Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 47
VIKTOR UNNAR ILLUGASON {FD:1990} » BREIÐABLIK Stór og feikilega öflugur örvfættur leikmaður sem spilar jafnan sem fremsti maður. Hefur farið til reynslu til Feyonord og Ipswich og er undir smásjá fleiri erlendra liða. Er lykil- maður í gríðarlega öflugum árgangi hjá Breiðabliki og hefur verið einstak- lega sigursæll í gegnum tíðina. Hefur stórkostlegt vald á fyrstu snertingu og býr yfir leikskilningi sem þekkist vart hjá öðrum leikmönnum á þessum aldri. Einstaklega þroskaður miðað við aldur og skynjar leikinn nánast fullkomnlega. Hans eini löstur er skallatæknin en veikleikann bætir hann upp með öllum sínum kost- um. Er auk þess metnaðarfullur og með hugarfarið til að taka næsta skref – atvinnumennskuna. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: ALAN SMITH LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 31 # SÓ K N A R M A Ð U R ARNÓR SMÁRASON {FD:1988} » HEERENVEEN Er fastamaður í U-19 ára liði Heeren- veen og fékk tækifæri með varaliðinu undir lok síðasta tímabils. Þá var hann valinn í úrvalslið félagsins skip- a𣣠leikmönnum 20 ára og yngri. Hefur mest verið notaður sem sóknarmaður en getur einnig leikið á miðjunni og á köntunum. Er nánast jafnvígur á báða fætur, mjög útsjón- arsamur, fljótur og mikill markaskor- ari. Ber af öðrum þegar kemur að knattraki – hann getur rekið boltann nánast á 100% spretti án þess að missa hann frá sér. Er með ótrúlega góða nýtingu á færum og útsjónar- samur með eindæmum. Hann er einn af þeim leikmönnum sem geta unnið leiki upp á eigin spýtur. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: RYAN GIGGS RÚRÍK GÍSLASON {FD:1988} » HK Hefur verið að spila í fremstu víglínu HK í 1. deildinni í sumar eftir að hann sneri heim úr atvinnumennsku hjá Anderlect. Þangað fór Rúrik strax að loknum grunn- skóla en hann var gríðarlega eftirsóttur. Lýsingarorðin frá þjálfurum hans hjá And- erlect voru á þann veg að Rúrik gæti orðið eins góður og hann vildi – hann geti gert hluti sem aðeins útvaldir einstaklingar geta leikið eftir. Brjósklos í baki olli því að hann sneri heim til uppeldisfélags síns í HK þar sem hann er í raun að byrja upp á nýtt. Var alltaf yfirburða- maður í sínum árangi í yngri flokkunum og í Digranesinu er enn þá rætt um þegar hann, nánast upp á sitt einsdæmi, vann Íslandsmeist- araitilinn fyrir HK í 4. flokki. Hann þykir beita líkamanum og fótunum öðruvísi en flestir aðrir og hefur hreyfingum hans verið líkt við töfra. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: ERIC CANTONA # SÓ K N A R M A Ð U R ÓSKAR PÉTURSSON {FD:1989} » GRINDAVÍK Gerði atvinnumannasamning við Ipswich og fer þangað í ágúst. Er heldur smár af markmanni að vera en mikill íþróttamaður. Hann æfði körfu- bolta við hlið fótboltans með mjög góðum árangri og býr yfir frá- bærum stökkkrafti og góðum staðsetningum. Mjög snöggur á milli stanganna en er auk þess mjög frambærilegur útileikmaður og því mjög öruggur þegar hann fær boltann til baka. Sýnir jafnan mikil tilþrif en er um leið enginn ævintýramaður. Markvörður af gamla skólanum, ag- aður, mikill keppnismaður en þekkir jafnframt sín takmörk. Þykir jarðbundinn og vel upp alinn strákur með höfuðið í lagi. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: IKER CASILLAS # M A R K VÖ RÐ U R » BJÖRN ORRI HERMANNSSON {FD:1989} » IPSWICH Spilar jafnan aftarlega á vellinum en er á sama tíma það góður sóknarmaður að hann getur sólað fimm andstæðinga á sama punktinum. Hreif forráðamenn Ipswich upp úr skónum og gerði samning við félagið eftir fimm heimsóknir þangað. Þar er hann hugsaður sem djúpur miðjumaður þrátt fyrir að hann spili jafnan stöðu miðvarðar hjá Fylki og með U-17 ára landsliðinu. Þess má geta að Ipswich hafði betur í keppni við Borussia Dortmund um leik- manninn. Gríðarlega sterkur leikmaður og algjör leiðtogi. Spilaði alla leiki U-17 ára landsliðsins í fyrra þrátt fyrir að vera árinu yngri en flestir aðrir. Mjög teknískur, með gríðarlegan sprengikraft og ein- staklega góður í því að taka andstæðinginn algjörlega úr umferð. Sterkur í loftinu, sterkur í návígjum og mjög yfirvegaður. GÆTI ORÐIÐ HINN ÍSLENSKI: ROY KEANE # VA R N A R/ M IÐ JU M A Ð U R # SÓ K N A R M A Ð U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.