Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 58

Fréttablaðið - 07.07.2005, Side 58
Oft finnst mér íslenskar hljóm- sveitir vera allt of litaðar af ein- um áhrifavaldi og varla hægt að hlusta á þær án þess að bera þær ósjálfrátt við þann áhrifa- vald. Sjaldan sigra íslensku hljómsveitirnar þá í þeim sam- anburði. Hudson Wayne er ekki beinlínis ein af þessum hljóm- sveitum en þó er vel hægt að heyra að þeir hlusta greinilega mikið á Interpol, Johnny Cash og Will Oldham. Platan er dimm, þung og hæg þó að einstaka lag rokki hana örlítið upp með hrað- ari takti. Þetta er svona tónlist sem fær mann til þess að hugsa: „Hmm, ég þyrfti að kaupa mér reykelsi.“ Það væri kannski sniðugt að láta þau fylgja með í kaupbæti. Söngvarinn, Þráinn Óskars- son, er með dimma og ráma rödd sem minnir sterklega á Johnny Cash, Nick Cave og jafn- vel Leonard Cohen í seinni tíð. Þráinn er með flotta rödd en eft- ir mikla hlustun verður hún ör- lítið þreytt og í laginu Coffee kemur Ólöf Arnalds sem betur fer inn sem ferskur andblær. Hún gekk til liðs við sveitina eftir upptöku plötunnar og held ég að stúlkan geti gert heilmikið fyrir hljóm Hudson Wayne með sinni fallegu rödd. Lagið Sentry sker sig örlítið úr hinum lögunum og minnir trommuleikurinn stundum á Strokes eða ungu sveitina Bloc Party. Titillag plötunnar er einnig gott með skemmtilegri spænskri stemningu. Ég viðurkenni það fúslega að svona tónlist er hálfþunglyndis- leg fyrir minn smekk. Ekki al- veg minn tebolli og kannski ör- lítið of sterkur. Það þýðir samt ekki að ég sé ekki til í að smakka á honum og jafnvel fá mér tvo bolla. Það sem ég verð sérstak- lega að lofa er þó sjálft plötu- umslagið. Það er hannað af Ragnari Kjartanssyni og er sér- staklega smekklegt og töff í hrá- um stíl sem passar vel við tón- listina. Allur hljóðfæraleikur er svo mjög vel útfærður og skemmti- lega hrár á stundum sem er gott því fátt er leiðinlegra og óper- sónulegra að mínu mati en yfir- pródúseruð plata. Strákarnir gera þetta vel en ég held að næsta plata verði jafnvel enn betri með nýjum liðsmönnum. Borghildur Gunnarsdóttir Sterkur tebolli HUDSON WAYNE: THE BATTLE OF THE BANDIDOS NIÐURSTAÐA: Allur hljóðfæraleikur er svo mjög vel útfærður og skemmtilega hrár á stundum sem er gott því fátt er leiðinlegra og ópersónu- legra að mínu mati en yfir-pródúseruð plata. Strákarnir gera þetta vel en ég held að næsta plata verði jafnvel enn betri með nýjum liðs- mönnum. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 5.20, 8, og 10.40 • Sýnd í lúxus kl. 5.20, 8 og 10.40 B.i. 16 ára Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 B.i. 14 ára Hinn eini rétti Hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. ★★★ ÓÖH DV Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 14 ára „SVALASTA MYND ÁRSINS!“ ★★★★★ Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ „Í HEILDINA FRÁBÆR MYND“ ★★★★ T.V. kvikmyndir.is „...HREIN OG TÆR UPPLIFUN... GJÖRSAMLEGA GEÐVEIK MYND!“ ★★★★ K&F XFM ★★★★ D.Ö.J Kvikmyndir.com F R U M S Ý N I N G BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT SÍMI 551 9000 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára ★★★ ÓÖH DV Sýnd kl. 5,40, og 8 B.i. 16 ára „Skotheld frá A-Ö“ „Afþreying í hæsta klassa“ ★★★ 1⁄2 K&F- XFM ★★★ Blaðið „Þrælgóð skemmtun“ ★★★ Ó.Ö.H. DV ★★★★ Þ.Þ. FBL Yfir 30.000 gestir! ★★★ MBL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 Hinn eini rétti Hefur aldrei verið eins rangur! Frábær gamanmynd sem fór beint á toppinn í USA. ★★★★★ Fréttablaðið ★★★★1/2 kvikmyndir.is ★★★★ MBL ★★★★ X-FM ★★★1/2 SJ Blaðið 1/2 ★★★1/2 Kvikmyndir.com Yfir 38.000 gestirAðsóknarmestamynd ársins Sýnd kl. 6 og 9 B.i. 16 ára ★★★ HL MBL Sýnd kl. 10.10 B.i. 16 ára SÍÐUSTU SÝNINGAR SÍÐUSTU SÝNINGAR ★★★ ÓÖH DV Um 400 manns hafa kvartað yfir þeim fjölda blótsyrða sem tónlist- armenn létu út úr sér uppi á sviði á Live 8 tónleikunum í Hyde Park í London um helgina. Rapparinn Snoop Dogg og Madonna voru á meðal þeirra sem blótuðu í beinni útsendingu og fór það mjög fyrir brjóstið á breskum sjónvarpsáhorfendum. „Milljónir manna skemmtu sér yfir útsend- ingunni okkar sem stóð yfir í 12 tíma. Okkur þykir það mjög leitt ef einhver hefur móðgast,“ sagði talsmaður tónleikanna. ■ MADONNA Söngkonan Madonna blótaði í beinni útsendingu rétt eins og Snoop Dogg. Kvarta› yfir blótsyr›um hansjónsm íns Sálverjinn Jens er á batavegi eftir raddbandaaðgerð, en hann missti röddina á karaoke-bar í Árósum fyrir skemmstu. Jens söng ekki nema eitt lag, en átökin voru slík, að röddin gaf sig áður en kom að sóló-kaflanum. Raddleysið varð til þess að forráðamenn Idol eru hættir við að ráða Jens í dómarastarf á komandi vetri, því hann þykir þess vart umkominn að veita holl söngráð. En sviðsfram- koman í Árósum varð þó til þess, að Jens er nú goðsagnarpersóna þar um slóðir og var honum í vikunni boðið hlutverk í lillabláu kvikmyndinni „I Mikrofonens Tegn“. Jens mun nota sviðsnafnið Ove Søltoft. Söng næstum sitt síðasta JENS HÚBERT HANSSON: Andartaki áður en röddin brast og hvarf Saxófónleikari Sálarinnar þenur raddböndin Bandaríska tónlistarkonan Cat Power hefur bæst í hóp þeirra listamanna sem koma fram á Inni- púkanum á Nasa um verslunar- mannahelgina. Yfir þrjátíu listamenn koma fram á hátíðinni og halda uppi fjöri frá miðjum laugardegi fram á mánudagsmorgun. Af fleiri listamönnum sem koma fram má nefna Blonde Redhead, Raveo- nettes og Jonathan Richman. Miðasala á hátíðina hefst næst- komandi föstudag kl. 10 í verslun 12 Tóna og í Hive. ■ Cat Power bætist vi› CAT POWER Bandaríska tónlistarkonan Cat Power spilar á Innipúkanum um verslunarmannahelgina.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.