Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 62
46 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Um tíu þúsund manns vorusaman komin í Egilshöll á
fimmtudaginn til að
berja eitísgoðin í
Duran Duran aug-
um. Mikil stemning
skapaðist í höll-
inni en þar mátti
meðal annars sjá
Eið Smára Guðjohn-
sen fótboltakappa
og vin hans Sverri
Þór Sverrisson,
betur þekktan
sem Sveppa úr
Strákunum, Jónsa í Svörtum föt-
um, handboltakappana Sigfús og
Dag Sigurðs-
syni, Dóru
Takefusa, Loga
Bergmann og
Svanhildi Hólm
með börnum
sínum, fyrirsæt-
una Önnu Rakel
og kærasta
hennar Vigni
Svavarsson, fyr-
irliða Hauka í handbolta, sem er á
leið til Skjern í Dan-
mörku, Magna í Á
móti sól, Bjarna
Ármannsson
bankastjóra, Þóru
Tómasdóttur úr
Ópinu, Röggu
Gísla og
Birki Krist-
insson
markvörð,
handbolta-
bræðurna Þorgils Óttar
Mathiesen og Gunnar Beinteins-
son, sem eru að
vísu löngu hætt-
ir að kasta bolta,
Jóa G. úr Stund-
inni okkar, Gísla
Martein Bald-
ursson sem og
rokkhundana úr
Mínus, þá
Krumma,
Frosta og
bassaleikar-
ann Þröst.
Lárétt: 2 undirlag, 6 frá, 8 mar, 9 nafar,
11 belti, 12 kornmeti, 14 ilmefni, 16
íþróttafélag, 17 á fæti, 18 ærða, 20 átt,
21 skjögra.
Lóðrétt: 1 gangur, 3 ármynni, 4 ljúf ( um
skáldskap), 5 fantur, 7 mótaði, 10 ítalska
sjónvarpið, 13 blóm, 15 fuglar, 16 söng-
hópur, 19 til.
LAUSN
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Stór
Humar
Loks hefst hátíðin sjálf. Hér hefur þó verið í gangi
hálfgert „Húkkaraball“ síðan á sunnudag og fjöldi
hljómsveita spilað fyrir þá allra áhugasömustu. Veðr-
ið hefur leikið við fólk og spáin fyrir helgina góð. Það
er því ekki útlit fyrir að fólk sigli um tjaldstæðin hér á
kajak líkt og á Glastonbury um síðustu helgi. En
kannski best að gera sér ekki of miklar væntingar og
hafa regnfötin til taks. Margt spennandi á dagskránni
og nauðsynlegt að skipuleggja sig svolítið. Gestir
verða því að vera
duglegir að velja og
hafna þessa helg-
ina, svo mikið er
víst. Stemningin á
svæðinu er góð.
Fólk út um allt að
skemmta sér, annað
hvort fyrir framan
sviðin eða bara úti á
túni. Flestir í fötum
sem ekki eru lengur
í uppáhaldi og mega
því skemmast en
svo eru aðrir sem
hafa lagt á sig að
klæðast jólasveinabúningum, kjólfötum eða einhverju
álíka ófrumlegu. Það eru því allir í stuði og fæst það
staðfest reglulega enda hafa flestir söngvarar það hér
fyrir reglu að spyrja fólkið hvort svo sé ekki.
KÁNTRÝ Danskir gleðipinnar kenndu kántrýdansa á svæðinu.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Simon Le Bon.
Tan Sun Chen.
Friðbert Traustason.
Unicef á Íslandi mun vera í sam-
starfi við sjónvarpsstöðina Sirkus
um helgina þegar stærsta sjón-
varpsútsending sögunnar fer
fram. Útsendingin verður frá hin-
um alþjóðlegu Live 8 tónleikum
þar sem allar vinsælustu popp-
stjörnur heims taka höndum sam-
an og vekja athygli á neyð þróun-
arlandanna.
„Fólk er að deyja daglega af
ástæðum sem vel er hægt að
koma í veg fyrir. Nú er verið að
hvetja alla sem vettlingi geta
valdið til að líta í eigin barm og
spyrja sjálfa sig „Hvað get ég
gert til þess að hjálpa?“ segir
Stefán Ingi Stefánsson starfsmað-
ur Unicef.
Í útsendingu Sirkusar verður
flakkað á milli heimsborga og
sýnt frá stærstu skemmtikröftun-
um sem koma fram. Fulltrúar Un-
icef mun vera með í myndverinu
og fjalla um málefnið. „Við viljum
hvetja fólk til að leggja þessu lið
hvort sem það gerist heimsfor-
eldri hjá Unicef eða styrkir ein-
hver af þeim fjölmörgu hjálpar-
samtökum sem eru starfandi. Rík-
isstjórnir hafa brugðist vel við
þessu og vonandi verður tíma-
mótasamningur gerður í næstu
viku,“ segir Stefán Ingi og vísar
til væntanlegs fundar G8 sem
haldinn verður í Skotlandi. Á
fundinum munu fulltrúar átta
stærstu iðnríkja heims hittast og
ræða málin en þetta er áhrifa-
mesti hópur samtímans í stefnu-
mótun alþjóðlegra fjármála.
Nafnið Live 8 er vísun í þennan
fund og þeir sem sitja hann eru
sérstaklega hvattir til að láta
skuldir fátækustu landa heims
niður falla og auka aðgang þeirra
að alþjóðamörkuðum.
„Strax eftir Live 8 stendur Un-
icef svo fyrir verkefni sem kallast
C8 og verður í Skotlandi líkt og
G8. Það er ráðstefna þar sem börn
frá átta ríkustu löndum heims og
þeim tuttugu fátækustu munu
hittast og ræða málin út frá sjón-
arhorni barna. Þau gera svo
skýrslu sem verður afhent þeim
sem sitja G8 fundinn,“ segir Stef-
án Ingi.
„Á hverjum degi deyja þrjátíu
þúsund börn sem þýðir að þriðju
hverja sekúndu deyr barn að
ástæðulausu. Fólk getur deilt um
árangur ýmissa aðferða, hvort
sem það eru tónleikar eða annað,
en allt sem hjálpar til við að
breyta ástandinu er af hinu góða,“
segir hann. „Ég hef mikla trú á
því að þetta eigi eftir að skila sér
í bættri stöðu.“
Stefán segir að þó ástandið sé
afar slæmt víða, sé þessum lönd-
um vel viðbjargandi. „Við þurfum
ekki að leita langt yfir skammt til
að sjá hliðstæðu, því fyrir tvö
hundruð árum var Ísland eitt af
fátækustu löndum heims. Ung-
barnadauði hér á landi var ein-
hver sá hæsti í heiminum en nú
erum við hins vegar velmegunar-
ríki og með eitthvert besta heil-
brigðiskerfi sem til er.“
soleyk@frettabladid.is
LIVE 8 STÓRTÓNLEIKARNIR HÓFUST Í NÓTT:
Búum til betri heim
FRÉTTIR AF FÓLKI
Fléttur. Nei, ekki svona margar gervifléttur eins og var ítísku fyrir tíu árum. Hins vegar það að ganga með
venjulega fléttu eða fléttur er mjög flott. Best er að leyfa
þeim að verða svolítið druslulegar og ná svona hippaleg-
um stíl. Jennifer Lopez sést hér með fléttur vafðar um
hausinn og örlítið druslulegar og úfnar. Mjög flott.
Að drekka vatn. Sá vökvi sem ætti langoftast að fara inn fyrirvarir okkar er vatn. Það er búið að tyggja þetta ofan í okkur
milljón sinnum af frægum leikkonum og fyrirsætum sem segja
allar að aðal fegurðarráðið sé að drekka nógu mikið vatn. Við
látum það liggja á milli hluta hvort vatn geri fólk fallegra en það
er víst að það hressir, bætir og kætir.
Freknur eru eitt fallegasta hraustleikamerki sem til er.Það er ótrúlega leiðinlegt að heyra fólk kvarta yfir frekn-
unum sínum því freknur eru hin mesta prýði. Þær gefa til
kynna að þarna sé heilbrigð manneskja á ferð, auk þess
eru þær líka ótrúlega sætar. Á myndinni er hin stórglæsi-
lega franska leikkona Emmanuélle Beart en hún er með
fullt af fallegum freknum sem gera hana ennþá glæsilegri.
Of þröng föt. Nei þetta er algjörlega ekki málið. Þegartískuguðirnir kváðu upp dóm sinn um tískuna næstu
misseri þá minntust þeir hvergi á þröng föt. Frekar hólkvíð og
jafnvel í skrítnum sniðum. Það er ekki flott að klæðast svo
þröngu að erfitt er að draga andardrátt. Leyfum Löru Croft og
hinum tölvuleikjapersónunum að sjá um að klæðast níð-
þröngu fötunum.
Mikið fjaðrafok. Einstaka fjaðurskraut á fallegum föt-um getur verið hin mesta prýði. En öllu má ofgera
og þegar fjaðrirnar eru farnar að vekja meiri athygli en
fötin sjálf þá er mál að hætta. Að bera rosalega
fjaðratrefla um hálsinn getur aðeins gengið upp í leik-
húsi og í Dragshow-i.
Rjómatertubrúðarkjólar. Margir eru að gifta sig núnaum sumarið og eflaust líða margir fallegir brúðarkjól-
ar um kirkjugólfin þessa dagana. Því miður eru ekki allir
brúðarkjólar fallegir og oft vill það verða að brúðurinn er
mun líkari rjómatertunni sem borin er á borð eftir brúð-
kaupið en prinsessunni sem hana langaði að líkjast.
INNI ÚTI
...fá Simon Le Bon og félagar í
Duran Duran fyrir magnaða tón-
leika í Egilshöll.
HRÓSIÐ
Lárétt: 2gólf, 6af, 8sjó,9bor, 11ól,12
brauð,14mirra,16ka,17tær, 18óða,
20na,21riða.
Lóðrétt: 1labb,3ós,4ljóðræn,5fól,7
formaði,10rai,13urt, 15arar, 16kór, 19
að.
SPARIFÖT Fólk er misjafnlega klætt á
hátíðinni.
KRISTJÁN SIGURJÓNSSON BLOGGAR FRÁ HRÓARSKELDU
Húkkaraball fyrir herlegheitin
STARFSMENN UNICEF Á Íslandi eru þrír starfsmenn í fullu starfi hjá Unicef, þau Hólm-
fríður Anna Baldursdóttir, Stefán Ingi Stefánsson og Ólöf Magnúsdóttir.
BARN Stefán segir fátækt bitna verst á
börnum.