Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 57
Glæsileg í gulu
Það er enginn litur jafn sumarlegur og
gulur. Það er eitthvað svo rosalega
frískandi við það að fara í gula flík sem
minnir mann á sólina, blómin og
ávexti. Stjörnur eins og Cate Blanchett
og Beyoncé Knowles hafa sést mikið í
gula litnum undanfarið og hann var
áberandi í sumarlínum tískuhúsa eins
og Miu Miu, Burberry og Missoni.
Það skemmtilega við gula litinn er að
hann gengur við nánast
hvað sem er og hvaða
lit sem er. Það er hins
vegar ekki auðvelt að
vera í gulu frá toppi til
táar. Fólk með dekkri
húðlit kemst upp með
að vera í skærari gul-
um lit en þeir fölari,
sem taka sig vel út í
pastelgulu. Fyrir döm-
urnar er mjög fallegt
að vera með bleikan
eða rauðan varalit við
gul föt.
LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 41
Almenna bókafélagi›
Óbyggðirnar kalla!
Ný og ómótstæðileg bók fyrir alla
þá sem unun hafa að aka um
óbyggðir landsins, jafnt reynda sem
óreynda jeppaferðalanga.
• 60 spennandi leiðarlýsingar þar sem
sérstök áhersla er lögð á leiðir í
nágrenni Reykjavíkur
• Þjóðlegur fróðleikur
• Skrá yfir athyglisverðar laugar sem
ferðalangar geta heimsótt og notið
• GPS-punktar, vegalengdir og
aksturstími
• Fjarskiptatækni og GPS-tækni
• Skrá yfir á annað hundrað skála
utan alfaraleiða
• Ár og vöð á leiðunum
Ómissandi bók fyrir alla
jeppaeigendur!
NÝ
BÓK
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VASMEKKURINN BERGLIND INGVARSDÓTTIR FLUGFREYJA OG HÁSKÓLANEMI
Elskar háhæla›a skó
Berglind Ingvarsdóttir er flugfreyja hjá
Flugleiðum og háskólanemi. Hún
hefur góða tilfinningu fyrir tískunni og
tekst að sameina afslappaðan stíl og
kvenleika á skemmtilegan hátt. Hún
hefur unnið í tískubúðum í mörg ár
en nú fær hún fjölþjóðlega tísku-
strauma í æð þegar hún flýgur milli
landa.
Spáir þú mikið í tískuna? Já, svona
temmilega mikið.
Uppáhaldshönnuðir? Það er enginn
sérstakur hönnuður í uppáhaldi. Mér
finnst samt Balenciaga mjög flott.
Fallegustu litirnir? Brúnn og blár.
Hverju ertu veikust fyrir? Skóm og þá
sérstaklega háhæluðum skóm.
Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég
keypti mér prjónað veski með
blómum á.
Hvað finnst þér mest sjarmerandi í
vor-og sumartískunni? Sjóara- og há-
setatískan. Mér finnst jakkar í þeim stíl
mjög flottir.
Hvað ætlar þú að kaupa í sumar?
Bara það sem verður á vegi mínum.
Uppáhaldsverslun? Urban Outfitters.
Sennilega vegna þess að ég fer þang-
að svo sjaldan. Ég get verið endalaust
þar inni því þar er svo margt flott.
Hvað eyðir þú miklum peningum í
föt á mánuði? Það er alveg voðalega
misjafnt. Ég ætla ekki að gefa upp
tölu.
Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án?
Ég er ekki það háð fötunum mínum
að ég geti ekki verið án einstakra flíka.
Uppáhaldsflík? Nýja peysan mín frá
Urban Outfitters. Svört jakkapeysa
með hettu og er svolítið eins og
léttur jakki.
Hvert myndir þú fara í verslunar-
ferð? Boston. Ég hef heyrt að þar
sé bæði fallegt og skemmtilegt
og að fötin séu ódýr.
Ljótasta flík sem þú
hefur keypt þér? Síð-
kjóll sem ég keypti mér
í London. Hann var fjólu-
blár, níðþröngur, bundinn í
bakið og maður gat speglað
sig í efninu. Alveg hreint hrika-
legur.
Nú er sá tími árs þegar allir
flykkjast í útlegur og sveitaferðir.
Þar sem við búum á Íslandi getur
veðrið ávallt brugðið til beggja
vona og líklegra þykir en ekki, að
bleyta og drulla leiki hlutverk í
ferðalaginu. En það þýðir ekki að
tískuþenkjandi fólki þurfi að fallast
hendur. Nei, síður en svo því það
er vel hægt að vera smart í sveit-
inni. Fjölmargar útgáfur af flottum
gúmmístígvélum eru fáanlegar í
búðunum og ekkert því til fyrir-
stöðu að skella sér í glansandi
gúmmístígvél yfir pæju- eða
gæjagallabuxurnar. Dæmi um
þetta er ofursvala Kate Moss, sem
óð leðju og skít í gömlu góðu Vík-
ingstígvélunum á Glastonbury-há-
tíðinni á dögunum. Svo má ekki
gleyma íslensku lopa-
peysunum, sem eru
ofsalega fallegar og
hlýjar. Þær eru í
mikilli sókn og
hafa sjaldan
verið jafn vin-
sælar og
einmitt nú.
Enginn ætti
því að láta sér
líða illa í
ferðalaginu
og því síður
að vera
lummulega
til fara.
Skemmtum
okkur vel með
hlýjan kropp og
hreinar tásur og
verum smartari í
útilegunni en nokkru
sinni fyrr.
Gúmmístígvél
og lopapeysur
KATE MOSS Drottning
hátískunnar er jafn flott
og endranær í gömlu
góðu gúmmístígvélunum.