni skorað mörk upp úr engu. Líkar vel að fá boltann í fæturna og skilar honum jafnan vel frá sér. Er auk þess öflugur í stöðunni maður á mann og með fína skallatækni. Er hins vegar með stuttan kveikiþráð, á það til að láta mótlæti fara of mikið í taugarnar á sér og hættir fyrir vikið að spila sinn leik. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: ADRIANO # SÓ K N A R M A Ð U R » THEÓDÓR ELMAR BJARNASON {FD:1987} » CELTIC Getur spilað nánast hvar sem er á miðjunni þó svo að fjölhæfni hans og stíll njóti sín best inni á miðri miðjunni í frjálsri stöðu. Meira skapandi leikmaður er vandfundinn og býr hann yfir ótrúlegri tækni miðað við aldur. Getur gert hreyfingar sem þekktust varla áður í yngri flokkunum á Íslandi. Eitt hans helsta vopn eru miklar stefnu- og hraðabreytingar. Er auk þess fljótur og einstaklega flinkur með bolta, með frábærar spyrnur og mikla yfirsýn. Áhangendur Celtic fara lofsamlegum orðum um hann á spjallsíðum fé- lagsins og spá því að hann verði leikmaður aðalliðsins áður en næsta tímabil er á enda. Þarf helst að bæta varnarleikinn en það er eitthvað sem á að koma með leiðsögn frá færustu þjálfurum Skotlands. Mikill karakter inni á velli og er fyrirliði U-19 ára landsliðsins. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: KAKA # M IÐ JU M A Ð U R BJARNI ÞÓR VIÐARSSON {FD:1988} » EVERTON Bróðir atvinnumannana Arnars og Davíðs Þórs sem leika með Lokeren og Lille- ström en er að mati flestra miklu betri leikmaður en þeir voru á þessum aldri. Hefur verið hjá Everton frá síðasta sumri og er í miklum metum þar. Leikur á miðjunni og hefur einstaklega næmt auga fyrir öllu spili. Hann er fastamaður í varaliði félagsins sem segir sitt um getu Bjarna. Hann hefur oft verið sagður of veiklulegur til að pluma sig á háu stigi en þrátt fyrir að hafa takmarkað kjöt á beinunum er hann óhemju sterkur og þykir sæta tíðindum að hann tapi návígi. Hann er draumur hvers þjálfara, gerir allt sem honum er sagt og veikleikar eru af skornum skammti, helst eru það löngu sending- arnar og skotin sem þarf að bæta. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: PATRICK VIERA # M IÐ JU M A Ð U R Ný kynslóð er að koma upp í íslenskri knattspyrnu. Senn líður að óhjákvæmlegri uppstokkun hjá íslenska lands- liðinu þar sem eldri leikmönnum er skipt út fyrir þá yngri. Þeir sem fylgjast með yngri flokka starfi á Íslandi eru flestir á einu máli; fjöldi ungra og framúrskar- andi íslenskra leikmanna er í sögulegu hámarki þar sem þeir allir eiga sameiginlegt að geta náð eins langt og þeir sjálfir vilja. Vignir Guðjónsson skoðaði þá tíu leikmenn sem eru líklegastir til þess að skara fram úr á komandi árum – vonarstjörnur næstu kynslóðar. » Í ÍSLENSKA FÓTBOLTANUM NÆSTA KYNSLÓÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.